Blómkálssúpa með sýrðum rjóma og lauk

Syni mínum þykir blómkálssúpa hinn mesti hátíðarmatur og hoppar hæð sína af gleði í hvert sinn sem ég verð að ósk hans og elda þann góða rétt. Það sem mér þykir þó sennilega mesta syndin varðandi alla þessa blómkálsaðdáun barnsins er að honum þóttu hefðbundnar hveitiuppbakaðar saltstappaðar blómakálspakkasúpur alveg dásamlegar. En það þótti móður hans…

Nokkrar sumarlegar uppskriftir

Mér er alveg sama þó það snjói úti. Þar hafið þið það. Ég er búin að pirra mig svo oft á snjónum undanfarna daga að ég er farin að trúa því að ef mér er alveg sama þá hljóti hann að fara og vorið að koma. Um helgina sat ég í fyrsta skiptið á þessu…

Glúten og mjólkurlausar kókosvöfflur

Þar sem mikið lágkolvetna æði hefur gengið yfir landið að undanförnu má nú finna hinar ýmsu nýstárlegu mjöl tegundir í venjulegum matvöruverslunum sem áður seldu ekki slíkar vörur. Má þar til dæmis nefna kókoshveiti, möndlumjöl og hörfrærmjöl. Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og hef undanfarið dálítið verið að prófa mig áfram með…

Salat með klementínum, hráskinku og avocado

Um páskana þegar við vorum með hið dásamlega beef Wellington kom Sunna systir mín með þetta frábæra forrétta salat handa okkur sem við gæddum okkur á áður en nautasteikin var snædd. Ég hef nú loks fengið uppskriftina hjá henni og fæ að birta hana hér, mér til mikillar ánægju. Þetta salat er æði, segi það…

Chili con carne

Stundum finnst mér alveg óhemju erfitt að finna íslensk nöfn á hinar ýmsu uppskriftir og rétti sem ég set hingað inn. Þetta gæti hugsanlega litast vegna þess hversu mikið af matartengdu efni sem ég nálgast er á ensku. Flestar uppskriftasíður, tímarit og matreiðsluþættir sem ég horfi á eru jú á ensku. Og maður minn hvað…

Kúrbíts Canelloni með ricottafyllingu

Ég virðist vera í endalausri leit að léttum og fljótlegum grænmetisréttum sem auðvitað verða að vera góðir. Lífið er jú of stutt til að borða vondan mat og bara alls engin ástæða til þess þó maður vilji hafa hollustuna að leiðarljósi. Eins og ég talaði um í síðustu færslu bjó ég til ricotta ost á…

Heimatilbúinn Ricotta ostur

Ostagerð hefur undanfarið heillað mig dálítið. Að geta búið til jafn dásamlega afurð og ost heima hjá sér er töfrandi iðja að mínu mati. Ég lofa því að þetta er einfaldara en þið getið ímyndað ykkur og útkoman er betri en nokkur ricottaostur sem þið getið keypt út í búð því ferskara gerist það varla.…

Hindberjamuffins með rjómaostafyllingu og hnetumulningi

Ég veit ekki alveg hvað gerðist þennan föstudags seinnipart.. Eftir páskasukk, súkkulaði og stórsteikur hef ég tekið þann vinkil að vera eingöngu með létt, hollt og gott fæði. Sem útskýrir ef til vill uppskrifta skort hér á síðunni. En salöt, kjúklingabringur, fiskur, grænmeti og annað léttmeti hafa einkennt matseðil okkar fjölskyldunnar þessa vikuna, sem er…

Brokkolí pestó

Ég er á einhverju miklu pestó æði þessa dagana. Bjó til basil og spínat pestó um daginn og bjó svo nýlega til þetta frekar nýstárlega brokkolí og klettasalat pestó. Mér finnst það ofboðslega gott og nota það á ýmislegt og ekki finnst mér verra að það sé stútfullt af brokkolí hollustu. Í gær var ég…

Innbökuð nautalund Wellington

Við fengum góða heimsókn á föstudaginn langa og það var sko enginn fiskur í matinn. Sennilega mesta andstæða fiskmetis, innbökuð nautalund. Eins og ég minntist á um daginn þá lumaði ég á úrvals íslenskri nautalund í frystinum. Lundirnar keypti ég fyrir jól af bændunum á Mýrum en þau reka fyrirtækið Mýranaut þar sem hægt er…