Sweet chili kjúklinga enchiladas

Enn einu sinni fær kaldur afgangs kjúklingur yfirhalningu í eldhúsinu. Að þessu sinni umbreyttist kjúllinn í þessar dásamlegu enchiladas með mildri, sætri kókos chili sósu. Þetta er svona ekta föstudags- matarboðsréttur sem allir elska. Einfaldur og sérstaklega bragðgóður. Ég ætla ekkert að hafa fleiri orð um þetta, nema bara hvetja ykkur til að prófa, þessi…

Rabarbarapæ með engifer og svörtum pipar

Það er frekar fyndið að setja inn aðra pæ uppskrift sem lítur næstum alveg eins út og síðasta uppskrift sem ég setti inn. En auðvitað allt öðruvísi á bragðið með allt öðru hráefni. Pæ hafa öðlast nýtt líf í eldhúsinu mínu og ég kann afskaplega vel við að útbúa svona “röstic“ (íslenskt orð óskast) pæ,…

Kjúklingabaka með parmesan og púrrulauk

Ég hef eytt undanförnum dögum í Stokkhólmi þar sem ég átti alveg frábæran tíma með yndislegum vinkonum og goðinu til margra ára, Justin nokkrum, Timberlake. Fullkomin helgi í alla staði sem saman stóð af eintómri gleði, dekri, huggulegheitum og fyndnum uppákomum. Hápunktur helgarinnar var án efa á laugardagskvöldið þegar langþráður draumur okkar vinkvenna um að…

Sumarleg berjabaka

Ég á ennþá aðalbláber í frystinum síðan í haust, dásamlegur fylgifiskur þess að vera gift inn í eina mestu bláberjafjölskyldu Íslands þar sem fólk týnir ber af fagmennsku og kann svo vel að meta þessa ljúffengu og hollu ókeypis afurð sem náttúran gefur okkur. Ég viðurkenni það þó fúslega að berjatýnsla hefur hingað til ekki…