• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Brokkolíbaka með geitaosti

febrúar 27, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

IMG_1088Að gera böku getur verið góð skemmtun. Ég segi það aftur eins og við síðustu böku að bökur hafa ekki átt sérstaklega mikið erindi upp á mín eldhúsborð hingað til. Það er tilhugsunin um að gera flókið bökudeig og standa við að fletja það út með tilheyrandi hveitistráningu sem forðaði mér frá þessari iðju. Þetta er allavega ekki iðja sem ég myndi kjósa að gera á virkum degi þegar kvöldmatur þarf að vera kominn á borðið helst undir 30 mínútum. Engu að síður finnast mér bökur alveg einstaklega góður matur og þá sérstaklega grænmetisbökur. IMG_1080

Maður fær einmitt oft svo góðar bökur á hinum mörgu góðu grænmetisstöðum borgarinnar. Innblásturinn að þessari böku er einmitt komin frá einum slíkum þar sem ég fékk alveg einstaklega góða brokkolíböku um daginn og ég varð að búa til eitthvað svipað heima. Geitaosturinn gefur þessari böku alveg rosalega gott bragð og smá svona spari stemmingu. Honum má þó vel sleppa, eða nota t.d fetaost eða rjómaost í staðinn. Þetta er sama bökudeig og ég notaði í fyrrnefnda tómata- og spínatböku. Það er mjög einfalt að gera og þarf ekkert að fletja út.

Bökubotn:

  • 200 grömm gróft spelt eða heilhveiti
  • Salt á hnífsoddi og smá pipar
  • 80 grömm smjör, skorið í litla teninga
  • 1/2 dl heitt vatn (kannski minna, setjið smátt og smátt saman við)IMG_1046

Aðferð: Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Allt innihaldið í bökubotninn sett í skál og unnið saman með höndunum. Þegar það er komið saman er því þrýst í botninn og aðeins upp með hliðunum á eldföstu móti eða lausbotna bökuformi. Pikkað með gaffli hér og þar. Þetta er svo bakað í 10 mínútur. Tekið úr ofninum og hitinn lækkaður í um 160-170 gráður. Fer svolítið eftir hita á ofnum. Ég hef minn á 160 gráðum með blæstri.

IMG_1047Fylling:

  • 350 grömm brokkolí, skorið í fremur smáa bita
  • 2 vorlaukar smátt saxaðir
  • 5 egg
  • 2,5 dl matreiðslurjómi eða 1 peli kaffirjómi
  • 1 poki gratínostur
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk pipar
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1/4 tsk muldar chilliflögur (red chilli flakes)
  • 50 gr geitaostur (má sleppa)

Aðferð: Byrjið á að sjóða vatn með dálitlu salti í meðalstórum potti. Skerið brokkolíið niður og setjið út í sjóðandi vatnið og sjóðið í um 3 mínútur. Hellið þá vatninu af og látið ískalt vatn buna á brokkolíið þannig að það snöggkólni. Sigtið vatnið frá, þerrið brokkolíið aðeins og setjið það svo í bökubotninn. Með þessari aðferð helst brokkolíið fallega grænt. Stráið svo söxuðum vorlauknum jafnt yfir bökubotninn.IMG_1051

IMG_1053Hrærið saman eggin, matreiðslurjóma, gratínost, salt, pipar, dijon sinnep og chilli flögur. Hellið yfir brokkolíið. Dreifið því næst geitaostinum jafnt yfir bökuna með teskeið. Bakið í 35 mínútur. Leyfið bökunni að kólna í um 10 mínútur áður en hún skorin. IMG_1082

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baka með brokkolí, Baka með geitaosti, Brokkolí uppskriftir, Brokkolíbaka, Einföld baka, Einföld grænmetisbaka, Geitaostur, Grænmetisbaka, Spergikálsbaka

Previous Post: « Ristaðar hnetur og möndlur með rósmarín kryddblöndu
Next Post: Kjúklingalæri með hunangs- sítrónu- og sinneps gljáa »

Reader Interactions

Trackbacks

  1. Nokkrar páskahugmyndir | Eldhúsperlur skrifar:
    mars 27, 2013 kl. 18:13

    […] Sítrónumúffur með birkifræjum KotasælubollurBrokkolíbaka með geitaosti […]

    Svara
  2. Bröns? – Bestu uppskriftirnar.. | Eldhúsperlur skrifar:
    nóvember 9, 2013 kl. 21:02

    […] í matarboði er snilld því þær má gera daginn áður og velgja upp eða borða stofuheitar. Brokkolíbaka með geitaosti er bæði einföld og ákaflega góð!Þessar hindberja- ostaköku múffur með hnetumulningi hafa […]

    Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme