Súkkulaði eldfjöll

Það er nú meira vesenið stundum hvað matur getur verið dásamlega góður. Það mætti halda miðað við færslurnar hérna inni undanfarið að það eina sem við borðum séu stórsteikur, rjómasósur, súkkulaði og eftirréttir. Það er nú ekki svo en það er bara svo gaman að deila þannig góðgæti með ykkur lesendur góðir. Ég get líka…

Grillaður lambahryggur

Ég hef verið að renna í gegnum gamlar myndir á tölvunni. Einhverra óskiljanlegra ástæðna vegna hef ég alveg gleymt að setja hingað inn myndir af svona eiginlega uppáhaldsmatnum mínum og margra í stórfjölskyldunni minni. Grilluðum lambahrygg. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þessa aðferð næst þegar þið ætlið að elda lambahrygg. Þarna blandast…

Nokkrar páskahugmyndir

Ég er svo nýfarin að búa (finnst mér), að við höfum einhvernveginn ekki náð að skapa neinar sérstakar páskahefðir ennþá. Nema bara að eiga gott frí og hafa það dásamlegt. Það er aldrei flókið. Kannski er það nú þannig bara hjá flestum. Páskarnir eru alltaf misjafnir, stundum í bænum, stundum í sumarbústað, matarboð hér og…

Toblerone Tiramisu

Ég hef alla vikuna dundað mér við að ákveða hvað ég eigi að bjóða upp á í matarklúbbi sem verður hjá okkur í kvöld. Ég er sennilega búin að fara í um það bil 17 hringi með matseðilinn en eitt sem ég fór ekki í neina hringi með er eftirrétturinn. Toblerone Tiramisu var það. Ég…

Pestó prestó pizzu frittata

Suma daga þegar ég nenni engan veginn að elda kvöldmat, (já það gerist) þá langar mig eiginlega heldur engan veginn að kaupa tilbúinn mat. Það eru allavega ekki margir “take away“ staðir sem heilla mig þessa dagana. Ef það er eitthvað, þá er það helst tælenskur eða indverskur matur sem stundum læðist tilbúinn hingað inn…

Uppáhalds morgungrauturinn minn

Ég hef lengi átt í hálfgerðu ástar/haturs sambandi við hafragrauta. Hljómar dramatískt og er það kannski bara. En eftir áralangar tilraunir hef ég komist að því að hafragrautur og hafragrautur er ekki það sama. Ég hef undanfarna morgna verið að prófa mig áfram með hafragrauta með chiafræjum og grautardýrðin hefur náð nýjum hæðum. Ég er…

Gamaldags eplaskífur

Við fjölskyldan áttum svo sannarlega skemmtilegan dag þennan sunnudaginn. Deginum eyddum við að hluta til upp í Bláfjöllum þar sem 4 ára einkasonurinn renndi sér á skíðum í fyrsta skiptið. Hann er að sjálfsögðu upprennandi skíðasnillingur. En grínlaust þá lá þetta mjög vel fyrir honum og honum bæði tókst að renna sér nokkrar heilar ferðir…

Lumaconi Rigati Grande al Forno (Ofnbakaðar pastaskeljar)

Mikið sem það er gaman að slá um sig með ítölskum matarorðum. Manni líður ósjálfrátt eins og ítalskan alveg steinliggi fyrir manni. En svo gott er það nú víst ekki þó það væri óskandi. Lumatoni Rigati Grande al Forno hljómar bara svo miklu betur heldur en ofnbakaðar pastaskeljar. Þessi réttur er einstaklega fljótlegur og góður…