• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Hvítsúkkulaði Créme Brulée

maí 9, 2015 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_7141Créme brulée er einn af mínum allra uppáhalds eftirréttum, ég kikna í hnjánum þegar ég smakka vel heppnað brulée. Ég verð líka frekar sár þegar veitingastaðir bjóða uppá glataða útgáfu af þessum dásamlega rétti, það hefur sem betur fer ekki oft gerst. Hingað til hef ég nefnilega bara smakkað réttinn á veitingastöðum og talið sjálfri mér trú um að réttinn væri flókið að framkvæma og best að láta fagfólk um þá aðgerð. Það var mikill misskilningur. Þetta créme brulée geta allir gert og það þarf engin sérstök tól eða logsuðutæki við eldamennskuna. Ég notaði bara grillið í ofninum til þess að bræða sykurinn og það heppnaðist ljómandi vel. Það er nauðsynlegt! að bera créme brulée fram með stökkri sykurskel á toppnum. Annars er þetta bara ónýtt. Það þarf að vera hægt að banka létt í skelina með skeið án þess að hún brotni, svo brýtur maður sér leið í gegn og uppsker dásamlegan mjúkann eggjabúðinginn með stökkri karamellunni.min_IMG_7148

Hvítsúkkulaði Créme Brulée (fyrir 4-5)

  • 500 ml rjómi
  • 75 gr hvítt súkkulaði
  • 1 vanillustöng
  • 1,5 msk sykur (og meira ofan á)
  • 5 eggjarauður
  • 5-6 tsk hrásykur

min_IMG_7134Aðferð: Hitið ofn í 150 gráður með blæstri. Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin innan úr. Setjið stöngina og fræin í pott ásamt rjómanum og súkkulaðinu. Hitið við meðalhita og pískið saman þar til súkkulaði er alveg bráðnað og rjóminn orðinn vel heitur en passið að láta hann ekki sjóða. Takið af hitanum og leyfið aðeins að rjúka. Pískið eggjarauðurnar og sykurinn saman þar til eggjarauðurnar verða aðeins ljósari. Hellið heitri rjómablöndunni smátt og smátt saman við eggin og pískið á meðan. Byrjið á að hella um 1 dl af blöndunni saman við eggin og blandið vel saman og hellið restinni saman við í smáum skömmtun. Þetta er gert til þess að eggjarauðurnar eldist ekki þegar heitur rjóminn kemur saman við. min_IMG_7136Hellið því næst blöndunni í gegnum sigti og í könnu eða ílát sem er þægilegt að hella úr. Hellið blöndunni í lítil form og setjið í eldfast mót. Hellið sjóðandi heitu vatni í mótið þannig að það nái upp að miðjum litlum formunum. Bakið í um 20 mínútur. Blandan mun líta út fyrir að vera ennþá fljótandi innst í miðjunni þegar þið takið þetta úr ofninum. Þannig á það að vera. Kælið í a.m.k. 4 klst í ísskáp. min_IMG_7139Áður en þið berið réttinn fram hitið grillið í ofninum á hæstu stillingu. Stráið þá rúmlega 1 tsk af hrásykri jafnt yfir hvern og einn eggja-rjómabúðing. Setjið undir grillið ofarlega í ofninum og fylgist vel með. Sykurinn á að vera farinn að bubbla og koma dökkbrúnar doppur í sykurskelina. Takið úr  ofninum og leyfið að kólna í 5 mínútur þannig að sykurskelin nái að harðna. Berið fram með ferskum berjum og njótið!min_IMG_7155min_IMG_7159

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Súkkulaðiskonsur
Next Post: Marengsterta með kókosbollurjóma og jarðarberjum »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme