Flottustu bloggin og nýjasta dótið

Finnst ykkur ekki gaman að skoða matarblogg? Það hlýtur bara að vera! Ég hef allavega afskaplega gaman að því og einhverra hluta vegna eruð þið að lesa þessi skrif svo við hljótum að eiga eitthvað sameiginlegt. Það er alveg ótrúleg gróska í matarbloggandi skrifum bæði hér á landi sem og annars staðar og hægt væri…

Músin sem sló í gegn

Fyrir fimm árum síðan (ég trúi því samt ekki að það sé svona langt síðan) fór ég, nýbökuð móðir, á námskeiðið Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða, hjá henni Ebbu Guðnýju. Námskeiðið var frábært og ennþá í dag er ég nýta mér góð ráð sem hún Ebba kenndi okkur á námskeiðinu. Ég…

Kjúklinga taco salat

Ég ætlaði svo innilega að ná að gera þetta salat tilbúið áður en myrkrið skall á í kvöld. Á öðru hundraðinu lenti Bónuspokinn á eldhúsborðinu, kveikt á barnaefninu á RÚV, pönnu skellt á eldavélina, kveikt undir, kápunni hent á stól og vörurnar eiginlega rifnar upp úr innkaupapokanum. Kjúklingabringur klofnar í tvennt, kryddaðar og dúndrað á…

Uppáhalds fiskréttur fjölskyldunnar

Mikið hef ég hlakkað til að deila þessari uppskrift með ykkur. Mamma á allan heiðurinn af þessum sívinsæla, stórgóða og ofur fljótlega fiskrétti sem er á borðum hjá okkur í fjölskyldunni að minnsta kosti einu sinni í viku. Innan fjölskyldunnar gengur rétturinn undir því skemmtilega nafni ríkisfiskur og hefur hann verið eldaður óteljandi oft á síðustu…

Ítalskar parmesan kjötbollur í tómatsósu

Það var ekki mikið spjallað við matarborðið um kvöldið þegar þessi réttur var á borðum. Sem annað hvort er vísbending um að við séum svona leiðinleg eða að maturinn hafi verið það góður að það mátti enginn vera að því að tala. Ég vona allavega að það hafi verið það síðarnefnda og grunar það sterklega…