Hvernig væri nú að skella í gjafaleik svona bara af því að það er mánudagur og þá á maður alltaf að gera eitthvað skemmtilegt! Eruð þið ekki til..? Ég er tiltölulega ný búin að kynnast dásemdar versluninni Jónsdóttir & Co. Til að byrja með féll ég algjörlega fyrir litlu ofursætu og mjúku ungbarna samfellunum þeirra sem hægt er að sérpanta með texta og mynd fyrir hvern og einn.
– Hversu sætt?
Jónsdóttir & co er lítið krúttfyrirtæki. Ungbarnavörur úr lífrænni yndismjúkri bómull með sætum texta og fígúrum er aðalsmerki Jónsdóttur & co og eru vörur með Stubb sennilega þekktastar. Persónuleg koddaver þar sem þú velur textann á bættust síðan við í fyrra en öll verin eru bæði saumuð og prentuð hér heima. Samhliða þessari vöru flytur Jónsdóttir & co einnig inn dásamlega fallega írska gjafavöru frá AVOCA, kerti, ilmandi sápur, matreiðsulubækur og annað skemmtilegt. En það eru einmitt spennandi vörur frá AVOCA sem eru í gjafaleiknum. Annað slagið sameinar Jónsdóttir & co krafta sína ásamt Íslenzka Pappírsfélaginu með Pop Up verzlun sem ber heitið LJÚFLINGSVERZLUN en sú næsta verður einmitt haldin með pomp og prakt helgina 1.02-02.02 að Álfheimum 2-4.
Einstaklega skemmtileg verslun með allskonar yndislega fallega hluti. Ég mæli með því að þið kíkið á síðuna og skoðið dýrðina. Svo eru þau auðvitað líka með þessa fínu Facebook síðu. Haldiði ekki bara að Jónsdóttir & Co hafi verið svo elskuleg að vilja vera með Eldhúsperlum í gjafaleik og útbúið undur fallegan gjafapoka með nokkrum vel völdum AVOCA vörum, matreiðslubók, viskustykki og bollakökuformum. Ef þið viljið vera með í leiknum og eiga möguleika á að vinna gjafapokann farið þið svona að:
- Smellið like-i á Facebook síðu Eldhúsperlna og Jónsdóttir & Co (Ef þið eruð ekki nú þegar búin að því)
- Skrifið athugasemd (kommentið) við færsluna á Facebooksíðu Eldhúsperlna.
Einfalt ekki satt? Ég dreg vinningshafa á fimmtudagskvöldið! Jibbí jei 🙂
Skildu eftir svar