• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Lúxus hafraklattar með kókos og súkkulaði

desember 20, 2020 by helenagunnarsd Leave a Comment

Einstaklega góðir og djúsí hafraklattar. Allir sem smakka þá biðja um uppskriftina sem segir kannski eitthvað. Mér finnst æðislegt að hafa kókos í þeim og alveg einstaklega jólalegt.

  • 250 gr. mjúkt smjör
  • 100 gr. sykur
  • 180 gr. púðursykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 stór egg
  • 1/2 tsk kanill
  • 180 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 250 gr. haframjöl
  • 50 gr. kókosmjöl (má sleppa og setja meira haframjöl)
  • 200 gr. grófsaxað súkkulaði
  • 100 gr rúsínur

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Þeytið saman smjör, sykur, púðursykur og vanillusykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í einu í einu og þeytið vel saman.
  2. Hrærið öllum þurrefnum saman í skál ásamt súkkulaðinu, kókos og rúsínum og bætið svo út í smjörblönduna og hrærið öllu vel saman.
  3. Setjið deigið á bökunarplötu, ég miða við ca. 2 msk af deigi í hverja köku og nota ískúluskeið til að gera fullkomnar kúlur. Ef þið eigið ekki svoleiðis er líka hægt að hnoða bara léttar kúlur með höndunum. Bakið í 8-9 mínútur. Kökurnar eiga að vera vel mjúkar í miðjunni þegar þið takið þær úr ofninum. Látið kólna nánast alveg á plötunni áður en þið takið þær af þar sem þær eru mjög mjúkar.

Góð ráð:

  • Ekki baka kökurnar of lengi. Þær eru extra góðar af því þær eru ekki ofbakaðar og verða því mjúkar í miðjunni – sem gerir þær dásamlegar.
  • Fyrir rúsínuhatara er ekkert mál að skipta þeim út fyrir eintómt súkkulaði.
  • Ég nota ekki alltaf kókos, set þá bara 300 gr haframjöl. Þær eru samt enn betri með kókos að mínu mati!
  • Uppskriftin er frekar stór og gefur um 45 væna klatta. Hana má auðveldlega helminga.

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Snickers marengstoppar með rjómasúkkulaði, karamellu og salthnetum
Next Post: Frönsk súkkulaðiterta með saltkaramelluhjúp »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme