• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Dökkar súkkulaði og piparmyntu smákökur

nóvember 17, 2018 by helenagunnarsd Leave a Comment

Mér þykir alltaf gaman að prófa að minnsta kosti eina nýja smáköku uppskrift fyrir aðventuna og hafði haft augastað á súkkulaði piparmyntukökum lengi. Þegar ég rakst á þessar kökur hjá Jessie Seinfeld (mæli með blogginu hennar og bókinni!) þá var ekki aftur snúið. Þetta eru ótrúlega einfaldar og ljúffengar kökur, ég breytti uppskriftinni örlítið frá hinni upprunalega, stækkaði hana og bætti við dökku Pipp súkkulaði með myntufyllingu. Jessie setur piparmyntu extract (sem er bara sama og piparmyntudropar) í sína uppskrift. Ég sleppti þeim því mér fannst koma nógu mikið myntubragð af Pipp súkkulaðinu. Eins finnst mér piparmyntuextract einstaklega vand með farið hráefni í bakstri því það þarf ótrúlega lítið að sullast aukalega út í deigið til að kökurnar bragðist eins og tannkrem.. Ekki svo gott kannski. En ef þið eruð mikið fyrir afgerandi myntubragð mætti eflaust alveg bæta eins og 1/4 tsk af piparmyntudropum til viðbótar í deigið.

Ég mæli að sjálfsögðu með þessum kökum. Þær hafa allavega fest sig í sessi á mínum smákökulista! Uppskriftin er talsvert stór, en úr henni ættu að fást alveg um 40 vænar kökur. Hana mætti auðveldlega helminga. Deigið geymist vel í ísskáp í 2-3 daga. Eins má pakka því vel inn í plast og frysta það og baka jafn óðum. Þannig eru kökurnar líka langbestar, nýbakaðar.

Dökkar súkkulaði og piparmyntu smákökur

  • 5 dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 120 gr smjör, brætt
  • 2,5 dl kakó (ég mæli með Konsúm kakóinu frá Nóa Siríus)
  • 3 dl púðursykur
  • 2 dl sykur
  • 4 egg
  • 1/4 tsk piparmyntudropar (má sleppa og nota í staðin piparmyntusúkkulaði)
  • 200 gr dökkt piparmyntusúkkulaði, t.d. Pipp
  • Flórsykur (til að velta kökunum upp úr fyrir bakstur)

Aðferð:

  1. Hrærið saman í skál, hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti og setjið til hliðar.
  2. Blandið saman kakói, púðursykri og sykri.
  3. Bræðið smjörið og hellið saman við sykurblönduna, pískið vel saman.
  4. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.
  5. Brjótið súkkulaðið út í deigið og hrærið aðeins.
  6. Setjið hveitiblönduna saman við og blandið vel saman (ég kýs að hafa súkkulaðibitana stóra í deiginu, ef þið viljið getið þið líka saxað þá fyrst gróft og sett svo út í. Ég læt hrærivélina um að brjóta þá saman við deigið, þá verða sumir stórir og aðrir minni).
  7. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í a.m.k. eina klst fyrir bakstur. Fínt að geyma það yfir nótt.
  8. Hitið ofn í 180 gráður. Takið deigið með matskeið, rúllið í kúlu milli lófanna og veltið ríkulega upp úr flórsykri. Athugið að deigið er frekar klístrað og best að meðhöndla það beint úr ísskáp.
  9. Leggið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í 10 mínútur. Kökurnar eiga að vera svolítið seigar í miðjunni.
  10. Leyfið að kólna aðeins á plötunni áður en þið takið þær af. 

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Sumar humar taco!
Next Post: Klesstar súkkulaðibitakökur »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme