• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for ágúst 2016

Naanbaka með mangókjúkling og spínati

ágúst 5, 2016 by helenagunnarsd 1 Comment

13872949_1151866634871726_4115917278602829627_nHér er á ferðinni alveg brjálæðislega góður og djúsí skyndi helgarmatur sem varð til alveg óvart í eldhúsinu hjá mér um daginn. Þetta er svona – það var ekkert til en ég nenni ekki að fara og kaupa neitt en allir eru mjög svangir – máltíð. Þá gerast nú oft undrin. Svo er þetta nú svo auðvelt að það er varla hægt að tala um uppskrift, þannig lagað. Eflaust er líka hægt að baka naanbrauðin sjálfur frá grunni, ég gerði það ekki en það er örugglega ekkert verra. Það góða er að það bara þarf ekki. Ég mæli hiklaust með réttinum og get ekki beðið eftir að elda þetta aftur.

Naanbaka með mangókjúkling og spínati (fyrir 3-4)

  • Tvo stór naanbrauð (ég notaði Stonefire hvítlauks naan, fást t.d. í Hagkaup)
  • 2 msk smjör
  • 700 gr úrbeinuð kjúklingalæri, krydduð með kjúklingakryddi og karrýi eftir smekk (ég mæli með Deluxe karrýi frá Pottagöldrum)
  • 2 msk ólífuolía,
  • 1 dl mangóchutney
  • 1 dl kjúklingasoð (vatn og kraftur, ég nota alltaf fljótandi Oscar kraft)
  • 1 tsk Sambal oelek chillimauk (má sleppa ef þið viljið alls ekki sterkt)
  • 2 góðar handfyllir ferskt spínat
  • 200 gr rifinn ostur (1 poki, má líka nota meira)
  • Ofaná: 1 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar, fersk steinselja eða kóríander og jógúrtsósa, ég notaði tilbúna jógúrt sósu frá Gott í kroppinn með hunangi og dijon.

Aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður. Leggið naanbrauðið á ofnplötu. Skerið kjúklinginn í litla munnbita. Hitið pönnu með ólífuolíu, kryddið kjúklinginn vel með góðu kjúklingakryddi og karrý og steikið. Þegar kjúklingurinn hefur brúnast vel bætið þá mangóchutney og kjúklingasoði á pönnuna og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan hefur þykknað aðeins, ca. 10 mínútur (það á ekki að vera mikil sósa). Smakkið til með salti og pipar og chillimaukinu.

Smyrjið naanbrauðin með smá smjöri og skiptið spínatinu jafnt á bæði brauðin. Hellið því næst kjúklingnum ofan á spínatið og toppið með vel af rifnum osti. Bakið í um 15 mínútur. Þegar komið úr ofninum leggið þá þunnar rauðlaukssneiðarnar yfir og skreytið með smá saxaðri steinselju eða ferskum kóríander og jógúrtsósu.

IMG_5394

Filed Under: Eldhúsperlur

Lúxus ísskáps grautur með súkkulaðibragði 

ágúst 2, 2016 by helenagunnarsd Leave a Comment

Það er svo notalegt að detta í rútínu aftur að fríi loknu og partur af því hjá mér er sannarlega að borða reglulega morgunmat og þá svona um það bil á sama tíma, sem er annað en við gerum í fríinu. Sumarfríið hefur einkennst að miklu leyti af óreglulegum matartímum og morgunmat sem er oft ekki á dagskrá fyrr en undir hádegi eða seinna. Ísskáps grautar þykja okkur voða góðir og það er sérlega notaleg tilhugsun þegar maður er í loftköstum að græja sig á morgnana að þá liggi tilbúinn morgunmatur í ísskápnum. Þessi grautur er algjört sælgæti ef þið eruð hrifin af súkkulaðibragði og minnir jafnvel dálítið á súkkulaðikökudeig, enda er bara algjör óþarfi að sjokkera líkamann of hratt eftir sældarlíf frísins og fara beint í grænu djúsana..!

Lúxus ísskáps grautur með súkkulaðibragði (fyrir einn mjög svangan, annars tvo)

  • 2 dl haframjöl
  • 2 msk chiafræ
  • 1 1/2 msk hreint kakó
  • 1/4 tsk sjávarsalt
  • 3 dl möndlumjólk (magnið fer líka eftir smekk, hversu þykkan graut þið viljið)
  • 6-8 dropar vanillustevía – líka hægt að nota aðra sætu t.d. smá hlynsíróp eða hunang eftir smekk, gott að smakka sig áfram.

Aðferð: Hrærið saman í skál öllum þurrefnum. Bætið þá möndlumjólk og sætuefni saman við. Látið standa í ísskáp yfir nótt. Athugið að grauturinn þykknar við að standa. Skreytið með berjum og t.d. hampfræjum.


Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme