• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Klesstar súkkulaðibitakökur

desember 5, 2018 by helenagunnarsd Leave a Comment

Ég vissi ekki hvað ég átti að láta þessa færslu heita. Vissulega eru þetta bara ósköp venjulegar, en samt afar góðar súkkulaðibitakökur, en aðferðin við baksturinn eru tímamót skal ég segja ykkur og tryggir dásamlegar, seigar í miðjunni, stökkar í köntunum kökur sem við öll elskum og dáum. Það eru engin geimflaugavísindi á bakvið aðferðina heldur snýst hún bara um að lyfta plötunni einu sinni til tvisvar á bökunartímanum og láta hana detta niður þannig að kökurnar falli. Þvert á allt sem okkur hefur verið kennt í bakstri. Þannig gulltryggir maður að kökurnar verði mjúkar í miðjunni og þunnar, að því gefnu að maður ofbaki þær ekki. Það er alveg bannað. Útkoman á kökunum verður einnig betri ef þær eru hafðar í stærri kantinum en ekki í brjóstsykursmolastærð eins og amma gerði alltaf. Ég hvet ykkur til að prófa þessar!

Klesstar súkkulaðibitakökur

  • 250 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 225 gr smjör, mjúkt 
  • 250 gr sykur
  • 50 gr púðursykur
  • 2  egg
  • 2 tsk vanillu extract (eða vanilludropar)
  • 250 gr dökkt súkkulaði, gróft saxað eða súkkulaðidropar (og um 100 gr að auki til að dreifa yfir fyrir bakstur)

Aðferð:

Pískið saman hveiti, matarsóda og salti.

Þeytið smjörið og sykurinn þar til ljóst og létt. Bætið þá eggjunum út í ásamt vanillunni og þeytið vel saman.

Hellið hveitiblöndunni saman við og hrærið varlega saman.

Setjið súkkulaðibitana (250 gr) saman við og blandið öllu vel saman.

Setjið deigið í skál, plastfilmu yfir og inn í ísskáp í amk 1 klst. Deigið geymist vel í ísskáp í 1-2 daga en það má líka frysta í lengjum.

Hitið ofn í 190 gráður eða 170 gráður með blæstri.

Takið deigið úr ísskápnum og gerið vænar kúlur úr rúmlega 1 msk af deiginu með góðu millibili. Best er að baka kökurnar kaldar, eða beint úr ísskáp. Dreifið aðeins meira súkkulaði yfir og bakið í 5-7 mínútur eða þar til kökurnar eru byrjaðar að lyfta sér í miðjunni.

Takið þá í plötuna og lyftið henni örlítið upp og látið detta aftur niður í grindina þannig að kökurnar falli. Bakið áfram í 2-3 mínútur og endurtakið þá leikinn. Bakið í 1-2 mínútur til viðbótar eða þar til kökurnar eru fallega gylltar í köntunum en ennþá vel mjúkar í miðjunni. Endið á að láta plötuna detta einu sinni þegar þið takið kökurnar út. Ég setti svo aðeins meira súkkulaði yfir kökurnar þegar þær komu úr ofninum og voru enn heitar. Aðallega gert fyrir myndatökuna og þarf ekki 🙂

Færið og grind og kælið.

  • Ef deigið er fryst í lengjum má skera það í sneiðar og baka beint úr frystinum. Þá þarf að bæta 3-4 mínútum við bökunartímann.

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Dökkar súkkulaði og piparmyntu smákökur
Next Post: La mousse au chocolat – Hin fullkomna súkkulaðimús »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme