• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for janúar 2013

Fljótlegt spínatlasagna

janúar 14, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1371Gerði ansi hreint fljótlegt og ljúffengt spínatlasagna í kvöld. Þetta átti reyndar upphaflega að verða spínatfyllt canelloni, en þar sem ég fór í tvær búðir að leita að ferskum lasagna plötum sem hægt væri að rúlla upp og fann þær ekki, breyttist rétturinn í lasagna með hefðbundnum þurrkuðum lasagnaplötum. Útkoman var ekki síðri.  Ég fékk hugmyndina að þessum rétti í Jamie Oliver matreiðsluþætti fyrir mörgum árum síðan, þá gerir hann svipaða útgáfu af canelloni. Rétturinn hefur svo breyst og þróast gegnum árin hjá mér og okkur finnst hann alltaf mjög góður. Þetta er allavega mjög góð leið til að fá krakka til að borða helling af spínati, þar sem heill stór spínatpoki fer í réttinn. Það tekur bara um 10 mínútur að undirbúa lasagnað og svo er það í 30 mínútur í ofninum svo þetta er fljótgert.

Spínatlasagna – fyrir 4

  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt, pipar og hálfur kjúklinga eða grænmetisteningur
  • 1 stór poki af spínati
  • 1 stór dós kotasæla
  • 1 dós 10% sýrður rjómi
  • 3 msk rifinn parmesan ostur
  • 1 krukka hakkaðir tómatar (ég notaði lífræna í krukku frá Sollu)
  • Lasagnaplötur
  • Rifinn ostur

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hvítlaukur steiktur uppúr olíunni við frekar vægan hita þar til hann mýkist, saltað og piprað og teningurinn mulinn yfir. Hitinn hækkaður aðeins og spínatinu bætt á pönnuna. Steikið spínatið þar til það hefur linast. Takin pönnuna af hitanum og bætið kotasælu, parmesan og sýrðum rjóma saman við. Salt og pipar eftir smekk. Lasagnað er svo sett saman þannig að neðst í eldfast mót fer örlítil ólífuolía og smá tómatmauk. Svo koma lasagnaplötur, spínatblanda, tómatamauk. Ég endurtók þetta þrisvar, endaði á spínatblöndu og tómatamauki. Stráði osti yfir og bakað í 30 mínútur. Lesið samt á pakkann á lasagnaplötunum, það stóð á mínum Barilla pakka að eldunartíminn á plötunum væru 20 mínútur, á sumum stendur þó alveg 30 – 40 mínútur.Slide1

Ég bar þetta fram með piccolotómötum og parmesan osti.

IMG_1385

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetislasagna, Grænmetisréttur, Lasagna, Lasagna uppskrift, Parmesan ostur, Piccolo tómatar, Spínat uppskrift, Spínatlasagna uppskrift

Grillaðar marineraðar lambakótilettur, hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri, grískt salat og graslaukssósa

janúar 13, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

Image

Er ekki alveg að koma sumar?.. Við ákváðum í gær að vera með grillaðar kótilettur, sem er sennilega ó-janúarlegasti matur sem fyrirfinnst. Ég mundi þá eftir uppskrift af marineringu sem ég hafði séð hjá henni Inu Garten vinkonu minni og ákvað að prófa. Útkoman var mjög góð og þetta er marinering sem alveg smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Þar sem Ina kallar lambakjötið sitt grískt, ákvað ég að vera með létta jógúrtsósu með og mína útgáfu af grísku salati. Hasselback kartöflurnar fengu svo að fylgja með. Ég hef verið að lesa á mörgum bloggum um hina miklu dásemd sem brúnað smjör er, svo ég ákvað að taka kartöflurnar upp á annað og æðra stig og hellti brúnuðu smjöri yfir þær áður en ég bakaði þær og sá svo sannarlega ekki eftir því. Mæli eindregið með því að þið skellið í brúnað smjör við fyrsta tækifæri, það opnaðist nýr heimur fyrir mér við þessa aðgerð.. möguleikarnir á þessari dýrð eru endalausir. Hérna eru góðar leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við gerð brúnaðs smjörs.

IMG_1340Marinering á lambakjöt:

  • 8 lambakótilettur (ég gleymdi að athuga vigtina en þetta voru 8 vænar sneiðar, með lundum, ég lét saga þær í tvennt fyrir mig, þetta dugði mjög vel fyrir 3 fullorðna og 1 barn)
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 msk saxað rósmarín
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 tsk salt og 1 tsk pipar
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 dl rauðvín

Öllu blandað saman og hellt yfir lambakjötið, ég setti þetta í rennilása plastpoka og lét standa við stofuhita í 1,5 klst. Má líka gera daginn áður og láta marinerast í ísskáp. Kjötið er svo grillað á útigrilli í um það bil 5-6 mínútur á hvorri hlið við frekar háan hita. Ég stráði svo saxaðri steinselju yfir kjötið þegar það var tilbúið. Það er nú ekkert möst samt :

IMG_1329Litlar hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri:

  • Um það bil 10-12 frekar litlar kartöflur, skolaðar og þerraðar (Ég reiknaði með þremur kartöflum á mann)
  • 75 grömm smjör, brúnað
  • Salt, pipar og rósmarín.

Raufar skornar í kartöflurnar, smjörið brúnað og hellt yfir, Saltað og piprað og nokkrar rósmaríngreinar settar með. Bakað í ofni við 180 gráður í 60 mínútur.

IMG_1319

Grískt salat:

  • 1 agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar
  • 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 1/2 lítil krukka ólívur
  • 1/2 krukka grillaðir ætiþistlar (Ítalía ætiþistlar, fást í Bónus og Hagkaup)
  • 1/2 krukka salat feti, vatnið sigtað frá
  • Salt, pipar, 1 msk hvítvínsedik, 2 msk ólífuolía og þurrkað oregano

Öllu blandað saman í skál, ólífuolíu og ediki skvett yfir og smakkað til með salt, pipar og óreganó.

IMG_1298

Graslaukssósa:

  • 2 dl ab mjólk
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1/2 búnt graslaukur, smátt saxaður (þessi sem fæst í plastbökkunum)
  • 1/2 tsk hunang
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • Salt og pipar

Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar

IMG_1299

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Graslauks sósa, grillað lambakjöt, Grískt salat, Hasselback kartöflur, jógúrtsósa, Lambakjöt marinering, lambakjöt uppskrift, lambakótilettur, Marinering á lambakjöt, Piccolo tómatar

Kjúklingaréttur Bangsímons

janúar 10, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

IMG_1614Þegar maður er fjögurra ára og vill kannski ekki alltaf borða hvað sem er hljómar allt betur ef það heitir eftir teiknimyndafígúrum. Við höfum eldað Spiderman fisk, Ironman súpu, Batman pönnukökur og súperman eitthvað sem ég man ekki hvað var í augnablikinu. Bangsímon kjúklingurinn á sér þó lengsta sögu og dregur nafn sitt af því að í sósunni er uppáhaldið hans Bangsímons, jú einmitt hunang. Þessi réttur er mjög fljótlegur og alveg sérstaklega bragðgóður, sósuna væri sennilega hægt að drekka með röri svo ljúffeng er hún. Ég geri reyndar stundum spari útgáfu af þessum rétti og skelli smá hvítvíni út í sósuna sem ég læt sjóða í spað svo allt áfengi gufar upp, því ekki viljum við að Bangsímon og félagar finni á sér. En það má vel sleppa hvítvíninu og nota bara vatn eða t.d eplasafa í staðinn. Hef prófað eplasafann og það kom bara skrambi vel út.

IMG_1620Kjúklingur í hunangs- sinnepssósu (Bangsímon kjúklingur) – Fyrir 3-4

  • 3 kjúklingabringur, skornar í tvennt og þynntar með kjöthamri eða botni á pönnu.
  • 2 skallottulaukar, smátt saxaðir
  • 1 glas hvítvín (2,5 dl) eða vatn, eða eplasafi
  • 1/2 kjúklingateningur
  • 1 msk grófkorna sinnep
  • 1 tsk hunang
  • 1 peli rjómi
  • Salt, pipar og steinselja til skrauts.

Aðferð:

Kjúklingabringur kryddaðar með salti og pipar og brúnaðar á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Teknar af pönnunni og settar til hliðar. (Var að fjárfesta í svona ægilega fínni pottjárnspönnu og hef aldrei náð að brúna kjöt jafn vel eins og á henni. Pantaði hana frá USA og kostaði hún lítinn 5000kall, með tollum og sendingarkostnaði. Fann sambærilegar pönnur hér heima en þær kostuðu allar frá 23.000. Mæli eindregið með að nota svona góða pönnu, hitnar mjög jafnt og vel..)
IMG_1600Smá smjörklípa eða olía sett á pönnuna og skallottulaukurinn steiktur í um 1 mínútu.
IMG_1602Þá er hvítvíninu hellt á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Tekur 2-3 mínútur.
IMG_1604IMG_1606Hunanginu, sinnepinu og rjómanum hellt saman við og kjúklingabringurnar settar aftur á pönnuna, látið malla í 10 mínútur þar til  kjúklingurinn er tibúinn.
IMG_1607Stráið steinseljunni yfir. Ég bar þetta fram með kartöflumús og hvítvínsglasi. Ekta þægindamatur 🙂IMG_1615IMG_1629

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Fljótlegur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, Kjúklingaréttur, Kjúklingaréttur uppskrift, Kjúklingur með hunangs sinnepssósu, Kjúklingur uppskrift

Tælensk kjúklingasúpa með kókos, lime og engifer

janúar 9, 2013 by helenagunnarsd 18 Comments

IMG_1248Mér finnast sterkar, léttar og bragðmiklar súpur í austurlenskum stíl alveg ofboðslega góðar. Í minningunni eru einhverjar bestu súpur sem ég hef smakkað frá kínverskum eða tælenskum veitingastöðum í útlöndum með foreldrum mínum.. Þegar ég var örugglega einkennilega ung miðað við hrifningu mína á þessháttar súpum sem voru bornar fram með skrýtinni skeið í lítilli djúpri skál. Allavega þá þykja mér svona súpur mjög góðar og hef oft reynt með ágætis árangri að reyna að endurskapa þessa stemmningu hérna heima við. Í roki í rigningu eins og þegar þetta er skrifað langaði mig akkúrat ekki í neitt annað í kvöldmatinn en þessa bragðmiklu léttu súpu og mig langaði í kókos, lime og engifer bragð af henni. Hún er virkilega góð og fljótleg og svei mér þá ef hún náði ekki bara að rifja upp minningar frá einhverjum frábærum tælenskum veitingastað í fyrndinni.

Svona súpur eiga það reyndar til að vera með mjög langann innihaldslista en þessi er þrátt fyrir það, mjög fljótleg og hráefnið fæst allt í venjulegri matvörubúð 🙂

Uppskrift:

  • 1 Rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 hvítlauksrif, söxuð smátt
  • 3-4 vorlaukar, skornir í sneiðar
  • 3 cm bútur engifer, smátt skorinn (þumalstærð af engifer)
  • 1 tsk chillimauk, (t.d Sambal Oelek sem fæst í Bónus)
  • 1 msk kókosolía eða venjuleg matarolía (kókosolían gefur mjög gott bragð)
  • 1,5 l vatn
  • 2 kjúklingateningar
  • 1 tsk turmerik
  • 1 msk sojasósa
  • 1 tsk fiskisósa (má sleppa)
  • 1 – 2 lime (fer eftir stærð)
  • 2 tsk hunang
  • 2 fernur kókosmjólk (eða 1 dós)
  • 1/2 búnt kóríander, saxað
  • 3 kjúklingabringurIMG_1239

Aðferð:

Kókosolían brædd við frekar háan hita í súpupottinum. Rauðlaukur, vorlaukur, hvítlaukur, engifer og chillimaukið steikt í pottinum í stutta stund.

IMG_1236 IMG_1241Svo er vatninu hellt yfir ásamt kjúklingateningum, turmerikinu, sojasósu, fiskisósunni, kókosmjólkinni, safanum úr lime-inu, ásamt skrælinu röspuðu af öðru þeirra og hunanginu. Meðan suðan kemur upp er kjúklingurinn skorinn í litla teninga og settur út í sjóðandi súpuna, ásamt kóríander.

IMG_1246Látið sjóða í um það bil 10 – 12 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Borin fram rjúkandi heit með smá söxuðu kóríander. IMG_1247

IMG_1250

Verði ykkur að góðu !

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Engifer, Góð kjúklingasúpa, Kjúklingasúpa, Kjúklingasúpa með kókosmjólk, Kjúklingasúpa uppskrift, Kókosmjólk, Kóríander, Lime, Tælensk kjúklingasúpa

Kínóa Salat

janúar 4, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

Eftir endalausar kræsingar og stórsteikur finnst mér alltaf gott að útbúa eitthvað létt og gott í maga. Þetta salat kom upp í hugann í dag þegar ég var að reyna að ákveða hvað ætti að vera í matinn, langaði í eitthvað létt en bragðgott og smám saman týndist í hausinn á mér innihaldið í þetta fína salat. Samsetningin á þessu salati er í smá Miðjarðarhafsgír og smellur allt mjög vel saman, t.d sterkur chiili piparinn, fetaosturinn og döðlurnar sem er að mínu mati dásamlegt saman.

IMG_1198Það er sannarlega ekki auðvelt að ná góðum myndum af mat í þessu myrkri en við látum okkur hafa það.

Kínóa er í raun ekki korntegund heldur kemur það úr jurtaríkinu og hérna má lesa skemmtilegan fróðleik um það. Þess má geta að það er stútfullt af próteini og góðum fitusýrum og getur því vel komið í staðin fyrir kjöt eða fisk og stendur alveg fyrir sér sem máltið eitt og sér. Eins og ég gerði í þessum rétti 🙂  Það má í raun nota kínóa á ýmsan máta, t.d sem morgungraut eða í staðin fyrir kúskús eða hrísgrjón sem meðlæti. Kínóa er soðið í hlutföllunum 1 hluti kínóa á móti 2 hlutum af vatni og það er mikilvægt að skola það fyrir suðu. Það er frekar hlutlaust á bragðið og gengur nánast með hverju sem er, svipað og kúskús.

Kínóa salat – fyrir 3-4

  • 1 bolli ósoðið kínóa.
  • 1 lítill kúrbítur, skorinn í sneiðar
  • 3 vorlaukar, smátt skornir
  • 1 rauður chillipipar, fræhreinsaður og frekar smátt skorinn. (Ég hafði bitana frekar stóra svo auðvelt væri að taka þá frá fyrir þann 4 ára)
  • Handfylli söxuð steinselja
  • Aðeins minni handfylli söxuð mynta (má sleppa, ég átti hana bara til og hún kom mjög vel út)
  • 4 msk ristaðar furuhnetur
  • 1 krukka salat feti, vatnið sigtað frá.
  • 1 box piccolo tómatar, eða 1/2 askja kirsuberjatómatar. Skornir í tvennt.
  • Ca. 6 döðlur saxaðar smáttIMG_1179

Byrjið á að skola kínóað og sjóða það í 2 bollum af vatni. Suðan tekur um 15 mínútur. IMG_1183

Hinir yndislegu íslensku piccolo tómatar, bestu tómatar sem við höfum smakkað! ég fékk þá í Bónus.IMG_1185

Kúrbíturinn grillaður á grillpönnu og svo ristaði ég furuhneturnar á pönnunni þegar kúrbíturinn var tilbúinn.IMG_1191

Allt hitt skorið niður á meðan kínóað sýður og kúrbíturinn grillast, ég skar kúrbítinn svo aðeins smærra niður.IMG_1193

Þegar kínóað er soðið er það sett í skál og mesta hitanum leyft að rjúka úr því, það lítur um það bil svona út þegar það er tilbúið.

svo er bara öllu blandað saman og dressingunni hellt yfir að lokum.IMG_1197

Dressing:

Safi úr einni sítrónu kreist í glas, jafn mikið af ólífuolíu hellt samanvið, 1/2 tsk salt, 1/2 tsk pipar, 1 tsk hunang. Öllu blandað vel saman og hellt yfir salatið.IMG_1181

Salatið er alveg rosalega gott og bragðmikið og manni líður alveg einstaklega vel eftir að hafa borðað svona fallegan og góðan mat 🙂 Það geymist alveg ágætlega og væri t.d hægt að undirbúa daginn áður og bera fram í saumaklúbbi eða taka með sér í nesti. Ljúffengt !IMG_1202

Filed Under: Uncategorized Tagged With: Gott salat, Kínóa, Kínóa salat, Piccolo tómatar, Quinoa, Quinoa Salat, salat, Salat með kínóa

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme