• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Hunangs- chilli kjúklingasalat

maí 15, 2020 by helenagunnarsd Leave a Comment

Ótrúlega bragðgott kjúklingasalat sem er eitthvað svo sumarlegt. Það er um að gera að grilla kjúklinginn til að toppa stemmninguna. Sumar á diski! –

Til að gera salatið ketó/LKL vænt má vel skipta hunanginu út fyrir sykurlaust síróp og skipta brauðteningunum út fyrir t.d. ristaðar pekanhnetur, og svo annað hvort sleppa mangóinu eða minnka það.

Marinering og sósa:

½ dl hunang

½ dl dijon sinnep

½ dl ólífuolía

2-3 tsk chillimauk (t.d. Sambal oelek) eða 1 rauður hakkaður chilli

1 tsk sjávarsalt

Safi úr einni límónu

2 kjúklingabringur

Brauðteningar

2 vænar sneiðar súrdeigsbrauð

3 msk smjör og 1 msk ólífuolía

Salt og pipar

Salat

Einn poki salatblanda eða annað salat eftir smekk 

1 mangó

1 lárpera

Kirsuberjatómatar

Fetaostur

Aðferð

Pískið saman öllu sem fer í marineringuna. Leggið kjúklingabringurnar á disk, takið fjórar matskeiðar af sósunni og hellið yfir bringurnar. Látið marinerast í ísskáp í 2 klst eða á borði í 30 mínútur.  Geymið restina af sósunni til að hella yfir salatið.

Rífið brauðið í litla teninga. Bræðið smjörið á pönnu og hitið ásamt ólífuolíunni. Steikið brauðteningana þar til stökkir og kryddið með salti og pipar. Færið yfir á disk með eldhúspappír og látið bíða. 

Steikið eða grillið kjúklingabringurnar þar til eldaðar í gegn. Skerið allt sem á að fara í salatið niður og leggið á stórt fat. Sneiðið að lokum kjúklinginn í þunnar sneiðar, dreifið brauðteningunum yfir ásamt fetaosti og hellið sósu eftir smekk yfir allt saman. Berið fram strax. 

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Jarðarberjaterta með vanillukremi
Next Post: Snickers marengstoppar með rjómasúkkulaði, karamellu og salthnetum »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme