• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for nóvember 2012

Enskar spariskonsur

nóvember 29, 2012 by helenagunnarsd 9 Comments

Aðventuskreytingin tilbúin og þar sem fyrsta aðventuhelgin er nú framundan væri alveg upplagt að bjóða nokkrum vel völdum gestum í morgunmat eða bröns og baka þessar ljúffengu skonsur (sem eru einmitt stjarna síðunnar hérna fyrir ofan). Ég hafði ekki mikla trú á svona skonsum áður en ég prófaði þessar. Mundi bara eftir þessum sem maður getur keypt í bakaríi og finnst þær alltaf frekar þurrar og óspennandi. En þessar skonsur eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili,  einstaklega sparilegar, léttar í sér og bráðna í munni.

Það er upplagt að baka þær á ljúfum sunnudagsmorgni og bjóða nokkrum gestum í bröns, þær eru líka sérlega vel til þess fallnar að baka á hátíðisdögum og bera fram til dæmis á jóladagsmorgni með heitu súkkulaði. Mér finnst best að borða þær með smjöri og góðri sultu eða ekta ensku ,,Lemon Curd‘‘ sem ég fæ í Pipar og Salt á Klapparstígnum.

Það er mjög gott að nota þurrkuðu trönuberin, þau gera þær alveg einstaklega góðar og jólalegar. Þau eru nú farin að fást í flestum matvöruverslunum og ég hef keypt þau bæði í Bónus og Nettó.

Enskar spariskonsur með trönuberjum – Breytt uppskrift frá Ina Garten 

  • 5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 msk  vínsteinslyftiduft (það má alveg nota venjulegt en mér finnst vínsteins betra)
  • 1 msk hrásykur
  • ½ tsk salt
  • 150 gr kalt smjör skorið í litla teninga (ég nota alltaf venjulegt smjör, ekki ósaltað og aldrei smjörlíki)
  • 2 egg, hrærð létt saman
  • 1,5 dl rjómi
  • 2 dl þurrkuð trönuber og 1 msk hveiti – blandað saman (hér má líka nota rúsínur eða sleppa bara)
  • 1 egg pískað

Ofn hitaður í 200 gráður eða 180 gráður með blæstri.

Öllum þurrefnum blandað sama í hrærivélaskál, smjörinu síðan blandað saman við og hrært með K-hræraranum (ekki þeytaranum) þar til smjörið er komið gróflega saman við hveitið, smjörbitarnir í deiginu eiga að vera á stærð við baunir eða krónupeninga. Alls ekki að hrærast alveg saman við hveitið eins og þið væruð að fara að gera hnoðað deig. Það eru einmitt smjörbitarnir sem gera skonsurnar léttar og góðar!

Þá er eggjunum og rjómanum bætt við ásamt trönuberjunum með hveitinu. Þessu er létt blandað saman, ekki hæra lengi heldur bara þar til maður hættir að sjá hveitið í deiginu. Þá er þessu sturtað á hveitistráð borð, athugið að deigið er frekar blautt. Þetta er létt hnoðað og deigið flatt út um það bil 2,5 cm þykkt. Ég nota ekki kökukefli, vel hægt að nota bara hendurnar og ýta deiginu til og frá. Svo sting ég út hringi sem eru um 6-7 cm í þvermál. Það má líka skera deigið í ferninga eða þríhyrninga með hníf. Skonsurnar eru svo penslaðar með eggi og bakaðar frekar neðarlega í ofni í um það bil 18 mínútur.

Athugið að ef ekki er notuð hrærivél má einfaldlega mylja smjörið samanvið þurrefnin með fingrunum og blanda eggjunum og rjómanum samanvið með sleif. Það er ekkert mál.

Prófið þær.. í alvöru, þær eru æði!

Filed Under: Uncategorized Tagged With: breskar skonsur, brunch uppskriftir, góðar skonsur, Skonsur

Magnaðir mánudagar

nóvember 26, 2012 by helenagunnarsd 3 Comments

Það eru fjögur ár síðan ég fór formlega að búa og sjá sjálf um eldamennsku vel flesta daga vikunnar. Síðan þá hef ég haldið hátíðlegri einni reglu í sambandi við mánudaga – Mánudags ýsubömmer er ekki í boði. Það er svo einfalt. Af hverju ekki að hafa eitthvað sérstaklega gómsætt í matinn á mánudögum? Ég er reyndar stundum með ýsu á mánudögum en þá geri ég oft eitthvað alveg spes eins og til dæmis að grilla hana í álbakka með ýmiskonar gúmmelaði. Sú útfærsla er frá mömmu komin og  gengur í fjölskyldunni undir nafninu ”Ríkisfiskur”. En það er efni í allt aðra færslu sem mun sannarlega verða birt hér fyrr en síðar, eða þegar undirrituð nennir að kynda upp í grillinu.

Síðasta mánudag ákvað ég því að hafa einhvern gómsætan fiskrétt sem var að vissu leyti innblásinn af títtnefndum ríkisfiski en þó með útúrsnúningi. Eftir heimsókn í fiskbúðina ákvað ég að fjárfesta í fallegum roðflettum rauðsprettuflökum, eða rauðsprettu steikum eins og Fiskiprinsinn kallaði þær. Þetta er fínn réttur að gera þegar grænmeti hefur hlaðist upp í grænmetisskúffunni og þarf að fara að nota. Hann er líka mjög einfaldur en myndi sennilega alveg sóma sér vel á veisluborði.

