Þessi ógurlega fljótlega og ljúffenga uppskrift slær beint í mark þegar grillið er dregið fram. Uppskriftina má jafnt nota á læri, leggi, bringur eða heilan kjúkling. Eina sem þarf að vara sig á er að hafa grillið ekki of heitt því hunangið á það til að brenna. Gott er að byrja á að brúna kjúklinginn vel og setja hann svo á óbeinan hita til að klára eldunina. Ég ber fram með þessu gott matarmikið salat og grillaða sítrónur til að kreista yfir kjötið. Mæli heilshugar með þessum dásamlega klístraða kjúlla.
Sterk og klístruð chilli kjúklingalæri á grillið (fyrir fjóra)
- 800 gr úrbeinuð kjúklingalæri
- 2 vænar msk chillimauk úr krukku t.d. sambal oelek
- 2 msk hunang
- 2 msk sojasósa
Aðferð: Blandið saman chilli, hunangi og sojasósu. Veltið kjúklingalærunum vel upp úr blöndunni og látið marinerast í smá stund. Gott er að láta kjúllann liggja í leginum í ísskáp yfir nótt eða a.m.k 1 klst. En það þarf ekki. Grillið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Ef þið viljið extra klístraðan og sterkan kjúkling mæli ég með að búa til tvöfalda uppskrift af kryddleginum og pensla á nokkrum sinnum á kjúllann á meðan hann grillast.
Helga Stefan?a Magn?sd?ttir
takk
kv Helga