• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Vatnsdeigsbollur 101

febrúar 13, 2022 by helenagunnarsd Leave a Comment

Það geta allir bakað vatnsdeigsbollur. Líka þeir sem halda að þeir geti það ekki. Ég hef síðustu ár prófað nýja bollu uppskrift nánast á hverju ári og komist að því að þær heppnast allar sem ein ef nokkur heilræði eru höfð í huga sem ég hef tekið saman eftir mínar tilraunir, bæði misheppnaðar og vel heppnaðar. Ef þið nennið að lesa og fylgja þessu lofa ég að bollubaksturinn verður leikur einn.

– Ofninn þarf að vera vel heitur áður en bollurnar eru settar inn. Það hefur reynst mér best að hafa stillt á blástur með yfir og undirhita og blússhita svo ofninn upp 200 gráður. Það þýðir ekkert að setja bollur inn í volgan ofn.


– Það þarf að bræða smjörið í vatninu og hleypa svo suðunni upp. Hella svo hveitinu út í á meðan potturinn er enn á heitri hellunni (hef hana á miðlungs hita).


– Hræra deigið meira en maður heldur að þurfi í pottinum (með sleif). Þá gerast töfrarnir. Á þessu stigi á deigið að losna vel frá hliðunum og vera fallega glansandi og þykkt og þá er það tekið af hitanum. Þetta tekur ca. hálfa mínútu.


– Deigið þarf að kólna aðeins áður en eggin eru sett út í. Það er nóg að það kólni niður í um 40 gráður. Eða þannig að þægilegt sé að snerta það með fingrunum.


– Píska eggin saman í skál áður og setja þau svo smám saman út í deigið, ca 2-3 msk í einu og hræra vel á milli. Stundum þarf ekki alveg öll eggin t.d. ef þau eru mjög stór. Ef of mikið er sett af eggi er hætta á að deigið verði of þunnt og þá lyfta bollurnar sér verr. Þetta er gert annað hvort með handafli, hrærivél eða handþeytara. Skiptir ekki öllu máli, bara hræra vel (það tekur samt vel á að gera þetta með handafli).


– Deigið á að vera mjúkt, glansandi og dálítið teygjanlegt þegar það er tilbúið og ekki of þunnt. Gott er að miða við að ef þið takið spaðann á hrærivélinni eða sleif, stingið í deigið og lyftið upp ætti það að mynda lítið V sem hangir niður af sleifinni en helst samt frekar stöðugt og lekur ekki mikið niður.


– Deigið er sett á bökunarpappír á plötu með góðu millibili (ég set 12 bollur á plötu) og sett inn í ofninn (sprautað eða sett með skeiðum, skiptir ekki öllu máli).


– Best er að baka bara eina plötu í einu. Þannig er hitinn jafnastur og deigið þolir vel að standa í skálinni á meðan bakstur stendur yfir.


– Aldrei undir neinum kringumstæðum freistast til að opna ofninn áður en bollurnar eru tilbúnar. Þær eiga að hafa lyft sér mjög vel og vera fallega gullinbrúnar.


– Gott er að stinga lítið gat á hverja bollu til að hleypa gufunni út. Þegar þær eru bakaðar. Þær halda hæð sinni stundum betur sé þetta gert.

Að lokum kemur hér mín uppáhalds vatnsdeigs uppskrift sem gefur um það bil 24 nettar bollur.

300 ml vatn

100 gr smjör

4 tsk sykur

150 gr hveiti

4 egg (pískuð)

– Ofn hitaður í 200 gráður með blæstri. Deiginu sprautað eða sett með skeið á plötu (magn af deigi í hverja bollu ca. 1 msk) og bakað í 20-22 mínútur.

– Ef þið viljið stærri bollur er mikilvægt að lengja bökunartímann.

– Mér finnast klassískar rjómabollur bestar með jarðarberjasultu, rjóma og súkkulaðiglassúr og er því lítið að krúsidúllast með aðrar bragð samsetningar.

Vonandi bakið þið helling af bollum og eigið gleðilegan bolludag! Hann kemur bara einu sinni á ári svo njótið vel ❤️

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Rjómalöguð tómatsúpa með kjúkling
Next Post: Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme