• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for mars 2014

Útflattur chili kjúlli með hvítlauk og sítrónu

mars 28, 2014 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_5373Ég fæ seint leið á því að elda heilan kjúkling og hugsa að ég hafi prófað hundrað mismunandi útgáfur í gegnum tíðina. Hér á bæ er heill kjúklingur kallaður ”hæna” af þeim fimm ára og það er enginn vafi á því að þeim stutta þykir hænan margfalt betri en til dæmis kjúklingabringur. Hann dæsir þegar undirrituð býður upp á svoleiðis ómögulegheit. Ég er alveg á því að kjúklingabringur séu fyrir nútímabarnið það sem soðin ýsa var fyrir mig þegar ég var lítil. Oft á borðum og alveg ágætis matur en aldrei við nein sérstök húrrahróp eða fagnaðarlæti. Ég get svosum alveg tekið undir með stráknum og veit fátt betra, eða einfaldara en að elda heilan kjúkling. Þá fá líka allir eitthvað fyrir sinn snúð. Svo verður þessi fíni afgangur (allavega hjá okkur) sem má nota í hádegismat daginn eftir, inn í tortillakökur, út í kjúklingasalat og svo mætti lengi telja. Nýjasta hænu æðið á heimilinu er þessi skemmtilega flati chilli kjúklingur sem vekur ávalt lukku. Hryggbeinið klippi ég úr kjúllanum og baka hann svo í ofni með brjóstið upp (hér eru góðar leiðbeiningar hvernig maður klippir hrygginn úr kjúllanum). Bæði eldast kjúklingurinn fyrr með þessari aðferð og svo þykir mér skemmtilegt að bera hann fram svona. Ég hvet ykkir til að prófa þetta mikla gúmmelaði og lofa að Sambal chillimaukið gerir kjúklinginn alls ekki svo sterkan heldur bara alveg einstaklega ljúffengan.

min_IMG_5380Útflattur chilli kjúlli með sítrónum:

  • 1 vænn heill kjúklingur
  • 2-3 msk chillimauk eins og Sambal Oelek (fæst t.d í Bónus)
  • 1 sítróna
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Ólífuolía, salt og pipar

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður eða 180 gráður með blæstri. Skolið kjúklinginn að utan og innan og þerrið með eldhúspappír. Snúið kjúllanum þannig að bringan snúi niður og náið góðu taki á honum. Klippið hryggbeinið/hryggsúluna úr kjúklingnum með góðum eldhússkærum (sjá hér). Leggið kjúklinginn þannig að bringan snúi upp og þrýstið með báðum höndum á bringubeinið þannig að það gefi undan og kjúklingurinn fletjist vel út, skerið nokkrar rákir í bringuna og lærin svo kryddið komist betur inn í kjötið. Penslið kjúklinginn með chillimaukinu báðu megin og kryddið með salti og pipar. min_IMG_5366Skerið sítrónuna í sneiðar. Leggið helminginn af sneiðunum í botninn á eldföstu móti  ásamt hvítlauknum og leggið kjúklinginn þar ofan á. Setjið restina af sítrónunni yfir kjúllann og dreypið smá ólífuolínu yfir allt saman og setjið u.þ.b 1 dl af vatni í botninn á fatinu. min_IMG_5368Bakið í 40 mínútur og takið þá út og athugið hvort kjúklingurinn er tilbúinn með kjöthitamæli eða með því að skera í þykkasta hluta bringunnar. Ef hann er ekki alveg tilbúinn stingið honum þá inn aftur í 5 mínútur og athugið þá aftur. Það borgar sig að athuga frekar oftar en ekki til þess að ofelda ekki kjúklinginn. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn tek ég hann út úr ofninum og leyfi honum að standa á borði í a.m.k 10-15 mínútur áður en ég sker hann. Þannig verður kjötið enn safaríkara. Ég ber þetta fram með kúskús og salati og dásamlega sítrónu, chilli, hvítlauks, kjúklingasoðinu sem kemur í botninn á fatinu.min_IMG_5375

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Chili kjúklingur, Góðir kjúklingaréttir, Heill kjúklingur, Kjúklingaréttir, Kjúklingur með sítrónum, Útflattur kjúklingur

Fljótlegu bollakökurnar með súkkulaðikremi

mars 26, 2014 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_5056Þessar bollakökur eru fljótlegri en margar aðrar bollakökur að því leyti að það þarf hvorki hrærivél né rafmagnsþeytara né mjúkt smjör eða brætt smjör eða annað dúllerí til að búa þær til. Öllu er einfaldlega skutlað í skál, hrært saman með písk og deigið er tilbúið. Uppskriftina fann ég á sínum tíma á síðunni hennar Mörthu Stewart og hef notað hana nokkuð oft síðan. Þetta er alveg upplögð uppskrift að nota þegar maður vill leyfa krökkum að spreyta sig við baksturinn þar sem hún er bæði einföld og fljótgerð. min_IMG_5053

Fljótlegu bollakökurnar með súkkulaðikremi (18-20 kökur):

  • 3/4 bolli kakóduft
  • 1 1/2 bolli hveiti eða fínmalað spelt
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 egg
  • 3/4 bolli heitt vatn
  • 3/4 bolli súrmjólk, ab mjólk eða hrein jógúrt
  • 3 msk bragðlítil matarolía
  • 2 tsk vanilluextractmin_IMG_5036Súkkulaðikrem:
  • 100 gr dökkt súkkulaði
  • 200 gr mjúkt smjör
  • 300 gr flórsykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1-2 msk mjólkmin_IMG_5052

Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hrærið öllum þurrefnunum saman með písk. Bætið restinni út í og hrærið saman þar til deigið er komið saman. Gætið þess þó að hræra ekki of lengi. Skiptið deiginu í 18-20 pappírsklædd bollakökuform og bakið í 20 mínútur. Kælið.

min_IMG_5040Krem: Bræðið súkkulaðið við afar vægan hita í potti, yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Þeytið mjúkt smjörið þar til ljóst og létt, bætið flórsykri og vanillu saman við og þeytið vel saman, 2-3 mínútur. Hellið kældu bræddu súkkulaðinu saman við og þeytið saman þar til vel samlagað. Bætið mjólk saman við ef ykkur finnst kremið of þykkt, 1-2 msk eftir smekk. Setjið í sprautupoka og sprautið á kældar kökurnar eða smyrjið á með hníf.min_IMG_5047

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bollakökur, bollakökur með smjörkremi, Gott smjörkrem, möffins, Muffins, Súkkulaði bollakökur, súkkulaði möffins, súkkulaðismjörkrem

Appelsínugljáðar grísakótilettur með sinnepi og rósmarín

mars 21, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5363Eins og það er gaman og nauðsynlegt að fara í frí svona endrum og sinnum þá er alltaf jafn gott að koma heim aftur. Það þykir mér að minnsta kosti. Þrátt fyrir vandræðalega mikla flugþreytu og svefnleysi hjá heimilisfólki hér í gær gat ég eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur í eldhúsið mitt. Ég eyddi talsverðum tíma í fríinu í að glugga í matartímarit og eftir að hafa rekist á girnilega uppskrift að grísakótilettum í Cooking Light hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að elda eitthvað svipað þegar heim var komið. Útkoman var einstaklega góð og mér þykir þetta upplagður föstudags- eða helgarmatur.

min_IMG_5365Appelsínugljáðar grísakótilettur með sinnepi og rósmarín (fyrir 4):

  • 5 grísakótilettur með beini
  • Safinn úr tveimur stórum appelsínum (u.þ.b 2 dl)
  • 2 msk appelsínumarmilaði
  • 2 msk grófkorna sinnep
  • 1 hvítlauksrif smátt saxað eða rifið á rifjárni
  • 3-4 ferskar rósmaríngreinar eða 2 tsk þurrkað
  • Salt og pipar

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður. Pískað saman í skál appelsínu safa, marmilaði, sinnepi, hvítlauk og kryddið með smá salti og pipar og 1 tsk af söxuðu rósmarín. Kryddið kjötið með salti og pipar og steikið á vel heitri pönnu þar til vel brúnað. Færið kjötið yfir á disk. Hafið pönnuna á meðalháum hita og hellið vökvanum á. Hleypið suðunni upp og leyfið að sjóða í 5 mínútur eða þar til sósan hefur aðeins þykknað. Leggið kjötið þá aftur á pönnuna og veltið vel upp úr sósunni. Leggið rósmaríngreinar ofan á og bakið í ofni í 8-10 mínútur eða þar til kjötið er eldað í gegn. Berið fram með fersku salati.

min_IMG_5360

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Fljótlegur matur, Grísakótilettur uppskrift, Pönnusteiktar kótilettur, Svínakjöt uppskriftir

Bjór- og hunangsbrauð með valhnetum

mars 14, 2014 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_4832Við fjölskyldan höfum átt yndislega daga undanfarið í sólinni suður á Flórída. Fríinu er sem betur fer ekki lokið enn og ég sit í þessum skrifuðu orðum og horfi yfir sundlaugarbakka, sé nokkur pálmatré og bláan himinn. Þetta er eins og í draumi. Ég mátti hins vegar til að líta örstutt hingað inn, ég sakna þess dálítið að setja ekki inn uppskriftir í svona langan tíma. Ég hef frétt af einhverjum hálfgerðu leiðindaveðri heima svo mér þykir alveg upplagt að gefa ykkur uppskrift að gómsætu brauði sem fyllir heimilið af dásamlegum ilmi og hlýju. Þessi uppskrift birtist í Gestgjafanum fyrir nokkrum vikum og hefur sannarlega slegið í gegn hjá þeim sem hana hafa prófað. Það tekur fimm mínútur að hræra í deigið og það er ómótstæðilega gott nýbakað með smjöri og enn betra að dreypa örliltu góðu hunangi yfir bráðið smjörið. Já ég veit. Uppskriftina fann ég upphaflega í amerísku matreiðslublaði fyrir nokkrum árum, hún hefur þó breyst aðeins og þróast.

min_IMG_4833Brauð:

3 bollar fínmalað spelt
100 gr gróft saxaðar valhnetur
1 msk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk sjávarsalt
3 msk hunang
1 flaska bjór (330ml)
3 msk brætt smjör

Aðferð: Hitið ofninn í 160 gráður með blæstri, annars 180. Blandið saman í stórri skál, spelti, lyftidufti, salti og valhnetum. Bætið bjórnum og hunanginu saman við og hrærið þar til rétt komið saman. Setjið deigið í smurt brauðform og hellið bræddu smjörinu yfir. Bakið í 50-60 mínútur. Leyfið brauðinu að kólna í 30 mínútur áður en það er skorið. Það er einstaklega gott að smyrja brauðið með smjöri og örlitlu af góðu hunangi.min_IMG_4827

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Speltbrauð

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme