Brokkolíbaka með geitaosti

Að gera böku getur verið góð skemmtun. Ég segi það aftur eins og við síðustu böku að bökur hafa ekki átt sérstaklega mikið erindi upp á mín eldhúsborð hingað til. Það er tilhugsunin um að gera flókið bökudeig og standa við að fletja það út með tilheyrandi hveitistráningu sem forðaði mér frá þessari iðju. Þetta er…

Ristaðar hnetur og möndlur með rósmarín kryddblöndu

Það er fátt eins huggulegt á góðu föstudagskvöldi en að fá nokkrar íðilfagrar og að ég tali nú ekki um skemmtilegar skvísur í eilítinn hvítvínsdreitil og spjall. Mér finnst um að gera að nota tækifærið þegar ég á vona á svona ánægjulegum heimsóknum að bjóða upp á eitthvað einfalt og gómsætt sem gott er að…

Súkkulaði bollakökur með vanillusmjörkremi

Ég er ekki þolinmóðasta týpan þegar kemur að bakstri. Tilhugsunin um að standa svo tímunum skiptir við að skreyta kökur, hnoða sykurmassa, skera út blóm og búa til kökur sem líta út eins og Versalakastalar, heillar mig ekki sérstaklega. Ég hef þó gaman að því að baka, ekki misskilja mig. Hef meira að segja vippað…

Kjötbollur í mildri chilli rjómasósu

Ég er búin að vera með þennann rétt á heilanum síðan við komum heim úr sólinni á Tenerife og hef eiginlega ekki komist í almennilega ró fyrr en bara núna eftir að hafa eldað hann. Að koma úr 25 stiga hita og sól í 1 gráðu og Suðaustan sjö kallar á eitthvað eitthvað heitt og…

Kjúklingur í satay sósu

Ég er búin að vera í hálfgerðu sólarmóki síðan við komum heim frá Tenerife. Ferðin var alveg fullkomin í alla staði, sól og hiti alla daga og auðvitað bara eintóm huggulegheit. Eftir svona gott frí getur nú tekið smá tíma að koma sér af stað aftur og þrátt fyrir mikla löngun í góðan mat eftir…

Fylltar heimatilbúnar tacoskeljar

Við á heimilinu erum voða hrifin af mexíkóskum mat og kannski reyndar bara flestum mat ef því er að skipta.. Ég prófaði að gera þessar heimatilbúnu skeljar fyrir nokkru síðan og það er ekki hægt að líkja þeim við litlu tilbúnu taco skeljarnar sem fást í búðunum. Það er því alveg þess virði að dunda…

Gómsætir gleðibitar með döðlukaramellu..

Ég rakst á þessa uppskrift fyrir nokkru síðan og hef svona meira og minna verið með hana á heilanum síðan. Og Guð minn góður þar var ekki að ástæðulausu, þessir litlu bitar eru himneskir. Stökkur botninn, mjúk döðlukaramellumiðja og súkkulaði ofan á allt saman. Auðvitað er þetta ekkert Twix, ég veit það vel en sú…

Rómverskur kjúklingaréttur með hráskinku

Ég tek eftir því þegar ég renni gegnum uppskriftirnar hér inni að oftar en ekki innihalda þær tómata, í einhverskonar formi. Þetta fer næstum því að vera vandræðalegt hversu mikið ég nota þá, bæði ferska og eins niðursoðna. En vitið þið ekki hvað tómatar eru hollir? (þetta er samt ekki neitt sérstakt heilsumatarblogg, höfum það…

Einfaldar kotasælubollur með sesamfræjum

Við erum öll í bollunum þessa dagana. Hingað kom gott fólk í ljómandi notalegt bollu afmæliskaffi í dag og gæddi sér á vatnsdeigsbollum gærdagsins, sem hafði auðvitað verið umbreytt í rjómabollur. Mér fannst nú ekki ganga að bjóða fólkinu eingöngu upp á rjóma og súkkulaði svo ég ákvað að halda mig við bolluþemað og var…

Vatnsdeigsbollur

Það er bara vika í bolludaginn svo ekki ráð nema í tíma sé tekið að fara að æfa sig að baka vatnsdeigsbollur. Við reyndar missum af bolludeginum í næstu viku svo ég ákvað að flýta honum um eina viku og slá afmæli eiginmannsins sem verður eftir helgi, saman við eitt stykki bollukaffi. Enda bolludagur sennilega…