Einstaklega góðir og djúsí hafraklattar. Allir sem smakka þá biðja um uppskriftina sem segir kannski eitthvað. Mér finnst æðislegt að hafa kókos í þeim og alveg einstaklega jólalegt.
- 250 gr. mjúkt smjör
- 100 gr. sykur
- 180 gr. púðursykur
- 2 tsk vanillusykur
- 2 stór egg
- 1/2 tsk kanill
- 180 gr hveiti
- 1 tsk matarsódi
- 1/2 tsk salt
- 250 gr. haframjöl
- 50 gr. kókosmjöl (má sleppa og setja meira haframjöl)
- 200 gr. grófsaxað súkkulaði
- 100 gr rúsínur
Aðferð:
- Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Þeytið saman smjör, sykur, púðursykur og vanillusykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í einu í einu og þeytið vel saman.
- Hrærið öllum þurrefnum saman í skál ásamt súkkulaðinu, kókos og rúsínum og bætið svo út í smjörblönduna og hrærið öllu vel saman.
- Setjið deigið á bökunarplötu, ég miða við ca. 2 msk af deigi í hverja köku og nota ískúluskeið til að gera fullkomnar kúlur. Ef þið eigið ekki svoleiðis er líka hægt að hnoða bara léttar kúlur með höndunum. Bakið í 8-9 mínútur. Kökurnar eiga að vera vel mjúkar í miðjunni þegar þið takið þær úr ofninum. Látið kólna nánast alveg á plötunni áður en þið takið þær af þar sem þær eru mjög mjúkar.
Góð ráð:
- Ekki baka kökurnar of lengi. Þær eru extra góðar af því þær eru ekki ofbakaðar og verða því mjúkar í miðjunni – sem gerir þær dásamlegar.
- Fyrir rúsínuhatara er ekkert mál að skipta þeim út fyrir eintómt súkkulaði.
- Ég nota ekki alltaf kókos, set þá bara 300 gr haframjöl. Þær eru samt enn betri með kókos að mínu mati!
- Uppskriftin er frekar stór og gefur um 45 væna klatta. Hana má auðveldlega helminga.
Skildu eftir svar