Sætur endir og jólakveðja..

Það eru sennilega flestir löngu búnir að ákveða hvað á að vera í eftirrétt yfir jólahátíðina. En ef þið eruð ekki búin að því þá tók ég saman nokkra uppáhalds eftirrétti og sætmeti sem ég hef sett inn á síðuna á árinu. Fyrir utan það hvað það er nú bara alltaf gaman að skoða eftirrétti…

Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti

Það er svo ótrúlega einfalt og ljúffengt að búa til góðgæti úr smjördeigi og svei mér þá ef allt er ekki aðeins betra með þessu dásamleg deigi. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef búið til skinkusnúða úr smjördeigi og að öðrum skinkusnúðum ólöstuðum þá eru smjördeigssnúðarnir feykilega vinsælir og klárast yfirleitt á…

Hnetusmjörskökur með sultutoppi

Ég ætlaði að nota titilinn “Glútenlausar hnetusmjörskökur með sultutoppi“ en hætti snarlega við því ég var svo hrædd um að þá héldu allir að þetta væru vondar kökur. Sem þær eru ekki. Orð sem enda á –skert eða –laust hljóma bara ekki vel. Samanber fituskert, sykurskert, fitulaust, hveitilaust, hef þó aldrei heyrt um hveitiskert bakkelsi, það…