• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Frönsk súkkulaðiterta með saltkaramelluhjúp

júní 18, 2021 by helenagunnarsd Leave a Comment

Ein besta franska súkkulaðiterta sem ég hef smakkað og saltkaramellan setur hana á algjörlega hærra plan. Þessa þarf aðeins að dekra við og dúllast en útkoman er svo sannarlega þess virði og meira til.

– Uppskriftin er unnin í samstarfi við Gott í matinn –

Frönsk súkkulaðiterta

200 gr dökkt súkkulaði

200 gr smjör

200 gr púðursykur

3 egg

2 tsk vanilluextract

100 gr hveiti

2 msk kakó

Örlítið salt

Saltkaramelluhjúpur:

300 gr sykur

110 ml vatn

150 ml rjómi frá Gott í matinn

75 gr smjör

1 tsk sjávarsalt í flögum (eða eftir smekk)

Aðferð kaka:

  1. Hitið ofn í 160 gráður með blæstri – 180 gráður án blásturs. Bræðið saman súkkulaði og smjör við vægan hita. Takið af hitanum og látið aðeins kólna.
  2. Þeytið saman egg, púðursykur og vanillu þar til blandan verður þykk, ljós og létt.
  3. Pískið hveitið og kakóið saman í skál og hellið saman við eggjablönduna og blandið saman á hægum hraða.
  4. Hellið súkkulaðinu saman við deigið og blandið vel en varlega saman.
  5. Hellið deiginu í smjörpappírsklætt lausbotna bökunarform (ca 22-24cm, gott að nota smelluform) og bakið í um það bil 35-40 mínútur. Fylgist vel með kökunni. Hún á að vera dálítið blaut í miðjunni. Takið kökuna út og látið ná stofuhita eða kælið alveg áður en karamellan er sett yfir.

Aðferð saltkaramella:

  1. Hitið rjóma og smjör við vægan hita þar til smjörið bráðnar, setjið til hliðar.
  2. Setjið sykur og vatn í hreinan pott og hleypið suðunni upp við meðalháan hita – án þess að hræra. Látið sykurvatnið sjóða í 7-10 mínútur – án þess að hræra, þar til það nær 180 gráðum. ATH ef þið eigið ekki hitamæli til að mæla sykur sjóðið þá sykurblönduna þar til hún er fallega gullinbrún, dálítið dökk. Alls ekki stíga frá pottinum, þetta þarf að vakta allan tímann svo brenni ekki.
  3. Takið bræddan sykurinn strax af hitanum þegar hann hefur náð réttum hita, hellið rjómanum og smjörinu saman við og hrærið.
  4. Setjið aftur á meðalhita og látið malla í 3-5 mínútur eða þar til blandan þykknar aðeins.  Hrærið á meðan.
  5. Takið karamelluna af hitanum og bætið sjávarsaltið saman við. Látið karamelluna ná stofuhita.
  6. Takið kælda kökuna og losið úr forminu, setjið á disk og setjið smelluhringinn aftur utan um kökuna á diskinum sem þið berið kökuna fram á. Hellið karamellunni yfir kökuna og látið kólna í ísskáp í amk 2 klst áður en þið takið hringinn utan af og berið fram. Stráið örlitlu sjávarsalti yfir karamelluna og berið fram eina og sér eða með þeyttum rjóma.

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Lúxus hafraklattar með kókos og súkkulaði
Next Post: Súkkulaðiskonsur »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme