Sumar humar taco!

Ég setti myndir af humar taco sem ég gerði á instagram um daginn og hef sjaldan eða aldrei fengið jafn margar fyrirspurnir um uppskrift. Svo hér er hún komin! Ég mæli af öllu hjarta að þið prófið og athugið að það er auðveldlega hægt að skipta humrinum út fyrir risarækjur, það er alls ekki síðra.…

Dúnmjúkar gamaldags tebollur með rúsínum

Ég get ekki mælt nógu mikið með að þið prófið að baka þessar dásamlegu tebollur. Ég er kannski ekki alveg hlutlaus, enda komin tæpa 6 mánuði á leið með furðulegar langanir í hitt og þetta.. þessar tebollur voru eitt af því og ég ekki í rónni fyrr en baksturinn hafði átt sér stað. Og maður…

Fljótlegasta skúffukakan með ómótstæðilegu smjörkremi

Í dag eru fjögur ár síðan ég setti fyrstu uppskriftina inn á Eldhúsperlur. Mikið sem mér þykir vænt um þetta matarblogg, fyrir utan það hvað það er gaman að deila öllum þessu uppskriftum og skrifa pistlana hefur síðan líka tilfinningalegt gildi. Hér eru samankomnar mínar uppáhalds uppskriftir ásamt gömlum og góðum uppskriftum fjölskyldunnar sem allar…

Naanbaka með mangókjúkling og spínati

Hér er á ferðinni alveg brjálæðislega góður og djúsí skyndi helgarmatur sem varð til alveg óvart í eldhúsinu hjá mér um daginn. Þetta er svona – það var ekkert til en ég nenni ekki að fara og kaupa neitt en allir eru mjög svangir – máltíð. Þá gerast nú oft undrin. Svo er þetta nú…

Matarmikið túnfisksalat

Það er örugglega enginn að lesa blogg í dag sem er kannski ekki skrýtið svona föstudag fyrir verslunarmannahelgi. En það er allt í lagi.. Ég ætla að vera heima um helgina og hugsa mér gott til glóðarinnar að hafa það notalegt og njóta þess að sofa í mínu rúmi og geta dregið andann svona nokkuð…

Ferðamyndir og hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu

Við fjölskyldan erum nýlega komin heim úr dásamlegu sumarfríi sem við eyddum á ferðalagi um Suður Evrópu. Hófum ferðina í Þýskalandi, keyrðum svo sem leið ná niðureftir til Ítalíu og Frakklands og enduðum svo á Spáni þar sem við sóluðum okkur og láum í leti í þrjár vikur. Samtals fimm vikna ævintýralega skemmtilegt frí sem…

Himneskar Brownie smákökur

Það er svo sannarlega oftar við hæfi en bara á jólum að baka smákökur. Svo verð ég að viðurkenna að súkkulaði er minn veikleiki þegar kemur að bakstri. Dásamlegra hráefni er varla hægt að finna. Þessar ljúffengu kökur fá að fylgja okkur fjölskyldunni í bústað um helgina, sitja núna þægar og góðar ofan í boxi…

bbq salat með chilli-sesam kjúkling

  Það er ískyggilega langt síðan uppskrift hefur birst hér inni, ekki síðan í janúar! Myrkur á kvöldmatartíma spilar vissulega mikið inn í ásamt almennu annríki. Þið getið reglulega séð nýjar uppskriftir eftir mig inni á http://www.gottimatinn.is og ef þið fjárfestið í tímaritinu Húsfreyjunni má þar finna helling af skemmtilegum uppskriftum. En að þessu salati…

Rice krispies marengsbomba með bingókúlusósu

Það er ef til vill ekki alveg í takt við fullkominn grænan lífsstíl sem fylgir gjarnan byrjun árs að setja inn uppskrift að sykraðri bombu eins og þessari. Við skulum samt horfast í augu við það að það mun koma að því einhverntímann að því að kökur verða aftur bakaðar, fólk mun eiga afmæli og…