Um síðuna

10428002_860390017352724_1682545983505318137_nVerið hjartanlega velkomin á Eldhúsperlur. Ég heiti Helena og fékk þá hugdettu síðla hausts 2012 að byrja með þetta litla matarblogg. Það hefur vaxið og dafnað með tímanum og inniheldur nú á annað hundrað uppskriftir sem eru allar í uppáhaldi hjá mér og mínum. Ég hafði lengi ætlað mér að búa til síðu þar sem ég gæti sett allar uppáhalds uppskriftirnar mínar á einn stað sem og deilt tilraunum mínum í eldhúsinu með fleira fólki. Ég leitast ávallt við að vera með einfalda matargerð þar sem hráefnin fá að njóta sín og er lítið fyrir að flækja hlutina að óþörfu í eldhúsinu. Uppskriftir og myndir á síðunni eru allar frá mér nema annað sé tekið fram. Ef þið viljið birta efni frá Eldhúsperlum er það sjálfsagt ef heimilda er getið.

Vona að þið njótið vel og takk fyrir að líta inn. Endilega skiljið eftir ykkur spor þegar þið lítið inn og mikið finnst mér alltaf gaman að heyra frá þeim sem prófa uppskriftirnar!

Ef þið viljið senda mér línu er netfangið mitt: helenagunnarsd@hotmail.com

Kær kveðja, Helena

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Um síðuna

 1. Alveg sammála, bröns er betra orð en dögurður, sem er pínulítið tilgerðarlegt.
  Ég nota oft orðið hádegismorgunverður og datt í hug há-morgunverður? Kannski ekki sérlega þjált en lýsandi engu að síður.

  Flottar uppskriftir, kíki alltaf inn annað slagið, ég er ein af þessum eldhúss“kerlingum“ sem lifi fyrir mat; að lesa um hann, skrifa um hann, hugsa um hann, borða hann og skipuleggja hann. Á náttborðinu mínu eru oftast 2-3 matreiðslubækur, því ég elskaaaaa að lesa mér til. Hins vegar er ég með óbilandi sjálfstraust og alltaf sannfærð um að ég geti gert betur en uppskriftin svo ég elda afar sjaldan EFTIR uppskrift heldur hef þær til hliðsjónar og innblásturs. Þínar falla sannarlega í þann flokk…

  Líkar við

  • Takk fyrir kveðjuna kæra Nanna.

   Já ég tek undir með þér þegar kemur að því að fara eftir uppskriftum. Á alltaf svolítið erfitt með að fara nákvæmlega eftir þeim upp á hár, maður getur aldrei látið neitt í friði.. Frábært að vita að þú hafir gaman af síðunni og getir fengið smá innblástur af uppskriftunum hérna inni 🙂 Gleður mig mikið!

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s