Marengsterta með kókosbollurjóma og jarðarberjum

Það er stórsniðugt að geyma eggjahvítur sem falla til í frysti. Ég set oftast 3-4 eggjahvítur saman í plastpoka og sting í frystinn. Einhverra hluta vegna höfðu þónokkrir svona pokar safnast fyrir í frystinum í vetur (bernaise-sósu veturinn mikli?) og kominn tími til að nota þær. Úr varð þessi stórkostlega, hættulega góða marengsterta þar sem…