Tælensk massaman súpa

…Og súpuæðið hjá undirritaðri heldur áfram. Massaman karrý er einhver besti matur sem ég veit um og undantekningarlítið verður hann massaman kallinn fyrir valinu þegar ég rek nefið inn á tælenska veitingastaði. Almennt þykir mér tælenskur matur bara alveg afskaplega góður og af hverju ég hef ekki farið til Tælands skil ég hreint ekki. Það…

Piccata Kjúklingur

Hér er einn af þessum sívinsælu og sígildu kjúklingaréttum sem eru svo þægilegir matreiðslu en í senn alveg einstaklega ljúffengir. Uppskriftin er byggð á hinum klassíska ítalska piccata kjúklingi en piccata stendur fyrir matreiðslu aðferð þar sem kjöt er skorið þunnt, velt upp úr hveit eða öðru mjöli, steikt og borið fram í einhverskonar sósu.…

Ítölsk grænmetissúpa

Mér finnst alveg ómögulegt hvað það er langt síðan ég setti inn nýja uppskrift. Tíminn hefur liðið óþarflega hratt undanfarið og ýmislegt skemmtilegt verið í gangi. Í síðustu viku kom út nýr Gestgjafi þar sem má finna tvær glænýjar uppskriftir frá Eldhúsperlum, ég mæli auðvitað óhikað með að þið nælið ykkur í  eintak og prófið.…

Vanillubollakökur með ljósbleiku jarðarberja smjörkremi

Ég var að fara yfir gamlar myndir á tölvunni um daginn og rakst þá á myndir af þessum dásamlegu vanillubollakökum með ljósbleiku jarðarberjakremi. Kökurnar gerði ég fyrir næstum því ári síðan, eða fyrir eins árs afmæli systurdóttur minnar. Nú er sú stutta alveg að verða tveggja ára og ef ég þekki hana rétt myndi hún…

Fiskur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Sumir geta ekki borðað fisk nema hann sé í einhverskonar dulbúningi. Ég er reyndar ekki ein af þeim og nýt þess að borða ferskan fisk nánast í hvaða útgáfu sem er. Soðinn og allsberan þess vegna, svo lengi sem hann er nýr. Það á nú reyndar líka við um fisk í dulbúningi. Fiskur verður bara…

Fljótlegur kjúklingur með kasjúhnetum

Ég var með þennan einstaklega fljótlega og góða kjúklingarétt með kasjúhnetum í gærkvöldi. Þennan er upplagt að gera þegar ekki er mikill tími til eldamennsku og ég get nánast fullyrt að það er fljótlegra að matreiða réttinn en að fara út á næsta skyndibitastað. Uppskrftina fann ég á síðunni hennar Mörthu Stewart fyrir margt löngu…