• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for ágúst 2015

Hveitilaus frönsk súkkulaðikaka

ágúst 22, 2015 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_7599 (1)Ég gat eiginlega ekki fundið nógu góðan titil á þessa uppskrift. Hveitilaus súkkulaðikaka gerir þessari himnesku súkkulaðiköku bara ekki nægilega góð skil. Ég hef nokkrum sinnum gert kökuna og aðlagað hana örltíið gegnum tíðina en uppskriftin kemur upphaflega frá Nigellu. Ég treysti henni alltaf þegar kemur að súkkulaði, samanber þessa uppskrift. Kakan er mjög blaut, en líka létt í sér, næstum því eins og bökuð súkkulaðimús, enda kallar Nigella kökuna ”Chocolate cloud cake”. Hún lyftir sér vel en fellur svo í miðjunni þegar hún kólnar. Miðjan er því upplögð til að fylla af einhverju góðgæti. Mér finnst fallegt að setja ber í miðjuna, en stundum þegar berin eru ekki upp á sitt besta er upplagt að léttþeyta rjóma og setja ofan á miðja kökuna, dusta svo smá kakódufti yfir eins og Nigella gerir.

min_IMG_7616Hveitilaus súkkulaðikaka:

  • 250 gr 56% súkkulaði
  • 125 gr smjör
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1/4 tsk salt
  • 2 dl sykur (skipt í tvennt)
  • 6 egg (2 heil, 4 eggjarauður og hvítur aðskilið)

Aðfðerð: Hitið ofn í 180 gráður (160 með blæstri). Bræðið smjörið og súkkulaðið við vægan hita. Takið af hitanum þegar bráðnað og bætið salti og vanillu saman við, leyfið að rjúka. Setjið tvö heil egg og fjórar eggjarauður í skál ásamt 1 dl af sykri og þeytið vel saman. Þeytið eggjahvíturnar ásamt 1 dl af sykri í annarri skál þar til stífþeyttar. Hellið brædda súkkulaðinu saman við eggjarauðublönduna og hrærið vel saman við. Bætið svo eggjahvítunum varlega saman við og hrærið hægt og rólega út í með sleif eða sleikju.

Hellið deiginum í ósmurt 24cm lausbotna smelluform og bakið í 35-40 mínútur. Kælið í a.m.k 1 klst áður en þið fjarlægið hringinn varlega af smelluforminu. Gott er að renna hníf meðfram hliðunum á forminu til að losa kökuna frá hliðunum. Toppurinn á kökunni á að vera svolítið sprunginn og skemmtilegur.min_IMG_7593

*ATH. Ég ber kökuna fram á botnum úr smelluforminu. Kakan er of laus í sér í viðkvæm til að hægt sé að hvolfa henni og fjarlægja botninn.

*ATH. Einnig er hægt að baka kökuna í eldföstu móti og bera fram heita eða volga með rjóma og/eða ís.min_IMG_7598

Filed Under: Eldhúsperlur

Grænkáls snakk

ágúst 18, 2015 by helenagunnarsd 2 Comments

11873488_10153982844386729_5039768283149057036_nSonur minn kom færandi hendi heim úr skólagörðunum í gær með fleiri kíló af dásamlegu grænmeti sem hann hefur ræktað í sumar. Þvílík hamingja sem fylgdi þessari grænmetissendingu. Það vita flestir að það jafnast hreint ekkert á við nýsoðið smælki borið fram með smjeri og góðu sjávarsalti. Það eru því góðir tímar framundan hjá okkur og ýmislegt prófað með nýja grænmetinu þó stundum sé líka bara gott að borða það hrátt eins og það kemur upp úr jörðinni. Eitt af grænmetinu sem Gunnar kom með heim var grænkál. Það skal viðurkennast hér með að einlægari aðdáendur grænkáls en undirrataða má auðveldlega finna. Ég veit ekki alveg af hverju hálfgert æði spratt í kringum þetta stórkostlega grófa og óárennilega kál? Soðið, hrátt eða steikt er það bara ekki að gera neitt fyrir mig svei mér þá. En má ég þá víkja sögunni að þessu stórgóða grænkálssnakki. Einu leiðinni til að borða grænkál ef þið spyrjið mig. Eins mikið og mér mislíkar almennt grænkál er ég jafn hrifin af grænkálssnakki. Það gjörsamlega umbreytist í eitthvað dásamlega stökkt, létt og skemmtilegt. Það er ekkert mál að gera svona snakk en gott að hafa nokkur atriði í huga. Ég hvet ykkur til að prófa grænkálssnakk og koma einhverjum á óvart með þessu nýstárlega nasli.

11872620_10153985349401729_788093223_nSvona geri ég:

  • Eitt vænt búnt grænkál (passlegt á tvær bökunarplötur)
  • 1 msk ólífuolía (ekki freistast til að setja meira)
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk sítrónupipar
  • 1 tsk reykt paprika
  • 1/4 tsk cayenne pipar (má sleppa)
  • 1 tsk gott sjávarsalt (t.d. Saltverk)

Hitið ofn í 145 gráður með blæstri, annars 165 gráður. (Mér finnst blástur virka betur hér) 11912964_10153985349391729_1361329356_nByrjið á að fjarlægja stilkana af grænkálinu og rífið það svo í passlega bita, passið að hafa bitana ekki of litla. 11880180_10153985349406729_246203659_nSetjið grænkálið í skál og sáldrið olíunni yfir það. Nuddið olíunni vel inn í allt grænkálið með fingrunum þannig að hver einasti grænkálsbiti hafi smá olíu á sér. Það má alls ekki ofgera olíunni hér, smá olía dugar á helling af grænkáli. 11920503_10153985349411729_1749763594_nHrærið kryddinu saman í skál og stráið yfir kálið. Hrærið því vel saman við. 11908312_10153985349441729_820499644_nSetjið kálið í einfalt lag á tvær pappírsklæddar bökunarplötur. Alls ekki hrúga eða stafla kálinu, þá er meiri hætta á að það gufusoðni í stað þess að steikjast. 11924790_10153985349446729_551137530_nBakið í 20-25 mínútur. Leyfið snakkinu að kólna á bökunarplötunni. 11923372_10153985350056729_1267293104_nSetjið á fallegan disk eða skál og berið fram. Stráið meira salti yfir ef ykkur finnst þurfa. 11909824_10153985350011729_631950737_n11903373_10153985350006729_529917863_n

Filed Under: Eldhúsperlur

Fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu

ágúst 12, 2015 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_7557Jæja. Ég er voða spennt að setja þessa uppskrift inn og veit að það eru nokkrir að bíða eftir henni. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn á heimilinu hefur búið við almennt tannleysi, lausar tennur og auman góm og þá dramatík sem því fylgir undanfarna mánuði. Enda eðlilegur fylgifiskur þess að vera sex ára. Hér hefur því verið mikið um rétti með nautahakki, fisk, grænmetisrétti, pasta og almennt mat sem er tyggingarvænn fyrir litla manninn. Nautahakk er reyndar sérstaklega vinsælt hjá honum og hafa ýmsar útgáfur af því fengið að líta dagsins ljós. Í gær var ég semsagt með þennan rétt. Hann gjörsamlega sló í gegn og þegar þetta er skrifað er sá stutti búinn að borða réttinn þrisvar. Semsagt algjör hittari hjá sex ára strák en hann var það líka hjá fullorðna fólkinu. Þetta er frábær kvöldmatur en ég sé þetta einnig fyrir mér í saumaklúbbum, afmælum og þess háttar í stað hinna gamalgrónu (en þó ágætu) brauðrétta. Það er voða gott að bera réttinn fram með fersku heimalöguðu guacamole og góðu grænu salati (ég myndi ekki dæma ykkur þó þið hefðuð líka nachos flögur með..). Ég lofa að réttinn er einfaldara að gera en það lítur út fyrir. Þetta snýst aðallega um samsetningu hráefna og svo er um að gera að stytta sér leið með því að nota tilbúið pizzadeig. Þá tekur þetta enga stund! Ég hvet ykkur til að skoða upprunalegu uppskriftina í hlekknum hér fyrir neðan, þá sjáið þið hvernig á að flétta deigið saman. min_IMG_7547

Fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu (lítillega breytt uppskrift frá: 365 Days of Baking and More)

  • 1 rúlla tilbúið pizzadeig (t.d. Wewalka, líka hægt að búa til frá grunni)
  • 6-700 gr hreint ungnautahakk
  • 1 rauðlaukur, smátt skorinn
  • 3 msk tilbúið tacokrydd úr poka
  • 1 lítil krukka salsasósa (ca. 230gr)
  • 1 límóna
  • 2-3 tómatar, skornir smátt
  • 200 gr rifinn ostur (1 poki)
  • 2 msk ólífuolía
  • Ofan á:
  • 4 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Nokkrir kirsuberjatómatar, skornir smátt
  • Sýrður rjómi

Aðferð: Fletjið deigið út þannig að það þekji eina bökunarplötu. Leggið á plötuna og hafið bökunarpappír undir. Skerið 2-3 cm rákir langsöm niður eftir deiginu en skiljið ca. 10 cm rönd eftir í miðjunni (sjá skýringarmyndir í hlekknum við hausinn á uppskriftinni). Steikið laukinn þar til glær og bætið hakkinu út á pönnuna. Brúnið vel. Bætið tacokryddinu saman við ásamt salsasósunni og safanum úr límónunni blandið vel saman og smakkið til með salti og pipar. Hellið hakkinu á miðjuna á pizzadeiginu. Stráið tómötunum þar yfir og rúmlega helmingnum af rifna ostinum. Leggið nú deigstrimlana yfir hakkblönduna eins og þið væruð að flétta (sjá aftur skýringarmynd). Penslið ólífuolíu yfir fléttuna og stráið restinni af rifna ostinum yfir. Bakið við 180 gráður í 20 mínútur eða þar til deigið er vel bakað og osturinn ofan á gullinbrúnn. Dreifið dálitlum sýrðum rjóma yfir og stráið svo smátt söxuðum tómötum og vorlauk ofan á. (Rétturinn er passlegur sem aðalréttur fyrir 5 fullorðna).  min_IMG_7556

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Barnaafmæli, Brauðréttir, Einfaldur matur, Fléttubrauð, Hakkréttir, Heitir brauðréttir, Heitir réttir, Mexíkóskur matur, Nautahakk uppskriftir, Partýmatur, Salsa sósa, Saumaklúbbaréttir, Tacoflétta

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme