• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Bláberjauppskrift

Bláberjabaka með marengs

maí 31, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_2635Er búin að safna saman nokkrum uppskriftum sem ég er mjög spennt að deila með ykkur en hef ekki haft tíma til þess fyrr en núna. Ein af þeim er þessi frábæra bláberjabaka. Leiðbeiningarstöð heimilanna hefur nú hingað til ekki verið sá staður þar sem ég hef leitað að uppskriftum. Ekki að það sé eitthvað að því, langt í frá. Ef ég á að segja eins og er þá bara vissi ég ekki einu sinni að þessi starfsemi væri ennþá til. En starfsemin er svo sannarlega í fullum gangi og það sem meira er, þá eru þau með þessa fínu heimasíðu þar sem nálgast má upplýsingar um allt milli himins og jarðar sem tengist heimilishaldi, allt frá gluggaþvotti og upp í jólasteikina. Virkilega sniðug heimasíða sem er gaman að skoða ef maður hefur áhuga á að fræðast um þesskonar hluti. Þessi dásamlega góða bláberjabaka er einmitt ættuð af þessari fínu heimasíðu.

Ég fékk þessa böku fyrst í matarboði og eftir smá rannsóknarvinnu á netinu fann ég uppskriftina og breytti henni svo örlítið þar sem ég get aldrei látið neitt í friði. Þetta er alveg yndislega góð og sumarleg baka sem afar fljótlegt er að útbúa. Upplagt að hafa hana í eftirrétt og leyfa henni að bakast á meðan aðalrétturinn er borðaður. Ég var svo heppin að eiga vestfirsk aðalbláber síðan í haust í frystinum sem ég þurfti að fara að nota, en það má auðvitað nota hvaða bláber sem er eða jafnvel einhver önnur ber.

min_IMG_2628Bláberjabaka (Breytt uppskrift frá Leiðbeiningarstöð heimilanna):

  • 200 gr fínmalað spelt
  • 100 gr kalt smjör
  • 50 gr flórsykur
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 3 eggjarauður
  • 1 tsk vanilluextract
  • ca 500 gr frosin bláber
  • Marengs
  • 3 eggjahvítur
  • 120 gr ljós púðursykur

Aðferð:

Hitið ofn í 150 gráður með blæstri. Setjið allt innihaldið í bökubotninn (allt nema bláberin) í hrærivélaskál og hnoðið saman þar til deigið líkist blautum sandi. min_IMG_2584Ef ykkur finnst deigið of þurrt getið þið bætt við ca. 1 tsk af vatni og hrært aðeins áfram. Hellið deiginu í bökuform og þrýstið því í formið. min_IMG_2587min_IMG_2588Hellið frosnum berjunum yfir botninn.min_IMG_2592 Þeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman þar til vel stíft (3-5 mínútur) og dreifið því svo jafnt yfir berin. Bakið í um það bil 35-45 mínútur eða þar til berin eru farin að krauma í hliðunum og marengsinn orðinn fallega gullinn. Berið bökuna fram volga.min_DSC08795min_IMG_2638

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Berjabaka, Bláberjabaka, Bláberjapæ, Bláberjauppskrift, Einföld baka, Pæ uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme