Spaghetti með risarækjum

Litla fjögurra ára molanum á heimilinu þykir spaghetti alveg ofboðslega gott. Það gæti sennilega verið til skiptis, spaghetti, pylsubrauð og pizza með ananas alla daga og hann væri nokkuð sáttur. Hann er reyndar líka frekar mikill gúrmei maður og kann vel að meta hluti eins og bragðsterka osta (parmesan sérstaklega), rækjur, humar, ólívur og þar…

Sítrónumuffins með birkifræjum

Hér hefur ekki verið eldað mikið undanfarna daga. Svona af kvöldmat allavega. Varla neitt síðan bjórkjúklingurinn góði var eldaður (sem við erum reyndar enn að hugsa um og ætlum að elda aftur við fyrsta tækifæri). Við höfum verið dálítið út um hvippinn og hvappinn, fórum á þorrablót og matarboð og svona allskonar fínerí. Auk þess hefur verið…

Hjónabandssæla

Það hlýtur að vera við hæfi að baka hjónabandssælu svona í kjölfar bóndadags! Ég allavega bakaði þessa klassíska haframjöls hjónabandssælu á þessum hálfgráa notalega sunnudegi í dag. Ég hef ekki bakað hjónabandssælu oft áður, en þessi uppskrift sem ég studdist við er upphaflega komin frá henni Ree Drummond (Pioneer woman) og gengur þar undir heitinu…

Einföld og góð súkkulaðimús

Góð heimatilbúin súkkulaðimús er eitthvað sem ég á afar erfitt með að standast og ég veit ekki um marga eftirrétti sem komast með tærnar þar sem músin góða er með hælana. Engu að síður geri ég eiginlega aldrei súkkulaðimús. Fyrir utan að það gengur náttulega ekki að vera alltaf borðandi súkkulaðimýs þá hefur mér fundist…

Tómata- og spínatbaka

Var með þessa ljúffengu og bragðmiklu böku í kvöldmatinn í gær. Ég hef ekki verið mikið í svona bökugerð sjálf en þykja bökur af ýmsu tagi alveg einstaklega góðar og skemmtilegur matur. Þessi baka er ef til vill frábrugðin mörgum öðrum grænmetisbökum að því leyti að í henni eru engin egg og bökubotninn er tiltölulega…

Brauð – ið

Já, þetta brauð er bara brauð-IÐ. Ég hef gert margar tilraunir gegnum árin til að baka brauð, úr geri. Þó ég geri alls ekki mikið af því langar mig samt að geta það skiljiði? Fólk er að baka gerbrauð hérna hægri vinstri og gerir það með einari. Af hverju gat ég það ekki líka? Ég…

Brúnkur Nigellu

Ég á orðið ágætis safn matreiðslubóka, svona á minn mælikvarða allavega. Nokkrar þeirra eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég veit að ég get gripið til þeirra ef enga áhættu á að taka og útkoman þarf að vera fullkomin. Bók Nigellu Lawson, How to be a domestic goddess, er sannarlega ein þeirra, enda titillinn…

Austurlenskt salat með stökkum sesamkjúklingi

Ég var alveg búin að ákveða hvað þetta salat ætti að heita áður en ég byrjað að elda það og eiginlega áður en ég vissi hvernig það ætti að vera. Stökkur kjúklingur, sesamfræ, engifer, sweet chilli, teryaki sósa, cashew hnetur.. þessi samsetning hljómaði einstaklega vel í mínum huga svo úr varð salat. Ég myndi seint…

Bláberja og banana muffins

Mér fannst alveg upplagt að gera þessar bláberja banana muffins seinnipartinn í dag með stráknum mínum. Rigning, þoka og mánudagur og ég veit ekki um betra tækifæri en einmitt á svoleiðis dögum en að baka smotterí og leyfa litla manninum að taka þátt. Þessar muffins eru mjög einfaldar svo krakkar geta alveg tekið þátt í…