Ég notaði þetta í réttinn:

  • 600 grömm rauðsprettu (eða 5 stykki af roðflettum rauðsprettusteikum)
  • 1/2 Rækju smurost
  • Chili mauk úr krukku (Sambal oelek)
  • Hálfan spínatpoka
  • 1 rauða papriku
  • 1 lauku
  • 1 /2 krukka fetaostur
  • Sítrónusneiðar
  • Salt, pipar og sítrónupipar
  • Ólífuolía

Aðferð:

Ofn hitaður í 210 gráður

Rauðsprettuflökin snyrt ef þarf og söltuð og pipruð á báðum hliðum. Ég setti því næst 1 matskeið af smurostinum á hvert flak ásamt um það bil 1/2 teskeið af chili maukinu. Þessu er smurt á flakið og því svo rúllað upp þannig að mjórri endinn á flakinu sé inni í rúllunni. Þetta er gert við öll flökin.

Í botninn á eldföstu móti setti ég ögn af ólífuolíu og stráði sítrónupipar yfir. Þar ofan í fór svo hálfur poki af spínati, paprikan og laukurinn í sneiðum og svo raðaði ég rauðspretturúllunum ofan á og hellti úr hálfri krukku af fetaosti yfir. Sneiddi því næst hálfa sítrónu í sneiðar sem ég stakk hér og hvar í fatið og hellti um það bil 1 dl af vatni í fatið. Geri það til að fá aðeins meira soð með réttinum. Að lokum sáldraði ég sítrónupipar yfir allt saman. Þetta bakaði ég í 15 mínútur og bar fram með þessu nýbakað brauð.

Filed Under: Uncategorized Tagged With: Fiskur uppskrift, ofnbakaður fiskur, rauðspretta, rauðspretta uppskrift

Eplakaka með karamellusósu

nóvember 21, 2012 by helenagunnarsd 5 Comments

Æðisleg eplakaka úr bókinni Af bestu lyst I með smá karamellutwisti. Ég prófaði hana í boði þar sem ungir jafnt sem aldnir voru hæst ánægðir. Þessi kaka hefur oft verið bökuð í fjölskyldunni við hin ýmsu tilefni og alltaf verið jafn vinsæl, eins og reyndar margt annað úr þessari góðu matreiðslubók. Það er smá marsipan í kökunni sem gerir hana sparilega en því má vel sleppa. Ég set líka í hana kanil sem mér finnst ómissandi í eplakökum. Ég get þó fullyrt að jafnvel marsipan-fælur kunna að meta þessa köku.

Ég er vön að nota alltaf hrásykur, spelt og vínsteinslyftiduft í minn bakstur, einfaldlega því mér finnst það betra á bragðið og betra hráefni en mikið unnið hvítt hveiti, hvítur sykur og venjulegt lyftiduft sem einhver sagði mér að innihéldi ál. Það hljómar ekki vel í mínum eyrum. Það er þó nokkuð ljóst að þessi kaka eins og kökur almennt er engin heilsufæða og mér dytti ekki í hug að halda því fram. Mér finnst betra að baka aðeins sjaldnar og get því leyft mér að nota aðeins betra hráefni og útkoman verður oftast mjög góð.

Eplakaka með karamellusósu – breytt uppskrift úr bókinni Af bestu lyst

  • 300 grömm epli (skorin og flysjuð 
  • 1 msk hrásykur
  • 1 msk spelt
  • 1 tsk kanill

Eplin flysjuð, skorin í bita og blandað saman við sykurinn, speltið og kanilinn. Sett til hliðar.

  • 3 egg
  • 2 dl hrásykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1.5 dl bragðlítil matarolía
  • 2 dl spelti (eða bara hveiti)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða 1 tsk venjulegt lyftiduft)
  • 100 grömm marsipan
  • 1 eggjahvíta

Hrærið saman egg, sykur, vanillu og olíu þar til ljóst og létt. Blandið speltinu og lyftiduftinu saman við. Setjið í smurt lausbotna kökuform eða hringlaga form með gati í miðjunni. Dreifið eplunum yfir deigið.

Hrærið saman marsipan og eggjahvítu og setjið yfir kökuna.

Bakið í miðjum ofni við 175 gráður í um það bil 40 – 45 mínútur.

Karamellusósan setur algjörlega punktinn yfir i-ið 😉 Upplagt að gera hana meðan kakan bakast.

  • 50 grömm smjör
  • 50 grömm púðursykur
  • 1/2 tsk vanilluextract
  • 1/4 tsk gróft salt t.d maldon
  • 1/2 dl rjómi

Öllu blandað saman í potti og látið malla við meðalhita í ca. 5 mínútur.

Þegar kakan er tilbúin er ágætt að láta bæði kökuna og karamellusósuna kólna í hálftíma áður en sósunni er hellt yfir.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besta eplakakan, eftirréttur, Eplakaka, eplakaka með marsipani, Karamellusósa

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme