Bláberjasósa með vanillu

Nú blánar yfir berjamó og ekki seinna vænna en að fara að huga að því hvað gera eigi við öll blessuðu berin sem við ætlum að týna í haust. Öll segi ég já, en ég veit nú reyndar ekki hversu öflug berjauppskeran verður þetta haustið. Okkar helstu berjastaðir lofa því miður ekki svo góðu, allavega…

Grillaður lax með himneskri marineringu

Þessi grillaði lax sem ég var með um daginn fer beint á topp fimm yfir bestu fiskmáltíðir sem ég hef borðað. Ef ekki bara topp fimm máltíðir fyrr og síðar. Það gæti haft sitt að segja að laxinn var villtur og spriklandi ferskur, veiddur af pabba, flakaður af mömmu (ég er alveg glötuð í fiskflökun)…

Tagliatelle alla carbonara

Pasta hefur ekki verið á borðum hér á heimilinu í langan tíma. Það koma þó tímar þegar pasta er það eina sem virkar og virðist einhvernveginn vera það eina rétta í stöðunni. Svona tími var einmitt í gær. Það var rigning, laugardagskvöld, heimilisfólkið dálítið þreytt og eldhús nennan ekkert sérstaklega mikil. Maðurinn minn hefur alveg…

Dásamlegar morgunverðar múffur

Það jafnast á við bestu hugleiðslu að vera ein heima á rigningardegi, kveikja á bakarofninum og eldhúskertinu, setja á sig svuntu, hlusta á lágt stillt útvarpið og dunda sér við bakstur. Þvílík kyrrð og ró sem færist yfir heimilið sem fullkomnast svo þegar ilmurinn af nýbökuðu góðgætinu fyllir húsið. Einhverjar notalegustu minningarnar sem ég á…

Bestu vöfflur í heimi

Mér finnst yfirleitt erfitt og svona eiginlega ekki hægt að kalla eitthvað best, svo að ég tali nú ekki um best í heimi. Allt fer þetta nú eftir smekk. Hafandi sagt það þá hef ég iðað í skinninu af spenningi yfir því að deila uppskriftinni að þessum vöfflum með ykkur. Gleymið öllum vöfflum sem þið…

Mozarella og tómatar – Insalata caprese

Ég held að ég geti sagt að eftirfarandi uppskrift (sem er eiginlega ekki hægt að kalla uppskrift) sé einn af mínum uppáhaldsréttum. Svona þegar kemur að einfaldleika, góðu hráefni og fljótlegheitum. Þetta er samsetning sem getur ekki klikkað. Það er svo mikilvægt þegar svona fá hráefni eiga að fá að standa fyrir sér sem forréttur,…

Grilluð bruschetta caprese og eggja-beikon bollar

Ég útbjó þennan ljúfa og einfalda bröns handa okkur fjölskyldunni á dögunum. Nú eru síðustu sumarfrísdagarnir að líða og við notum hvert tækifæri til að hafa það huggulegt og gera okkur dagamun áður en rútínan fer á fullt aftur. Mér finnst um bröns eða “dögurð“ (kann einhvernhveginn ekki við það orð) eins og svo margt…