• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Myntu smákökur með bismark og hvítu súkkulaði

desember 21, 2012 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_0835

Eru annars ekki að koma jól?? 🙂 Ég verð nú eiginlega að skella hérna inn einni smákökuuppskrift sem ég rakst á um daginn og varð að prófa, enda mynta og súkkulaði heilög jólatvenna í mínum bókum. Útkoman varð alveg hreint ljómandi góð og ef þið ætlið að baka eina aukasort um helgina, eða bara eina sort í það heila mæli ég eindregið með þessari. Þær eru svakalega jólalegar og góðar.

Jólasmákökur með myntu og hvítu súkkulaði (Breytt uppskrift af marthastewart.com):

  • 225 gr smjör
  • 1,5 bolli sykur eða hrásykur
  • 1/2 tsk piparmyntu extract (fæst t.d í Kosti, líka hægt að sleppa og nota bara vanillu extract)
  • 1 stórt egg
  • 2 1/2 bolli hveiti eða fínt spelt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft, eða venjulegt lyftiduft.
  • 1 bolli litlir dökkir súkkulaðidropar

(Ég nota ameríska bollastærð sem er 2.4 dl)

Aðferð: 

Ofninn hitaður í 180 gráður með blæstri, 190 gráður án blásturs. Smjör, sykur og piparmyntu extract þeytt þar til létt og ljóst, egginu bætt út í og hrært vel. Hveitinu og lyftiduftinu bætt út, hrært létt saman og síðast er súkkulaðidropunum hrært saman við. Ég sett deigið svo á plastfilmu rúllaði því upp í lengju og geymdi í ísskáp í þrjá sólahringa. Það var nú bara af því ég hafði ekki tíma til að baka þær strax. Það er í góðu lagi baka úr því strax og það er tilbúið!

IMG_0799

IMG_0818

Svo skar ég deigrúlluna í sneiðar og rúllaði kúlur úr deiginu. Setti þær á plötu með góðu millibili og þrýsti aðeins ofan á hverja kúlu með fingrunum. Þetta bakaði ég í 9 mínútur.

IMG_0826

Eða þangað til að kökurnar litu svona út. Þá lét ég þær kólna alveg og útbjó það sem átti að fara ofan á þær.

Ofan á:

  • 200 gr. Hvítt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  • 1/2 poki Bismark brjóstsykur, mulinn.

IMG_0824

Ég notaði hvíta súkkulaðidropa sem ég fékk í Kosti og bræddi þá yfir vatnsbaði.

IMG_0823

Muldi Bismark brjóstsykurinn.

IMG_0840Svo setti ég um það bil 2 tsk af hvíta súkkulaðinu á hverja köku og stráði svo smá muldum brjóstykri yfir. Ég gerð þetta ekki við allar kökurnar, sumar hafði ég bara svona allsberar og þær voru líka mjög góðar þannig.

IMG_0838

Þetta er auðvitað bara algjört nammi ! Verði ykkur að góðu 🙂

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: jólasmákökur, piparmynta og súkkulaði, Smákökur, súkkulaðibitaköku uppskrift

Previous Post: « Lúxus biti í skyndi..
Next Post: Eggjandi klassík í anda Juliu Child »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme