• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for júlí 2015

Tíramímús

júlí 21, 2015 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_7393Ég hef legið á þessari uppskrift eins og ormur á gulli. Það er langt síðan ég bauð upp á tíramímúsina sem eftirrétt og hef eiginlega ekki getað hætt að hugsa um hana síðan. Ef þið kunnið að meta tiramisu og þess háttar eftirrétti get ég lofað að þetta á eftir að slá í gegn hjá bragðlaukunum. Nú og fyrir utan bragðið þá tekur þetta afar stutta stund í undirbúningi og getur svo bara staðið inni í ísskáp og beðið þess að vera borðað.. Ef þið getið þá beðið. Ég fékk hugmyndina að uppskriftinni upphaflega á matarblogginu crazyforcrust.com – Þar má finna ýmislegt girnilegt. Uppskriftinni breytti ég svo lítillega. Uppskriftin er rífleg fyrir fjóra sælkera sem frekar stór eftirréttur. Mér finnst þó huggulegra að hafa eftirrétti litla og sæta svo mér þykir uppskriftin passleg fyrir sex.

min_IMG_7391Tíramímús (fyrir 4-6):

  • 2 sléttflullar tsk instant kaffiduft (instant espressoduft er mjög gott ef þið eigið það)
  • 3 msk sjóðandi vatn
  • 2,5 dl rjómi
  • 1,5 dl flórsykur
  • 250 gr mascarpone rjómaostur við stofuhita
  • 1 vanillustöng (eða 2 tsk vanilluextract)
  • 2 msk amaretto líkjör eða annar sætur líkjör (hægt að nota t.d. Tía maria, sérrý, Grand Marnier eða Marsala) Má líka sleppa víninu.
  • 2 msk ósætt kakóduft
  • 50 gr súkkulaði

Aðferð: Byrjið á að þeyta rjómann. Geymið hann í kæli. Blandið kaffiduftinu og heita vatninu saman í bolla og leyfið að rjúka. Þeytið mascarpone ostinn með flórsykrinum þar til silkimjúkt. Skafið fræin vel innan úr vanillustönginni. Bætið vanillu. líkjör og kaffiblöndunni saman við ostablönduna og þeytið vel saman. Blandið að lokum þeyttum rjómanum varlega saman við með sleikju.

Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið í falleg glös (líka hægt að setja með skeið í glösin). Dustið örlitlu kakói gegnum sigti á milli laga svo úr verði falleg falleg lagskipting. Rífið að lokum súkkulaði yfir efsta lagið í öllum glösunum. Kælið í 1-2 klst og berið fram kalt. Má gera daginn áður en gætið þess þá að setja filmu yfir glösin. min_IMG_7389

Filed Under: Eldhúsperlur

Sterk og klístruð chilli kjúklingalæri á grillið

júlí 17, 2015 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_7172Þessi ógurlega fljótlega og ljúffenga uppskrift slær beint í mark þegar grillið er dregið fram. Uppskriftina má jafnt nota á læri, leggi, bringur eða heilan kjúkling. Eina sem þarf að vara sig á er að hafa grillið ekki of heitt því hunangið á það til að brenna. Gott er að byrja á að brúna kjúklinginn vel og setja hann svo á óbeinan hita til að klára eldunina. Ég ber fram með þessu gott matarmikið salat og grillaða sítrónur til að kreista yfir kjötið. Mæli heilshugar með þessum dásamlega klístraða kjúlla.

Sterk og klístruð chilli kjúklingalæri á grillið (fyrir fjóra)

  • 800 gr úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 vænar msk chillimauk úr krukku t.d. sambal oelek
  • 2 msk hunang
  • 2 msk sojasósa

Aðferð: Blandið saman chilli, hunangi og sojasósu. Veltið kjúklingalærunum vel upp úr blöndunni og látið marinerast í smá stund. Gott er að láta kjúllann liggja í leginum í ísskáp yfir nótt eða a.m.k 1 klst. En það þarf ekki. Grillið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Ef þið viljið extra klístraðan og sterkan kjúkling mæli ég með að búa til tvöfalda uppskrift af kryddleginum og pensla á nokkrum sinnum á kjúllann á meðan hann grillast. min_IMG_7165

Filed Under: Eldhúsperlur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme