Lúxus ísskáps grautur með súkkulaðibragði 

Það er svo notalegt að detta í rútínu aftur að fríi loknu og partur af því hjá mér er sannarlega að borða reglulega morgunmat og þá svona um það bil á sama tíma, sem er annað en við gerum í fríinu. Sumarfríið hefur einkennst að miklu leyti af óreglulegum matartímum og morgunmat sem er oft…

Bjór- og hunangsbrauð með valhnetum

Við fjölskyldan höfum átt yndislega daga undanfarið í sólinni suður á Flórída. Fríinu er sem betur fer ekki lokið enn og ég sit í þessum skrifuðu orðum og horfi yfir sundlaugarbakka, sé nokkur pálmatré og bláan himinn. Þetta er eins og í draumi. Ég mátti hins vegar til að líta örstutt hingað inn, ég sakna…

Ítölsk grænmetissúpa

Mér finnst alveg ómögulegt hvað það er langt síðan ég setti inn nýja uppskrift. Tíminn hefur liðið óþarflega hratt undanfarið og ýmislegt skemmtilegt verið í gangi. Í síðustu viku kom út nýr Gestgjafi þar sem má finna tvær glænýjar uppskriftir frá Eldhúsperlum, ég mæli auðvitað óhikað með að þið nælið ykkur í  eintak og prófið.…

Brauð – ið

Já, þetta brauð er bara brauð-IÐ. Ég hef gert margar tilraunir gegnum árin til að baka brauð, úr geri. Þó ég geri alls ekki mikið af því langar mig samt að geta það skiljiði? Fólk er að baka gerbrauð hérna hægri vinstri og gerir það með einari. Af hverju gat ég það ekki líka? Ég…

Brúnkur Nigellu

Ég á orðið ágætis safn matreiðslubóka, svona á minn mælikvarða allavega. Nokkrar þeirra eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég veit að ég get gripið til þeirra ef enga áhættu á að taka og útkoman þarf að vera fullkomin. Bók Nigellu Lawson, How to be a domestic goddess, er sannarlega ein þeirra, enda titillinn…

Austurlenskt salat með stökkum sesamkjúklingi

Ég var alveg búin að ákveða hvað þetta salat ætti að heita áður en ég byrjað að elda það og eiginlega áður en ég vissi hvernig það ætti að vera. Stökkur kjúklingur, sesamfræ, engifer, sweet chilli, teryaki sósa, cashew hnetur.. þessi samsetning hljómaði einstaklega vel í mínum huga svo úr varð salat. Ég myndi seint…

Bláberja og banana muffins

Mér fannst alveg upplagt að gera þessar bláberja banana muffins seinnipartinn í dag með stráknum mínum. Rigning, þoka og mánudagur og ég veit ekki um betra tækifæri en einmitt á svoleiðis dögum en að baka smotterí og leyfa litla manninum að taka þátt. Þessar muffins eru mjög einfaldar svo krakkar geta alveg tekið þátt í…

Fljótlegt spínatlasagna

Gerði ansi hreint fljótlegt og ljúffengt spínatlasagna í kvöld. Þetta átti reyndar upphaflega að verða spínatfyllt canelloni, en þar sem ég fór í tvær búðir að leita að ferskum lasagna plötum sem hægt væri að rúlla upp og fann þær ekki, breyttist rétturinn í lasagna með hefðbundnum þurrkuðum lasagnaplötum. Útkoman var ekki síðri.  Ég fékk…

Grillaðar marineraðar lambakótilettur, hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri, grískt salat og graslaukssósa

Er ekki alveg að koma sumar?.. Við ákváðum í gær að vera með grillaðar kótilettur, sem er sennilega ó-janúarlegasti matur sem fyrirfinnst. Ég mundi þá eftir uppskrift af marineringu sem ég hafði séð hjá henni Inu Garten vinkonu minni og ákvað að prófa. Útkoman var mjög góð og þetta er marinering sem alveg smellpassar við…

Kjúklingaréttur Bangsímons

Þegar maður er fjögurra ára og vill kannski ekki alltaf borða hvað sem er hljómar allt betur ef það heitir eftir teiknimyndafígúrum. Við höfum eldað Spiderman fisk, Ironman súpu, Batman pönnukökur og súperman eitthvað sem ég man ekki hvað var í augnablikinu. Bangsímon kjúklingurinn á sér þó lengsta sögu og dregur nafn sitt af því að…