Útflattur chili kjúlli með hvítlauk og sítrónu

Ég fæ seint leið á því að elda heilan kjúkling og hugsa að ég hafi prófað hundrað mismunandi útgáfur í gegnum tíðina. Hér á bæ er heill kjúklingur kallaður “hæna“ af þeim fimm ára og það er enginn vafi á því að þeim stutta þykir hænan margfalt betri en til dæmis kjúklingabringur. Hann dæsir þegar…

Fljótlegu bollakökurnar með súkkulaðikremi

Þessar bollakökur eru fljótlegri en margar aðrar bollakökur að því leyti að það þarf hvorki hrærivél né rafmagnsþeytara né mjúkt smjör eða brætt smjör eða annað dúllerí til að búa þær til. Öllu er einfaldlega skutlað í skál, hrært saman með písk og deigið er tilbúið. Uppskriftina fann ég á sínum tíma á síðunni hennar…

Bjór- og hunangsbrauð með valhnetum

Við fjölskyldan höfum átt yndislega daga undanfarið í sólinni suður á Flórída. Fríinu er sem betur fer ekki lokið enn og ég sit í þessum skrifuðu orðum og horfi yfir sundlaugarbakka, sé nokkur pálmatré og bláan himinn. Þetta er eins og í draumi. Ég mátti hins vegar til að líta örstutt hingað inn, ég sakna…