Bláberjabaka með marengs

Er búin að safna saman nokkrum uppskriftum sem ég er mjög spennt að deila með ykkur en hef ekki haft tíma til þess fyrr en núna. Ein af þeim er þessi frábæra bláberjabaka. Leiðbeiningarstöð heimilanna hefur nú hingað til ekki verið sá staður þar sem ég hef leitað að uppskriftum. Ekki að það sé eitthvað…

Estragon kjúklingur með mango chutney og dijon sinnepi

Í dag er stutt færsla og stutt uppskrift í stíl. Þrátt fyrir það er ég alveg ægilega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur þar sem þetta er einhver besti kjúklingaréttur sem ég hef lengi smakkað. Svo er hann líka alveg einstaklega fljótlegur. Ætli það taki ekki um fimm mínútur að undirbúa hann og svo…

Grænmetis bolognese með mascarpone

Það hefur lengi verið á framkvæmdarlistanum hjá mér að deila þessari uppskrift að bolognese sósu með ykkur. Ég sá uppskriftina fyrst fyrir nokkrum árum í ítölskum matreiðsluþætti á Food network þar sem hún Giada De Laurentiis töfraði fram, að mér fannst, alveg óendanlega girnilega bolognese sósu sem var eingöngu búin til úr grænmeti. Þetta var…

Halloumi salat með chilli og jarðarberjum

Ég er nýlega komin heim frá Bretlandi, öllu heldur Manchester, þar sem mér áskotnaðist þessi dásamlega góði gríski halloumi ostur. Það er tiltölulega auðvelt að nálgast ostinn þar í landi þar sem hann er mjög vinsæll í hverskyns matargerð, salöt og þess háttar. Ég hélt reyndar að osturinn væri ófáanlegur hér á landi en hef…

Ostaköku brownie með pipp súkkulaði

Þessi dásamlega kaka var í eftirrétt hjá okkur í gær eftir vel heppnaðar heimabakaðar Eurovison partý pizzur.  Ég veit ekki hvort sú staðreynd að það er mjög langt síðan ég bakaði sem hefur áhrif á mat mitt á þessa köku en ég ég get svarið það að þetta er ein besta kaka sem ég hef…

Tælensk fiskisúpa

Ég er ný búin að flokka allar uppskriftirnar hérna inni niður í smærri og þægilegri flokka svo auðveldara sé að fletta þeim upp. Sjá hér. Þetta eru kannski engin ósköp enda síðan mín ennþá tiltölulega ung. Engu að síður fór þetta skipulagsleysi eilítið í taugarnar á mér. Allavega, þegar ég var að fara í gegnum…

Gratineraður fiskur með blómkálsgrjónum

Þessi fiskréttur er svo góður að við eiginlega áttum ekki til orð þegar hann var snæddur núna eitt kvöldið. Bæði ungir sem aldnir nutu hans í botn. Hann er stútfullur af grænmeti og fiski og sósan er hrikalega góð. Mér finnst allavega alveg magnað að horfa á son minn moka upp í sig fiski og…

Einfalt sumarsalat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti

Ég veit ekki með ykkur, en ég er alltaf í leit að einhverju góðu meðlæti. Þegar kemur að svona þessari daglegu eldamennsku vefst oft fyrir mér hvað ég ætti nú að útbúa til að hafa með kjötinu, eða fiskinum eða hverju því sem á boðstólnum er. Mér finnst sérstaklega þægilegt að geta klárað að gera…

Timían kjúklingur með stökku beikoni og sveppum

Eftir að hafa haft aðeins of mikið að gera, já eins og ég talaði um síðast og já, ég ætla að tala um það aftur, fannst mér kominn tími til að elda eitthvað almennilegt. Sonur minn er enn einu sinni að hafa áhrif á það hvað er eldað á heimilinu. Hverjum hefði dottið í hug…

Gróf ostarúnstykki

Hef haft aðeins of mikið að gera undanfarnar vikur. Ansi hreint mikið að gera í skólanum, kennslu, kórastarfi og öðru skemmtilegu. Þessar bollur eru því alveg í stíl við annríkið sem hefur verið á mér þar sem það tekur aðeins um 5 mínútur að hræra í þær og 20 mínútur að baka þær. Þær verða…