Matarmikið túnfisksalat

Það er örugglega enginn að lesa blogg í dag sem er kannski ekki skrýtið svona föstudag fyrir verslunarmannahelgi. En það er allt í lagi.. Ég ætla að vera heima um helgina og hugsa mér gott til glóðarinnar að hafa það notalegt og njóta þess að sofa í mínu rúmi og geta dregið andann svona nokkuð…

Auglýsingar

Ferðamyndir og hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu

Við fjölskyldan erum nýlega komin heim úr dásamlegu sumarfríi sem við eyddum á ferðalagi um Suður Evrópu. Hófum ferðina í Þýskalandi, keyrðum svo sem leið ná niðureftir til Ítalíu og Frakklands og enduðum svo á Spáni þar sem við sóluðum okkur og láum í leti í þrjár vikur. Samtals fimm vikna ævintýralega skemmtilegt frí sem…

Himneskar Brownie smákökur

Það er svo sannarlega oftar við hæfi en bara á jólum að baka smákökur. Svo verð ég að viðurkenna að súkkulaði er minn veikleiki þegar kemur að bakstri. Dásamlegra hráefni er varla hægt að finna. Þessar ljúffengu kökur fá að fylgja okkur fjölskyldunni í bústað um helgina, sitja núna þægar og góðar ofan í boxi…

bbq salat með chilli-sesam kjúkling

  Það er ískyggilega langt síðan uppskrift hefur birst hér inni, ekki síðan í janúar! Myrkur á kvöldmatartíma spilar vissulega mikið inn í ásamt almennu annríki. Þið getið reglulega séð nýjar uppskriftir eftir mig inni á http://www.gottimatinn.is og ef þið fjárfestið í tímaritinu Húsfreyjunni má þar finna helling af skemmtilegum uppskriftum. En að þessu salati…

Rice krispies marengsbomba með bingókúlusósu

Það er ef til vill ekki alveg í takt við fullkominn grænan lífsstíl sem fylgir gjarnan byrjun árs að setja inn uppskrift að sykraðri bombu eins og þessari. Við skulum samt horfast í augu við það að það mun koma að því einhverntímann að því að kökur verða aftur bakaðar, fólk mun eiga afmæli og…

Quinoa skál með bökuðu grænmeti og hnetusósu

Ein af uppáhalds matarbloggurunum sem ég fylgist með er Smitten Kitchen –  Ég hef ósjaldan eldað eftir frábæru uppskriftunum sem þar má finna og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Það er einmitt þaðan sem þessi hugmynd er sprottin. Ég breytti þó einhverju smá hér og þar en pælingin er sú sama. Þetta sló svo þvílíkt í gegn…

Ostakex með sesamfræjum

Ég var sannarlega ekki að finna upp hjólið með þessu hrökkbrauði – því er nú ver og miður vegna þess að það er einstaklega gott. Hafandi prófað um það bil 137 útgáfur af svona hrökkbrauði er þetta mín útgáfa og sú sem ég geri oftast. Einfalt og alveg sjúklega gott. Það er valfrjálst að setja…

Pavlova með mokkarjóma og daimkurli

Þessi uppskrift átti nú að vera komin inn fyrir löngu. Ég gerði hana 28. ágúst á afmælisdegi mömmu og færði henni á kaffiborðið. Síðan þá hef ég bara verið frekar upptekin í vinnu og allskonar skemmtilegheitum og svo skelltum við hjónakornin okkur til Parísar í langþráða nokkurra daga ferð. Það er skemst frá því að…

Hveitilaus frönsk súkkulaðikaka

Ég gat eiginlega ekki fundið nógu góðan titil á þessa uppskrift. Hveitilaus súkkulaðikaka gerir þessari himnesku súkkulaðiköku bara ekki nægilega góð skil. Ég hef nokkrum sinnum gert kökuna og aðlagað hana örltíið gegnum tíðina en uppskriftin kemur upphaflega frá Nigellu. Ég treysti henni alltaf þegar kemur að súkkulaði, samanber þessa uppskrift. Kakan er mjög blaut,…