Döðluterta með jarðarberjarjóma og súkkulaðikremi

Haustið er í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrir utan það hvað allt verður fallegt í haustlitunum, loftið svo tært og veðrið einhvernveginn oft svo gott, þá minnir haustið mig á merkilegasta atburðinn í mínu lífi, þegar sonur minn kom í heiminn.. og ég verð alltaf pínulítið meyr en samt svo glöð. Október 2008 er kannski…

Svívirðilegar súkkulaðibitakökur

Á dögunum blés Nói Siríus til uppskriftasamkeppni. Þar auglýstu þeir eftir uppskriftum sem hægt væri að birta í uppskriftabæklingi sem þeir gefa út fyrir hver jól. Ég var ekki lengi að hugsa mig um þegar ég mundi eftir uppskrift að alveg einstaklega (og þá meina ég einstaklega) góðum súkkulaðibitakökum sem ég bakaði fyrir síðustu jól.…

Sítrónu brownie

Það er auðvitað mesti misskilningur að skýra þessa köku “brownie“. Fyrir utan það að málfarsráðunautar og íslenskufræðingar fái andarteppu yfir enskuslettri nafngiftinni þá er kakan alls ekkert brún og það er alls ekkert súkkulaði í henni. Þvert á móti er hún ljósgul og dásamleg eins og sól í kökuformi og bragðast eins og sæt sítróna.…

Grænmetisbaka með fetaosti og furuhnetum

Á haustin þykir mér fátt betra en að elda úr íslensku ný uppteknu grænmeti. Verslanir eru nú fullar af þessu góðgæti og það ætti enginn að láta fram hjá sér fara að njóta þess að útbúa hollan og góðan mat úr þessu frábæra hráefni. Það er varla hægt að líkja bragðinu af íslensku blómkáli og…

Ofnbakað kjúklinga Cordon Blue

Þessi réttur er í senn afskaplega fljótlegur í undirbúningi en alveg ómótstæðilega góður. Ég veit ekki með ykkur, en ég forðast dálítið að matbúa rétti sem krefjast þess að ég þurfi að “pannera“ hráefnið – semsagt velta því upp úr hveiti, eggi og raspi og síðan steikja upp úr feiti. Þó sundum sé vissuleg gaman…

Gróft spelt- og hafrabrauð með graskersfræjum

Ég var eiginlega búin að gleyma því hversu dásamlega gott það er að baka sitt eigið brauð. Þó mér finnist nú voða gaman að baka svona almennt þá finnst mér brauðbakstur toppa annan bakstur. Það er eitthvað svo róandi við að baka brauð, sérstaklega svona brauð sem er eiginlega engin hætta á að klúðra. Maður…

Matarmikil gúllassúpa

Þrátt fyrir að eiga hvorki frystiskáp né frystikistu eins og sönnum húsmæðrum sæmir, heldur einungis þrjár nettar frystiskúffur, tekst mér alltaf að gleyma hvað ég á í frystinum. Þessar þrjár skúffur eru eins og svarthol, taka endalaust við og einhvernveginn fer ekkert upp úr þeim sem á annað borð lendir í þeim. Kannski smá ýkjur…

Sígildar Rice Krispies kökur

Það er varla haldin veisla eða mannfögnuður – að ég tali nú ekki um barnaafmæli í minni fjölskyldu, öðruvísi en boðið sé upp á hinar sívinsælu, gömlu og góðu Rice Krispies kökur. Það eru nú til ótal útgáfur af þessum dásamlegu molum en mér þykir þessi uppskrift mjög góð. Hún er einföld, passlega klístruð þannig…

Tómat- karrý kjúklingur

Ég var svolítið tvístígandi að setja þessa uppskrift hingað inn. Ég get allavega seint kallað þetta mína uppskrift og ég veit svei mér þá ekki hvaða hugmyndin kemur. Ég fékk þennan rétt í fyrsta skipti í matarboði fyrir mörgum, mörgum árum og hann er svo góður að maður gleymir honum ekki. Það eiga því trúlega…

Litríkt afmælis pastasalat með mildri chilli dressingu

Ágústmánuður er í miklu uppáhaldi hjá mér. Við Heimir giftum okkur í ágúst fyrir þremur árum, við fluttum í íbúðina okkar í ágúst fyrir fimm árum og svo eigum við mamma báðar afmæli í ágúst með tveggja daga millibili. Í minningunni var alltaf gott veður á afmælisdaginn minn í gamla daga. Jafnvel svo gott veður…