Vatnsmelónu gazpacho

Sumarið sem ég varð 18 ára fór ég til Malaga á Spáni og var þar í mánuð í spænskuskóla. Þetta var sannarlega einhver skemmtilegasti mánuður ævi minnar og þvílík upplifun fyrir 17 ára unglingsstelpu að fara alein langt í burtu frá öllum og það fyrir tíma Facebook og Skype. Skólinn var dásamlegur í fallegu úthverfi…

Rabarbarakaka með marsipani og vanillusósu

Í Stokkhólmi, og sennilega víðar í Svíþjóð er varla þverfótað fyrir kaffihúsum, krúttlegum bakaríum, kökuhúsum og litlum dúllustöðum þar sem hægt er að setjast niður fá sér kaffisopa og “fika“, sumsé fá sér eitthvað sætt og gott með kaffinu. Við rákumst inn á eitt slíkt á meðan við vinkonurnar dvöldum í Stokkhólmi um daginn. Þar…

Taco súpa

Ef ég hef einhvern tímann sagt að súpur séu kjörinn vetrarmatur, sem ég hef örugglega gert, þá tek ég það til baka. Ég er hrifin af súpum allt árið um kring og fæ ekki nóg af að prófa nýjar útgáfur. Mér þykir þessi súpa meira að segja bara þræl sumarleg með þessum fallegu grænu og…

Grillborgarar með fetaostafyllingu

Þá liggja Danir í því. Eldavélin mín, elsku spanhelluborðið mitt sem ég hef stólað á síðustu árin er bilað. Svo mikið bilað að varahluturinn í það er ekki einu sinni til á landinu og verður ekki næsta hálfa mánuðinn. Þangað til er ég eldavélarlaus. Það verður því allt annað hvort ofnbakað eða grillað hér á…

Ljúffengir granóla bitar sem ekki þarf að baka

Hafið þið skoðað heimasíðuna Oh she glows? Ef ekki þá mæli ég heilshugar með heimsókn þangað. Þar má finna aragrúa uppskrifta og góðra ráða sem eiga það allar sameiginlegt að vera í hollari kantinum og oftar en ekki svokallaðar “vegan“ uppskriftir, sem eru þá lausar við allar dýraafurðir, þar með talið egg og mjólkurafurðir. Þessir…