• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

bollakökur með smjörkremi

Fljótlegu bollakökurnar með súkkulaðikremi

mars 26, 2014 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_5056Þessar bollakökur eru fljótlegri en margar aðrar bollakökur að því leyti að það þarf hvorki hrærivél né rafmagnsþeytara né mjúkt smjör eða brætt smjör eða annað dúllerí til að búa þær til. Öllu er einfaldlega skutlað í skál, hrært saman með písk og deigið er tilbúið. Uppskriftina fann ég á sínum tíma á síðunni hennar Mörthu Stewart og hef notað hana nokkuð oft síðan. Þetta er alveg upplögð uppskrift að nota þegar maður vill leyfa krökkum að spreyta sig við baksturinn þar sem hún er bæði einföld og fljótgerð. min_IMG_5053

Fljótlegu bollakökurnar með súkkulaðikremi (18-20 kökur):

  • 3/4 bolli kakóduft
  • 1 1/2 bolli hveiti eða fínmalað spelt
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 egg
  • 3/4 bolli heitt vatn
  • 3/4 bolli súrmjólk, ab mjólk eða hrein jógúrt
  • 3 msk bragðlítil matarolía
  • 2 tsk vanilluextractmin_IMG_5036Súkkulaðikrem:
  • 100 gr dökkt súkkulaði
  • 200 gr mjúkt smjör
  • 300 gr flórsykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1-2 msk mjólkmin_IMG_5052

Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hrærið öllum þurrefnunum saman með písk. Bætið restinni út í og hrærið saman þar til deigið er komið saman. Gætið þess þó að hræra ekki of lengi. Skiptið deiginu í 18-20 pappírsklædd bollakökuform og bakið í 20 mínútur. Kælið.

min_IMG_5040Krem: Bræðið súkkulaðið við afar vægan hita í potti, yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Þeytið mjúkt smjörið þar til ljóst og létt, bætið flórsykri og vanillu saman við og þeytið vel saman, 2-3 mínútur. Hellið kældu bræddu súkkulaðinu saman við og þeytið saman þar til vel samlagað. Bætið mjólk saman við ef ykkur finnst kremið of þykkt, 1-2 msk eftir smekk. Setjið í sprautupoka og sprautið á kældar kökurnar eða smyrjið á með hníf.min_IMG_5047

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bollakökur, bollakökur með smjörkremi, Gott smjörkrem, möffins, Muffins, Súkkulaði bollakökur, súkkulaði möffins, súkkulaðismjörkrem

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme