• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Bláberja uppskriftir

Bláberjasósa með vanillu

ágúst 29, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_3857Nú blánar yfir berjamó og ekki seinna vænna en að fara að huga að því hvað gera eigi við öll blessuðu berin sem við ætlum að týna í haust. Öll segi ég já, en ég veit nú reyndar ekki hversu öflug berjauppskeran verður þetta haustið. Okkar helstu berjastaðir lofa því miður ekki svo góðu, allavega verður uppskeran ekki eins og í fyrra. Það má þó vona og sannarlega týna það sem til er. Við erum svo heppin að eiga ansi öfluga berjatýnslumenn í innsta hring í fjölskyldunni sem hafa verið svo elskuleg að leyfa okkur að njóta afurðanna síðastliðin haust og gefið okkur helling af ljúffengum vestfirskum aðalbláberjum. Við erum því orðin ansi góðu vön og höfum búið svo vel að luma á aðalbláberjum í frystinum í allan vetur. Það var því með hálfgerðum trega á dögunum þegar ég kláraði berin úr síðasta frystipokanum með von í hjarta um að komandi haust yrði gott við okkur og gæfi okkur dálítið af bláberjum svona áður en þessi fáu frjósa.

Það var þó ekki leiðinlegt hlutverk sem síðustu berin fengu, en þau urðu að þessari dásamlegu bláberjasósu. Sósan er sannarlega fjölnota, ekki of sæt, með dásamlegum vanillukeim og mikið finnst mér skemmtilegt að gera eitthvað annað en sultu úr bláberjum svona til tilbreytingar. Sósan er sérstaklega ljúffeng með góðum vanilluís. Hana má líka nota út á grjóna- eða hafragrautinn, yfir gríska jógúrt eða skyr og eiginlega bara hvað sem manni dettur í hug. Ég bjó til dæmis til bláberja pavlovu um daginn þar sem ég hellti sósunni yfir þeytta rjómann og blandaði aðeins saman við, það kom virkilega vel út. Svo er nú líka voða sætt að setja sósuna í fallega krukku með lítilli slaufu og gefa einhverjum vel völdum.

min_IMG_3862Vanillu og bláberjasósa:

  • 3 bollar bláber (ég notaði frosin aðalbláber)
  • 1/2 bolli hrásykur
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1/2 bolli vatn
  • 1 vanillustöng

Aðferð: Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin innan úr henni. Setjið allt innihaldið ásamt vanillustönginni í pott og leyfið suðunni að koma upp. Lækkið þá hitann og leyfið sósunni að sjóða við vægan hita, samt þó þannig að ”bubbli” í vökvanum í um það bil 25 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað aðeins og vökinn minnkað um ca. 1/3. Ég hef hitann stilltan á 4 af 9 eftir suðan hefur komið upp. Hellið sósunni í krukkur og kælið. (Ef þið viljið ekki hafa berin saman við sósuna er gott að sigta hana gegnum frekar gróft sigti). Geymist í ísskáp í lokaðri krukku.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Aðalbláber uppskrift, Berja uppskrift, Berja uppskritftir, Bláberja uppskriftir, Bláberjasósa, Íssósa

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme