• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Súkkulaðikossar með Baileyskremi..

nóvember 3, 2019 by helenagunnarsd Leave a Comment

Það er löngu komin á sú hefð að prófa að minnsta kosti eina nýja smákökuuppskrift í aðdraganda aðventu. Þessar dúllur hittu lóðbeint í mark og eru jafn dásamlegar og þær hljóma. Athugið að ef þið vijlið getið þið vel sleppt því að nota Baileys í uppskriftina og notað í staðin rjóma. Það er alls ekki síðra.

  • 150 gr mjúkt smjör
  • 200 gr sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilluextract
  • 160 gr hveiti
  • 60 gr kakó
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 3 msk Baileys líkjör (eða rjómi)

Aðferð:

  1. Ofn hitaður í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Smjör og sykur þeytt mjög vel saman þar til ljóst og létt. Eggin fara út í og þeytt vel saman.
  2. Hveiti, kakó, salti og matarsóda blandað saman og bætt út í ásamt Baileys eða rjóma og blandað saman í deig og kælt í ísskáp í 10-15 mínútur.
  3. Deigið sett með tveimur teskeiðum á ofnplötu. Úr þessari uppskrift næ ég um það bil 60 kökum og miða við að setja 20 kökur á hverja ofnplötu.
  4. Bakið kökurnar í 7-9 mínútur. Takið út og kælið. Athugið að kökurnar eiga að vera mjúkar en ekki stökkar.

Baileys smjörkrem

  • 150 gr mjúkt smjör
  • 200 gr flórsykur
  • 80 ml Baileys (eða 80 ml rjómi og 1 msk kakó)
  • 1 tsk vanilluextract

Aðferð:

  1. Smjör þeytt mjög vel þar til ljóst og létt.
  2. Flórsykur fer út í og þetta þeytt aftur mjög vel saman. Kremið á að vera létt og loftmikið.
  3. Hellið Baileys og vanillu saman við á meðan þið þeytið, skafið vel hliðarnar og þeytið vel áfram.
  4. Sprautið kreminu á helminginn af kökunum og leggið köku ofan á til að mynda samloku.
  5. Kökurnar geymast vel í lokuðu íláti í ísskáp í nokkra daga en geymast líka mjög vel í frysti.

Endilega fylgið með mér á Instagram: @helenagunnarsd – og taggið mig ef þið prófið Eldhúsperlur í ykkar eldhúsi!

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baileyskökur, Bakstur, Bestu smákökurnar, Jólabakstur, Smákökur, Súkkulaðikökur

Previous Post: « Þrefaldar súkkulaði brúnkur
Next Post: Döðlu og súkkulaðiterta með bananarjóma »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme