• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

helenagunnarsd

Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi

september 30, 2023 by helenagunnarsd Leave a Comment

– Uppskrift unnin í samstarfi við Gott í matinn –

Enn ein skúffuköku uppskriftin? Gæti einhver hugsað núna. En það er bara þannig að skúffuköku má alltaf fullkomna enn frekar og ég held að hér sé komin líklega sú besta sem ég hef smakkað hingað til. Kaffijógúrtið gerir hana dúnmjúka og ýtir enn frekar undir djúpt súkkulaðibragðið og kremið, sem er eins og silki, er af öðrum heimi ljúffengt. 

Skúffukaka:

5 dl hveiti

4 dl sykur

2 dl kakó

½ tsk salt

2 tsk matarsódi

1 dl olía

2 dósir Óskajógúrt með kaffibragði

2 egg

2 tsk vanilluextract

150 gr smjör, brætt

2 dl heitt vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. 
  2. Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
  3. Pískið saman olíu, eggjum, jógúrti og vanillu og hellið út í deigið. Bætið að lokum heitu vatni og bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.
  4. Hellið í skúffukökuform og bakið í um það bil 30 mínútur eða þar til bakað í gegn. 

Krem:

200 gr smjör við stofuhita

3 dl flórsykur

1 tsk vanilluextrakt

4 msk rjómi frá Gott í matinn

200 gr dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið, flórsykurinn og vanillu mjög vel saman þar til létt og ljós.
  2. Bætið rjómanum saman við og þeytið áfram.
  3. Bræðið súkkulaðið og hellið því volgu (alls ekki alveg kældu) saman við kremið og þeytið vel áfram.
  4. Smyrjið kreminu yfir kælda kökuna. 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besta skúffukakan, Skúffukaka, Smjörkrem, súkkulaðismjörkrem

Peruterta

mars 31, 2023 by helenagunnarsd Leave a Comment

Peruterta

Peruterta er uppáhalds terta margra og erum við fjölskyldan þar engin undantekning. Þessi hnallþóra er gerð fyrir öll afmæli og slær alltaf jafn mikið í gegn og yfirleitt sú terta sem klárast fyrst. Tertan á myndinni er með tilbúnum búðarkeyptum marengsbotni á milli svampotnanna ásamt þeyttum rjóma. Þá erum við búin að uppfæra tertuna á enn hærra plan og komin með náfrænku draumtertunnar. Það er þó ekki nauðsynlegt og stendur gamla góða útgáfan alltaf fyrir sér. Ég viðurkenni einnig fúslega að ég stytti mér oft leið og kaupi tilbúna svambotna sem eru ekkert síðri. Lykillinn er að bleyta vel í þeim með perusafanum.

– Uppskriftin er unnin í samstarfi við Gott í matinn –

Svampbotnar:

4 egg

200 gr sykur

130 gr hveiti

1 tsk lyftiduft

  1. Hitið ofninn í 175 gráður með blæstri
  2. Þeytið egg og sykur mjög vel saman þar til blandan er ljós og létt
  3. Sigtið saman hveiti og lyftidufti og hrærið varlega saman við með sleikju
  4. Setjið í tvö smurð og bökunarpappírsklædd kökuform og bakið þar til botnarnir eru gullnir að lit eða í u.þ.b. 12-15 mínútur. Kælið á grind

Súkkulaðirjómi:

150 gr suðusúkkulaði

5 eggjarauður

5 msk flórsykur

4 dl rjómi

  1. Bræðið súkkulaðið við vægan hita eða yfir vatnsbaði
  2. Stífþeytið rjómann og setjið til hliðar
  3. Stífþeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til blandan er ljós
  4. Blandið bræddu súkkulaðinu saman við eggjablönduna.
  5. Hrærið að lokum rjómanum varlega saman við

Samsetning:

Ein stór dós perur

  1. Sigtið vökvann frá perunum og geymið. Leggið annan svampbotninn á disk og vætið vel í honum með helmingnum af perusafanum.
  2. Skerið helminginn af perunum í litla bita og hinn helminginn í sneiðar til að skreyta tertuna með.
  3. Setjið u.þ.b. 1/3 af súkkulaðirjómanum á botninn og dreifið perubitum yfir.
  4. Bleytið seinni svampbotninn með perusafa og leggið svo ofan á.
  5. Setjið restina af súkkulaðirjómanum ofan á tertuna, dreifið vel úr niður á hliðarnar og skreytið með perusneiðum

Ath. Ef þið viljið uppfæra tertuna er gott að setja marengs á milli svambotnanna. Þá legg ég tilbúinn marengsbotn ofan á súkkulaðirjómann með perubitunum (eftir lið 3). Set svo 3 dl af þeyttum rjóma ofan á marengsinn og seinni svampbotninn ofan á það. Toppa svo með nóg af kremi. 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Afmæliskaka, Besta tertan, Draumterta, Peruterta, Perutertukrem

Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu

mars 25, 2023 by helenagunnarsd Leave a Comment

Mikil uppáhalds uppskrift sem hefur fylgt mér lengi. Ég setti hana fyrst hér inn á bloggið árið 2016. Hér er hún komin aftur örlítið uppfærð og breytt þó sú gamla standi nú algjörlega fyrir sér ennþá. Þetta er líklega eitt það besta sem ég veit og er í alvöru sáraeinfalt að elda. Aðalmálið að vera dálítið þolinmóður og leyfa þessu að malla í rólegheitum. Fullkominn helgarmatur!

Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu (fyrir fjóra)

  • 4 vænir lambaleggir (350-400 gr stykkið)
  • 2 laukar
  • 1 stór gulrót
  • 1 fennel
  • 2-4 hvítlauksrif
  • 2 msk tómatpurré
  • 3-4 dl rauðvín
  • 5 dl vatn
  • 2 msk nautakraftur (Ég nota fljótandi Oscar kraft)
  • 1 msk ferskt timían, gróft saxað (eða 1 tsk þurrkað)
  • 3 þurrkuð lárviðarlauf
  • Smjör, sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð: Hitið ofn í 140 gráður (ég nota blástur). Kryddið kjötið vel með salti og pipar. Takið stóran pott, sem má fara í ofn og hitið á meðalháum hita á eldavél. Bræðið 1 msk af smjöri í pottinum, brúnið kjötið vel á öllum hliðum og takið það svo uppúr pottinu. Skerið grænmetið í frekar grófa teninga. Bræðið 1 msk í viðbót af smjöri í pottinum og steikið grænmetið þar til það mýkist aðeins. Setjið tómatpurré út í og steikið áfram. Hellið rauðvíninu yfir og skrapið vel botninn á pottinum. Leyfið að sjóða niður í eina mínútu.

Hellið vatninu og kraftinum saman við. Setjið kjötið út í pottinn og lok ofan á þannig að það sé örlítil rifa til að sleppa gufunni út. Hleypið suðunni upp og setjið svo inn í ofn í 2,5-3 klukkustundir, hafið örlitla rifu á lokinu áfram inni í ofninum.

Takið úr ofninum að loknum eldunartíma. Veiðið kjötbitana upp úr og geymið undir álpappír. Setjið pottinn á eldavélina, kveikið undir á háum hita og sjóðið sósuna niður þangað til að sósan er um það bil helmingi minni en var í upphafi eldunar. Smakkið ykkur til.

Ef ykkur finnst sósan of þunn má þykkja hana með örlitlum sósujafnara eða 2 tsk af hveiti stöppuðu saman við 1 msk af mjúku smjöri, pískað saman við sósuna á meðan hún sýður. Berið lambaleggina fram með góðri rótagrænmetis, blómkáls eða kartöflumús.

Filed Under: Eldhúsperlur

Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum

maí 13, 2022 by helenagunnarsd Leave a Comment

Mjúkir svampbotnar með stökkum möndlum, silkimjúku vanillu mascarpone-kremi og jarðarberjum. Þetta er sneið af sumri og svona terta sem maður þarf eiginlega tvær sneiðar af..

Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum

Möndlu-svampbotnar

4 egg

200 g sykur

1 msk. vanillusykur

80 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

200 g fínt hakkaðar möndlur (heilar möndlur með hýði og hakkaðar í matvinnusluvél, myndi ekki nota tilbúið möndlumjöl)

1 dl rjómi

Krem

400 g mascarpone

2 dl flórsykur

2 tsk. vanilluextraxt eða fræin úr heilli vanillustöng

4 dl rjómi

Fersk jarðarber eftir smekk

AÐFERÐ

Botnar:

Hitið ofn í 175°C gráður með blæstri (190°C gráður án blásturs, en ég mæli alltaf með að baka kökur á blástursstillingu ef hægt er).

Þeytið mjög vel saman egg, sykur og vanillusykur þar til blandan verður þykk, ljóst og létt. Í annarri skál blandið vel saman hveitinu, möndlunum og lyftiduftinu. Hrærið helmingnum af þurrefnunum varlega saman við eggjablönduna með sleif eða sleikju. Hellið þá rjómanum og restinni af þurrefnunum saman við og blandið vel en varlega saman.

Hellið deiginu í tvö hringlaga 24 cm form og bakið í um 16-18 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp. Kælið botnana alveg á grind og gerið kremið á meðan.

Krem:

Þeytið mascarpone, vanillu og flórsykur aðeins saman þar til osturinn er mjúkur og sléttur, hellið rjómanum saman við á meðan þið þeytið og þeytið allt áfram þar til blandan er orðin að þykku silkimjúku kremi.

Skerið nokkur jarðarber til að setja á milli botnanna og geymið nokkur til að skreyta tertuna.

Setjið um það bil helminginn af kreminu á neðri botninn, dreifið söxuðum jarðarberjum yfir og leggið hinn botninn ofan á. Setjið restina af kreminu á tertuna og skreytið fallega með berjum og ef til vill fallegum blómum. Tertuna má bera fram strax en hún verður jafnvel betri við að fá að standa aðeins í ísskáp.

Filed Under: Eldhúsperlur

Vatnsdeigsbollur 101

febrúar 13, 2022 by helenagunnarsd Leave a Comment

Það geta allir bakað vatnsdeigsbollur. Líka þeir sem halda að þeir geti það ekki. Ég hef síðustu ár prófað nýja bollu uppskrift nánast á hverju ári og komist að því að þær heppnast allar sem ein ef nokkur heilræði eru höfð í huga sem ég hef tekið saman eftir mínar tilraunir, bæði misheppnaðar og vel heppnaðar. Ef þið nennið að lesa og fylgja þessu lofa ég að bollubaksturinn verður leikur einn.

– Ofninn þarf að vera vel heitur áður en bollurnar eru settar inn. Það hefur reynst mér best að hafa stillt á blástur með yfir og undirhita og blússhita svo ofninn upp 200 gráður. Það þýðir ekkert að setja bollur inn í volgan ofn.


– Það þarf að bræða smjörið í vatninu og hleypa svo suðunni upp. Hella svo hveitinu út í á meðan potturinn er enn á heitri hellunni (hef hana á miðlungs hita).


– Hræra deigið meira en maður heldur að þurfi í pottinum (með sleif). Þá gerast töfrarnir. Á þessu stigi á deigið að losna vel frá hliðunum og vera fallega glansandi og þykkt og þá er það tekið af hitanum. Þetta tekur ca. hálfa mínútu.


– Deigið þarf að kólna aðeins áður en eggin eru sett út í. Það er nóg að það kólni niður í um 40 gráður. Eða þannig að þægilegt sé að snerta það með fingrunum.


– Píska eggin saman í skál áður og setja þau svo smám saman út í deigið, ca 2-3 msk í einu og hræra vel á milli. Stundum þarf ekki alveg öll eggin t.d. ef þau eru mjög stór. Ef of mikið er sett af eggi er hætta á að deigið verði of þunnt og þá lyfta bollurnar sér verr. Þetta er gert annað hvort með handafli, hrærivél eða handþeytara. Skiptir ekki öllu máli, bara hræra vel (það tekur samt vel á að gera þetta með handafli).


– Deigið á að vera mjúkt, glansandi og dálítið teygjanlegt þegar það er tilbúið og ekki of þunnt. Gott er að miða við að ef þið takið spaðann á hrærivélinni eða sleif, stingið í deigið og lyftið upp ætti það að mynda lítið V sem hangir niður af sleifinni en helst samt frekar stöðugt og lekur ekki mikið niður.


– Deigið er sett á bökunarpappír á plötu með góðu millibili (ég set 12 bollur á plötu) og sett inn í ofninn (sprautað eða sett með skeiðum, skiptir ekki öllu máli).


– Best er að baka bara eina plötu í einu. Þannig er hitinn jafnastur og deigið þolir vel að standa í skálinni á meðan bakstur stendur yfir.


– Aldrei undir neinum kringumstæðum freistast til að opna ofninn áður en bollurnar eru tilbúnar. Þær eiga að hafa lyft sér mjög vel og vera fallega gullinbrúnar.


– Gott er að stinga lítið gat á hverja bollu til að hleypa gufunni út. Þegar þær eru bakaðar. Þær halda hæð sinni stundum betur sé þetta gert.

Að lokum kemur hér mín uppáhalds vatnsdeigs uppskrift sem gefur um það bil 24 nettar bollur.

300 ml vatn

100 gr smjör

4 tsk sykur

150 gr hveiti

4 egg (pískuð)

– Ofn hitaður í 200 gráður með blæstri. Deiginu sprautað eða sett með skeið á plötu (magn af deigi í hverja bollu ca. 1 msk) og bakað í 20-22 mínútur.

– Ef þið viljið stærri bollur er mikilvægt að lengja bökunartímann.

– Mér finnast klassískar rjómabollur bestar með jarðarberjasultu, rjóma og súkkulaðiglassúr og er því lítið að krúsidúllast með aðrar bragð samsetningar.

Vonandi bakið þið helling af bollum og eigið gleðilegan bolludag! Hann kemur bara einu sinni á ári svo njótið vel ❤️

Filed Under: Eldhúsperlur

Rjómalöguð tómatsúpa með kjúkling

febrúar 8, 2022 by helenagunnarsd Leave a Comment

Sérlega gómsæt og bragðmikil tómatsúpa með kjúklingi og rjómaosti sem tekur enga stund að elda.

– Uppskriftin var unnin í samstarfi við Gott í matinn –  

Rjómalöguð tómatsúpa með kjúkling (fyrir 4-5) 

3-4 kjúklingabringur, skornar í litla bita 

1 laukur, smátt saxaður 

2 hvítlauksrif, smátt söxuð 

1 rauð paprika, skorin í litla teninga 

2 msk smjör 

2 msk tilbúin tacokryddblanda að eigin vali 

2 msk tómatpaste 

2 dósir maukaðir tómatar 

800 ml kjúklingasoð (vatn og 1-2 teningar eða kraftur) 

250 ml rjómi frá Gott í matinn 

1 askja rjómaostur með grillaðri papriku og chilli frá Gott í matinn 

Salt og pipar 

Ofaná: Saxaðir tómatar, basil, vorlaukur og rifinn Mozarella frá Gott í matinn 

Aðferð: 

1. Bræðið smjör í stórum potti, steikið kjúklinginn og kryddið með tacokryddi þar til aðeins brúnaður og setjið þá í skál til hliðar. Steikið því næst lauk, hvítlauk og papriku þar til mýkist aðeins, kryddið einnig með tacokryddi. Bætið tómatpaste út í og leyfið að steikjast aðeins með. 

2. Hellið tómötunum yfir ásamt kjúklingasoði, rjóma og rjómaosti, pískið saman og hitið hægt og rólega upp. Þegar suðan er að koma upp setjið kjúklinginn út í og sjóðið allt rólega saman í fimm mínútur. 

3. Smakkið súpuna til með salti, pipar og ef til vill meira tacokryddi. Setjið í skálar og toppið með ferskum tómötum, basil, rifnum osti og vorlauk.

Filed Under: Eldhúsperlur

Súkkulaðiskonsur

janúar 26, 2022 by helenagunnarsd Leave a Comment

Dásamlegar súkkulaðibita spariskonsur 

Ég hugsa að skonsur séu eitthvað það skemmtilegasta sem ég baka. Þær eru svo mikið einfaldari en allir halda að ég skil hreinlega ekki af hverju ég baka þær ekki miklu oftar. Lykillinn að góðum skonsum, að mínu mati er að hafa deigið dálítið blautt og aðalmálið, að vinna það eins lítið og mögulegt er, alls ekki hnoða það. Þá verða skonsurnar léttar í sér og bráðna í munni. Þessar skonsur eru svo góðar að þær má t.d. bera fram með jarðarberjum og þeyttum rjóma eins og einskonar bröns eftirrétt. Þær eru líka frábærar nýbakaðar einar og sér eða volgar með smjöri.

– Uppskriftin var unnin í samstarfi við Gott í matinn –

Ég nota bollamál í þessari uppskrift, en einn bolli er 2.5 dl 

2 ½ bolli hveiti 

2 tsk lyftiduft 

½ tsk salt (nota flögusalt) 

1/3 bolli sykur 

100 gr smjör, kalt 

2 egg 

1 tsk vanilludropar 

¾ bolli rjómi 

150 gr dökkt súkkulaði gróft saxað eða 1 ½ bolli súkkulaðibitar 

3 msk perlusykur eða hrásykur

Aðferð: hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður. Byrjið á að píska saman öll þurrefnin. Skerið smjörið í litla bita og vinnið það saman við hveitiblönduna með fingrunum þar til hveitið líkist rökum sandi en ennþá dálítið eftir af litlum smjörbitum. Pískið saman með gaffli, eggi, rjóma og vanillu og bætið saman við þurrefnin ásamt súkkulaðinu. Vinnið þetta mjög lítið saman með gafflinum þannig að deigið rétt loði saman. Hellið á borð og mótið hring úr deiginu sem er um 2 cm á þykkt. Ef degið er mjög blautt stráið þá smá hveiti á borðið. Skerið í átta jafnar sneiðar og raðið á ofnplötu. Penslið með dálitlum rjóma og stráið perlusykrinum yfir. Bakið í 18 – 20 mínútur.

Filed Under: Eldhúsperlur

Frönsk súkkulaðiterta með saltkaramelluhjúp

júní 18, 2021 by helenagunnarsd Leave a Comment

Ein besta franska súkkulaðiterta sem ég hef smakkað og saltkaramellan setur hana á algjörlega hærra plan. Þessa þarf aðeins að dekra við og dúllast en útkoman er svo sannarlega þess virði og meira til.

– Uppskriftin er unnin í samstarfi við Gott í matinn –

Frönsk súkkulaðiterta

200 gr dökkt súkkulaði

200 gr smjör

200 gr púðursykur

3 egg

2 tsk vanilluextract

100 gr hveiti

2 msk kakó

Örlítið salt

Saltkaramelluhjúpur:

300 gr sykur

110 ml vatn

150 ml rjómi frá Gott í matinn

75 gr smjör

1 tsk sjávarsalt í flögum (eða eftir smekk)

Aðferð kaka:

  1. Hitið ofn í 160 gráður með blæstri – 180 gráður án blásturs. Bræðið saman súkkulaði og smjör við vægan hita. Takið af hitanum og látið aðeins kólna.
  2. Þeytið saman egg, púðursykur og vanillu þar til blandan verður þykk, ljós og létt.
  3. Pískið hveitið og kakóið saman í skál og hellið saman við eggjablönduna og blandið saman á hægum hraða.
  4. Hellið súkkulaðinu saman við deigið og blandið vel en varlega saman.
  5. Hellið deiginu í smjörpappírsklætt lausbotna bökunarform (ca 22-24cm, gott að nota smelluform) og bakið í um það bil 35-40 mínútur. Fylgist vel með kökunni. Hún á að vera dálítið blaut í miðjunni. Takið kökuna út og látið ná stofuhita eða kælið alveg áður en karamellan er sett yfir.

Aðferð saltkaramella:

  1. Hitið rjóma og smjör við vægan hita þar til smjörið bráðnar, setjið til hliðar.
  2. Setjið sykur og vatn í hreinan pott og hleypið suðunni upp við meðalháan hita – án þess að hræra. Látið sykurvatnið sjóða í 7-10 mínútur – án þess að hræra, þar til það nær 180 gráðum. ATH ef þið eigið ekki hitamæli til að mæla sykur sjóðið þá sykurblönduna þar til hún er fallega gullinbrún, dálítið dökk. Alls ekki stíga frá pottinum, þetta þarf að vakta allan tímann svo brenni ekki.
  3. Takið bræddan sykurinn strax af hitanum þegar hann hefur náð réttum hita, hellið rjómanum og smjörinu saman við og hrærið.
  4. Setjið aftur á meðalhita og látið malla í 3-5 mínútur eða þar til blandan þykknar aðeins.  Hrærið á meðan.
  5. Takið karamelluna af hitanum og bætið sjávarsaltið saman við. Látið karamelluna ná stofuhita.
  6. Takið kælda kökuna og losið úr forminu, setjið á disk og setjið smelluhringinn aftur utan um kökuna á diskinum sem þið berið kökuna fram á. Hellið karamellunni yfir kökuna og látið kólna í ísskáp í amk 2 klst áður en þið takið hringinn utan af og berið fram. Stráið örlitlu sjávarsalti yfir karamelluna og berið fram eina og sér eða með þeyttum rjóma.

Filed Under: Eldhúsperlur

Lúxus hafraklattar með kókos og súkkulaði

desember 20, 2020 by helenagunnarsd Leave a Comment

Einstaklega góðir og djúsí hafraklattar. Allir sem smakka þá biðja um uppskriftina sem segir kannski eitthvað. Mér finnst æðislegt að hafa kókos í þeim og alveg einstaklega jólalegt.

  • 250 gr. mjúkt smjör
  • 100 gr. sykur
  • 180 gr. púðursykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 stór egg
  • 1/2 tsk kanill
  • 180 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 250 gr. haframjöl
  • 50 gr. kókosmjöl (má sleppa og setja meira haframjöl)
  • 200 gr. grófsaxað súkkulaði
  • 100 gr rúsínur

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Þeytið saman smjör, sykur, púðursykur og vanillusykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í einu í einu og þeytið vel saman.
  2. Hrærið öllum þurrefnum saman í skál ásamt súkkulaðinu, kókos og rúsínum og bætið svo út í smjörblönduna og hrærið öllu vel saman.
  3. Setjið deigið á bökunarplötu, ég miða við ca. 2 msk af deigi í hverja köku og nota ískúluskeið til að gera fullkomnar kúlur. Ef þið eigið ekki svoleiðis er líka hægt að hnoða bara léttar kúlur með höndunum. Bakið í 8-9 mínútur. Kökurnar eiga að vera vel mjúkar í miðjunni þegar þið takið þær úr ofninum. Látið kólna nánast alveg á plötunni áður en þið takið þær af þar sem þær eru mjög mjúkar.

Góð ráð:

  • Ekki baka kökurnar of lengi. Þær eru extra góðar af því þær eru ekki ofbakaðar og verða því mjúkar í miðjunni – sem gerir þær dásamlegar.
  • Fyrir rúsínuhatara er ekkert mál að skipta þeim út fyrir eintómt súkkulaði.
  • Ég nota ekki alltaf kókos, set þá bara 300 gr haframjöl. Þær eru samt enn betri með kókos að mínu mati!
  • Uppskriftin er frekar stór og gefur um 45 væna klatta. Hana má auðveldlega helminga.

Filed Under: Eldhúsperlur

Snickers marengstoppar með rjómasúkkulaði, karamellu og salthnetum

desember 1, 2020 by helenagunnarsd Leave a Comment

Ef ykkur finnst snickers gott eiga þessir eftir að hitta beint í mark. Stökkir að utan og mjúkir að innan með rjómasúkkulaði og stökkum salthnetum. Þetta getur ekki klikkað.

Hráefni:

4 eggjahvítur

240 gr púðursykur

100 gr saxaðar salthnetur

200 gr smátt saxað rjómasúkkulaði

2 lítil Daim súkkulaði, smátt söxuð

Ofaná:

100 gr brætt suðusúkkulaði

4 msk smátt saxaðar salthnetur

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 140 gráður með blæstri
  2. Þeytið eggjhvítur og púðursykur þar til mjög stífir og glansandi toppar myndast. Mæli með að nota hrærivél og þeyta á mesta hraðanum í 10 mínútur.
  3. Blandið hnetum, súkkulaði og Daim varlega saman við eggjablönduna með sleikju.
  4. Setjið með tveimur teskeiðum á bökunarpappír á plötu og bakið í 20 mínútur.
  5. Kælið kökurnar alveg. Bræðið súkkulaði og dreifið yfir þær ásamt smátt söxuðum salthnetum.

Góð ráð:

  • Ef þið eigið margar plötur er best að baka á tveimur til þremur hæðum í einu. Eggjahvítudeig getur ekki staðið mjög lengi á borðinu áður en það er bakað án þess að falla.
  • Ég nota litla ískúluskeið til að setja kökurnar á plötuna. Þá verða þær frekar jafnar að lögun og allar jafn stórar.
  • Það er best að geyma kökurnar í lokuðu íláti við stofuhita. Þær eru langbestar nýjar en geymast vel í viku og jafnvel lengur en þorna við langa geymslu.

Ef þið bakið megið þið endilega deila með mér afrakstrinum á Instagram: @EldhusperlurHelenu – https://www.instagram.com/eldhusperlurhelenu/

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Jólabakstur, Marengs, Marengstoppar, Smákökur, Toppar

  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Interim pages omitted …
  • Page 23
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme