Stingum af og grillum banana með After Eight súkkulaði

Það viðrar einkar vel til bananagrillunar núna. Þegar þetta er skrifað sit ég við kertaljós og raflýsingu í eldhúsinu mínu, klukkan tólf á hádegi og rigningin lemur gluggana. En það er aldrei ástæða til að örvænta því eins og maðurinn sagði, þá rignir aldrei það mikið að það stytti ekki upp aftur. Það er orðið…

Fljótleg satay kjúklingaspjót

Það er ýmislegt í minni eldamennsku sem ég á alls ekki erfitt með að viðurkenna og það kinnroðalaust. Til dæmis nota ég oft grænmetis- eða kjöt kraft í formi teninga eða dufts sem ég veit að sumir fá svima af. Og mér þykir það bara allt í lagi, ekki sviminn sko heldur að nota teningana.…

Fylltar ofnbakaðar tortillarúllur

Svei mér þá ef sumarið er ekki bara komið. Ég ætla að leyfa mér að segja það. Sonur minn spyr mig nánast daglega hvenær sumarið komi og skilur illa útskýringar mínar um að stundum rigni á sumrin. “Getum við þá ekki farið í útilegu?“.. Fyrir honum er sumarið sól, ís á palli, stuttbuxur, gras, grillaðar…

Hvít súkkulaðibaka með ferskum berjum

Ég hef beðið dálítið lengi með að deila þessari uppskrift. Ástæðan er eiginlega bara sú að mér þykir þessi baka svo sparileg, dásamlega góð og sumarleg að ég hugsaði með mér að það væri fátt meira við hæfi en að deila uppskriftinni að henni í aðdraganda 17. júní. Hún er nú einu sinni í fánalitunum.…

Mjúk Marmarakaka

Ég hef það fyrir óskrifaða reglu hér á heimilinu að baka ekki nema einhvert tilefni sé til baksturs. Það felur í sér von á gestum eða einhverskonar fögnuði, sprell eða spé þar sem fleiri en tveir koma saman. Það gengur nú víst ekki að vera sífellt bakandi. Ef ég “neyðist“ til að baka og fáir…

Buffaló kjúklingasalat með gráðostasósu

Þegar ég var á Flórída fyrir nokkrum árum með foreldrum mínum og manninum mínum (þá kærasta) voru buffaló vængir ósjaldan pantaðir á veitingastöðum. Pabbi og maðurinn minn helltu sér þá gjarnan yfir djúpsteikta vængjastaflana sem voru borðaðir með bestu lyst í miklum hita og raka við klúbbhúsið á golfvellinum og buffaló sósan svo sterk að…

Lauflétt agúrkuhrásalat

Ég held áfram leit minni að einföldu, hollu og góðu meðlæti sem ég get gert tilbúið áður en ég tek við að grilla eða elda þann mat sem á að vera á borðum eins og ég talaði um hér um daginn. Ég er kannski dálítið nýjungagjörn þegar kemur að salötum og meðlæti en mér finnst…

Jambalaya – Hrísgrjónaréttur

Jambalaya er náfrændi hinnar spænsku paellu sem svo margir kannast við. Þetta er réttur sem á uppruna sinn að rekja til karabísku eyjanna og er undir áhrifum frá franski og spænskri matarhefð en er oftast kenndur við svokallaða kreóla matargerðarlist. Ef þið hafið horft á Seinfeld þættina munið þið kannski eftir því þegar Newman keypti…