• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for nóvember 2014

Eldhúsperlur 2 ára! Piparmyntu ostakaka með After eight

nóvember 21, 2014 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_6812Í dag eru tvö ár síðan fyrsta uppskriftin birtist á Eldhúsperlum! Uppskriftirnar nálgast óðfluga annað hundraðið og fylgjendur síðunnar á Facebook fóru yfir 7000 í gær. Ég ætla nú ekki að hafa þennan pistil langan en langar þó að þakka ykkur fyrir að lesa bloggið, prófa uppskriftirnar og vera svona dugleg að láta heyra í ykkur. Dundið mitt við þessa síðu er án ef uppáhalds áhugamálið mitt og orðið mun stærra en mig óraði fyrir í upphafi. Ég hlakka til næsta eldhúsperlnu árs með ykkur og enn fleiri uppskriftum. Í tilefni dagsins, og þess að pabbi minn á afmæli á morgun (hæ pabbi!). Ákvað ég að útbúa þennan dásamlega eftirrétt. Hugmyndin að réttinum kviknaði á einum af óþarflega löngum Pinterest rúntum mínum og þróaðist svo út í þennan eilítið jólalega og gómsæta eftirrétt. Þetta er einstaklega ljúffengur réttur sem er þeim kostum búinn að hann má undirbúa nokkru áður en hann er borinn fram. Ég hvet ykkur heilshugar til að prófa!min_IMG_6826

Piparmyntu ostakaka með After eight (fyrir 8-10):

  • Botninn:
  • 250 gr súkkulaðikex (t.d. oreo eða annað kex með kremi á milli)
  • 10 After eight plötur
  • 2 msk brætt smjör
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • Fylling:
  • 1 dós mascarpone ostur við stofuhita (250 gr)
  • 5 dl rjómi
  • 5 dl mjólk
  • 2 pakkar Royal vanillubúðingur
  • 1/2 tsk piparmyntudropar/piparmyntuextract (má sleppa)
  • 5 jólabrjóstsykurs stafir eða nokkrir piparmyntu brjóstsykursmolar
  • Nokkrir dropar bleikur matarlitur (má sleppa)
  • After eight til að skreyta

IMG_7446Aðferð: Byrjið á að gera botninn. Setjið kexið og after eight í matvinnsluvél. Vinnið í fína mylsnu og hellið smjörinu og saltinu saman við. Geymið. Þeytið saman 5 dl af mjólk og allt búðingsduftið, setjið til hliðar. Þeytið mascarpone ostinn þar til mjúkur og léttur, hellið rjómanum saman við og þeytið þar til blandan er eins og léttþeyttur rjómi. Þeytið þá lagaða vanillubúðinginn saman við þar til blandan er slétt og þykk. Myljið brjóstsykurinn í fínt duft og bætið um 3 msk af duftinu út í ostakökublönduna ásamt piparmyntudropunum og matarlit, ef þið notið. Geymið smá af duftinu til að skreyta með. Þið getið annað hvort sprautað ostakökuna í lítil glös á fæti og borið fram fyrir hvern og einn eða sett hana í eina fallega glæra skál. Þegar ostakökunni hefur verið komið fyrir eins og á að bera hana fram er gott að kæla hana í ísskáp í um 2-4 klst.IMG_7457min_IMG_6819Takk fyrir að fylgjast með Eldhúsperlum elsku vinir!!1610843_806551242736602_8630875067716329873_n

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: After eight eftirréttur, Besti eftirrétturinn, eftirréttur, Jóla eftirréttur, Ostakaka, Ostakaka með piparmyntu, Veisla eftirréttur

Miðjarðarhafskjúklingur með döðlum og fetaosti

nóvember 19, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

10352272_10153202803506729_4153563674260578933_nUppskriftum hingað inn fer sannarlega fækkandi með lækkandi sól. Ég á afar erfitt með að sætta mig við matarmyndir teknar í myrkri. Þrátt fyrir lækkandi sól hefur veðrið þó leikið við okkur hér á Suðvesturhorninu og verið svo milt að ég bý enn að því að geta trítlað út á pall og klippt ferska steinselju og rósmarín. Mér þykja það vera hin mestu lífsgæði. Ég er svolítið eins og Muggi mörgæs sem bjó á Suðurpólnum með mörgæsafjölskyldunni sinni en varr alltaf kalt og dreymdi um að komast til heitari landa. Mig semsagt dreymir um það.. svona af og til allavega. Í kvöld gat ég einmitt rölt út á pall á sokkunum í myrkrinu og klippti steinselju til að strá yfir þennan ljómandi góða kjúklingarétt. Rétturinn er ótrúlega fljótlegur og góður, bragðmikill og léttur, þrátt fyrir myndatöku í myrkri. Einhvernsstaðar las ég að miðjarðarhafsmataræði væri það allra hollasta, að mínu mati er það líka eitt af því allra besta. Það er aldrei leiðinlegt að borða hollan mat þegar hann bragðast svona vel. Hlutföllin í réttinum eru alls ekki heilög og mælieiningarnar því ekki hátíðlegar.

10440208_10153202802911729_6565381186469723221_nMiðjarðarhafskjúklingur með döðlum og fetaosti (fyrir 3):

  • 3 kjúklingabringur
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 1 krukka svartar ólífur
  • 2 dl döðlur, skornar í litla bita
  • 1 lítil krukka (150 gr) fetaostur, olíunni hellt af.
  • 2 dl vatn og 1/2 kjúklingateningur
  • Smávegis af saxaðri ferskri steinselju
  • Ólífuolía – Sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður. Byrjið á að hita pönnu með smávegis af ólífuolíu. Kryddið bringurnar vel með salti og pipar og steikið vel á báðum hliðum. Takið af pönnunni og geymið á diski. Hellið vatninu á pönnuna ásamt kraftinum og leyfið að sjóða í 1-2 mínútur. Hellið tómötunum, ólífunum og döðlunum út í og hitið örstutt. Leggið bringurnar aftur á pönnuna. Hellið fetaostinum yfir. Setjið inni í ofn í 10 mínútur eða þar til bringurnar eru eldaðar í gegn. Berið fram eitt og sér eða með góðu baguette eða súrdeigsbrauði til að dýfa í dásamlega gott soðið á botninum á pönnunni.

Ef þið eigið ekki pönnu sem má fara inn í ofn er ekkert mál að nota eldfast mót.10393168_10153202803441729_2309021474981788088_n

Filed Under: Eldhúsperlur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme