Rómantísk frönsk lauksúpa..

Hvernig ég gat gleymt að deila með ykkur yndislegu innbökuðu frönsku lauksúpunni sem ég eldaði fyrir Vikuna í haust, skil ég ekki. Ég hef eitthvað óvenju lítið verið í eldhúsinu undanfarna daga svo ég gladdist innilega þegar ég rakst á myndir af þessari dásemd á dögunum og er ákaflega glöð að geta nú, í uppskrifta…

Jónsdóttir & Co – Gjafaleikur

Hvernig væri nú að skella í gjafaleik svona bara af því að það er mánudagur og þá á maður alltaf að gera eitthvað skemmtilegt! Eruð þið ekki til..? Ég er tiltölulega ný búin að kynnast dásemdar versluninni Jónsdóttir & Co. Til að byrja með féll ég algjörlega fyrir litlu ofursætu og mjúku ungbarna samfellunum þeirra…

Súkkulaði- og ólífuolíu kaka

Nýju þættir Nigellu, Nigellissima hafa átt hug minn allan í vetur. Það sem konan töfrar fram girnilegar kræsingar og það auðvitað fyrirhafnarlaust með bros og vör eins og hennar er von og vísa. Súkkulaði kaka með ólífuolíu hefur því verið dálítið lengi á “to do“ listanum mínum yfir nýjungar til að prófa í eldhúsinu. Kakan…

Glútenlaust granóla Gvendólínu

Af hverju er svona gaman að gera eitthvað annað en það sem maður á að vera að gera? Núna til dæmis ætti ég að sitja við skriftir á lokaritgerðinni minni sem virðist í augnablikinu bara alls ekki ganga, allavega ekki nema á hraða óvenju hægfara snigils. Í gær fékk ég þá frábæru hugmynd um hádegisbil…

Kjúklingur með mozarella og tómötum..

… og balsamikediki og vorlauk og ólífum. En þá er það líka upptalið. Svei mér þá hvað þetta var góð og hressandi máltíð eftir hverja stórsteikina á fætur annarri yfir hátíðarnar. Við Heimir vorum sammála um það á nýársdagskvöld þá eftir enn eina veisluna, að við værum sennilega búin að vera samfleytt södd síðan á…