Tíu mínútna máltíð: Tortellini alla puttanesca

Það er ár og dagur eða svona því sem næst, síðan hér hefur verið pasta á borðum. Það var því kærkomin löngun í góðan og bragðmikinn pastarétt sem varð að veruleika á dögunum. Einn af uppáhalds pastaréttunum mínum er pasta alla puttanesca eða pasta gleðikonunnar eins og það þýðir svo skemmtilega á íslensku. Það er…

Hafrakossar

Ó þessir hafrakossar. Þegar Vikan hafði samband við mig og bað mig um að senda inn uppskriftir fyrir matgæðing vikunnar voru þessar dúllur fyrstar að koma upp í hugann. Þetta er svona næstum of gott til að vera satt og getur eiginlega ekki annað en slegið í gegn. Ég fékk hugmyndina að kökunum á síðunni…

Nutella smákökur

Það er alveg með ólíkindum hvað fólk almennt virðist hafa gaman að því að lesa um mat. Ég verð allavega pínulítið feimin þegar ég átta mig á því hversu margir lesa þessa litlu uppskriftasíðu mína sem í byrjun átti aðeins að vera fyrir mig og mína og til að hafa uppskriftirnar allar á einum stað.…

Salsa kjúklingur með Mexíkó osti

Þetta mikla gúmmelaði þykir mér alveg kjörinn föstudags- eða helgarmatur. Ég eldaði réttinn á dögunum og stóð sennilega ekki lengur en 15 mínútur við eldavélina og lét ofninn sjá um restina. Svoleiðis réttir finnst mér svo frábærir, þetta er bæði auðveldara og fljótlegra (og betra) en að panta pizzu! Sósan er bragðmikil svo ef þið…

Bröns? – Bestu uppskriftirnar..

Að bjóða fólki í bröns er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri. Vakna snemma á laugardags- eða sunnudagsmorgni og dunda í eldhúsinu í kyrrðinni þykir mér alveg einstaklega notalegt. Það er næstum því takmarkalaust hvað hægt er að bjóða upp á í slíkum matarboðum og um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Mér finnst…

Eldhúsperlur í Vikunni

Í Vikunni sem kom út í dag má finna fimm glænýjar og freistandi uppskriftir frá Eldhúsperlum. Uppskriftirnar eiga það allar sameiginlegt að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum en hafa þó ekki birst hér á blogginu. Þar má finna uppskriftir af tveimur tegundum af smákökum, hafrakossum með kremi sem láta mann næstum roðna…

Kryddkaka á hvolfi með eplum og karamellu

Stundum er svo erfitt að ákveða sig. Það var einmitt þannig með þessa köku sem ég gerði á dögunum. Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að baka gamaldags og ávalt góða kryddköku eða eplaköku sem er í einstaklega miklu uppáhaldi hjá manninum mínum. Ég gerði því það sem mér fannst á þeim tíma það…