• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for maí 2022

Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum

maí 13, 2022 by helenagunnarsd Leave a Comment

Mjúkir svampbotnar með stökkum möndlum, silkimjúku vanillu mascarpone-kremi og jarðarberjum. Þetta er sneið af sumri og svona terta sem maður þarf eiginlega tvær sneiðar af..

Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum

Möndlu-svampbotnar

4 egg

200 g sykur

1 msk. vanillusykur

80 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

200 g fínt hakkaðar möndlur (heilar möndlur með hýði og hakkaðar í matvinnusluvél, myndi ekki nota tilbúið möndlumjöl)

1 dl rjómi

Krem

400 g mascarpone

2 dl flórsykur

2 tsk. vanilluextraxt eða fræin úr heilli vanillustöng

4 dl rjómi

Fersk jarðarber eftir smekk

AÐFERÐ

Botnar:

Hitið ofn í 175°C gráður með blæstri (190°C gráður án blásturs, en ég mæli alltaf með að baka kökur á blástursstillingu ef hægt er).

Þeytið mjög vel saman egg, sykur og vanillusykur þar til blandan verður þykk, ljóst og létt. Í annarri skál blandið vel saman hveitinu, möndlunum og lyftiduftinu. Hrærið helmingnum af þurrefnunum varlega saman við eggjablönduna með sleif eða sleikju. Hellið þá rjómanum og restinni af þurrefnunum saman við og blandið vel en varlega saman.

Hellið deiginu í tvö hringlaga 24 cm form og bakið í um 16-18 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp. Kælið botnana alveg á grind og gerið kremið á meðan.

Krem:

Þeytið mascarpone, vanillu og flórsykur aðeins saman þar til osturinn er mjúkur og sléttur, hellið rjómanum saman við á meðan þið þeytið og þeytið allt áfram þar til blandan er orðin að þykku silkimjúku kremi.

Skerið nokkur jarðarber til að setja á milli botnanna og geymið nokkur til að skreyta tertuna.

Setjið um það bil helminginn af kreminu á neðri botninn, dreifið söxuðum jarðarberjum yfir og leggið hinn botninn ofan á. Setjið restina af kreminu á tertuna og skreytið fallega með berjum og ef til vill fallegum blómum. Tertuna má bera fram strax en hún verður jafnvel betri við að fá að standa aðeins í ísskáp.

Filed Under: Eldhúsperlur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme