Fimm mínútna súkkulaði- og perukaka

Ég verð alveg ómöguleg ef ég næ ekki að setja hingað inn allavega eina uppskrift á viku. Það er alveg merkilegt hvað manni fer að þykja vænt um svona síðu og svo auðvitað fólkið sem kíkir inn á hverjum degi! 🙂 Það er alltaf leiðinlegt að kíkja á svona matarblogg og sjá ekki nýja uppskrift…

Laufléttar skonsur með osti og graslauk

Þá er enn ein vikan liðin og helgi framundan. Verandi í hálfu sumarfríi eins og ég talaði um síðast, þá sé ég nú ekki mikinn mun á helgum og virkum dögum þessa dagana. Engu að síður er alltaf gaman að gera eitthvað sérstakt um helgar. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að bjóða fólki…

Mjúk amerísk súkkulaðiterta með ekta súkkulaðikremi

Áður en þið lesið lengra er kannski best að ég vindi mér strax að umræðuefninu en það er að sjálfsögðu þessi dúnmjúka og unaðslega súkkulaðiterta. Og áður en þið lesið ennþá lengra er kannski best að ég láti ykkur vita strax að það er majónes í henni í staðin fyrir smjör eða olíu. Mér líður…

Kjúklingaborgari með osti, beikoni og sinnepssósu

Við fjölskyldan höfum nú siglt inn í langþráð sumarfrí. Eða að minnsta kosti Heimir og Gunnar Þór. Ég er svona með annan fótinn í fríi og hinn við tölvuna en stefni þó á að taka mér hressilegt, ósvikið og dásamlegt alvöru frí innan skamms. Þar sem þetta var formlega séð fyrsti sumarfrísdagurinn þótti mér feykigott…

Sykurlaus rjóma og jarðarberja skyrís

Það er varla til meira viðeigandi ávöxtur til að nota um hásumarið en jarðarber. Ég fann þessi dásamlega góðu og eldrauðu jarðarber í matvörubúð í dag og það sem meira var þá voru þau á góðum afslætti. Ég gat því ekki látið happ úr hendi sleppa, skellti mér á þrjú box og einhverra hluta vegna…

Grillspjót með lambakjöti og grænmeti

Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskrift heldur er þetta nú svona meira hugmynd að kvöldmat. Mér þykir alveg einstaklega skemmtilegt að grilla mat á spjóti. Bæði finnst mér það sumarlegt og bragðgott en svo er það alveg ótrúlega sniðugt af því að með því að þræða kjöt, fisk eða grænmeti upp á…

Ciambella – Ítölsk jógúrt kaka

Ég hef að undanförnu verið að horfa á nýjustu matreiðsluþætti Nigellu sem bera heitið Nigellissima og fjalla um ítalska matargerð, eða allavega matargerð undir ítölskum áhrifum. Nigella hefur nú oft veitt mér innblástur áður og eru þessir þættir engin undantekning þar á. Einstaklega fallegir og næstum draumkenndir þættir. Ég er líka næstum viss um að…