• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Boozt

Bláberjasæla

apríl 9, 2014 by helenagunnarsd 4 Comments

bláberjasjeikUppáhalds sjónvarpsefnið á heimilinu hjá okkur mæðginum þessa dagana er Eldað með Ebbu á RÚV. Eruð þið ekki örugglega búin að vera að horfa? Það skiptir ekki máli hvort hún er að búa til skærgræna safa eða dýrindis kvöldmat, allt verður þetta jafn girnilegt. Svo lítur allt sem hún gerir út fyrir að vera svo auðvelt, sem það er. Ég hef prófað óteljandi margar uppskriftir frá henni, þær eru allar góðar og í alvöru svo einfaldar og þægilegar. Hvet ykkur til að prófa. Sonur minn hefur til dæmis ALDREI fengist til að drekka græna drykki eða djúsa. Einum Ebbu þætti seinna og barnið gúllar í sig fullu glasi af ósætum skrímslagrænum safa án þess að hika og hefur gaman að því, mér til mikillar gleði! bjáberjasjeik1Þessi drykkur sem ég gef uppskrift að núna hefur fylgt mér í nokkur ár og sá litli hefur aldrei fúlsað við honum. Okkur þykir hann alltaf jafn góður og það tekur enga stund að henda innihaldinu í blandarann og þá er morgunmaturinn tilbúinn mínútu seinna. Mér finnst gott að hafa allt hráefnið nálægt blandaranum á morgnana þegar ég geri drykkinn, hljómar kannski asnalega en trúið mér, það munar heilmiklu að þurfa ekki að grafa ofan í skúffum eða skápum og leita að því sem á að fara í drykkinn. Sérstaklega á morgnana þegar allir eru að flýta sér og ég er alltaf að flýta mér. Það getur því borgað sig að hafa allt innan seilingar eða flýta fyrir sér á kvöldin og gera allt tilbúið fyrir svefninn. Stundum skipti ég bláberjunum út fyrir frosin jarðarber og hálfan banana, það þykir stráknum mínum ofsalega gott, enda bragðast það eins og besti jarðarberjasjeik.

bláberjasjeik2Bláberjasæla (fyrir 1):

  • 2 dl ósæt möndlumjólk
  • 1 dl vatn (minna ef þið viljið þykkan drykk)
  • 2-3 dl frosin bláber
  • 1 tsk kókosolía
  • 1 msk hampfræ
  • 1 msk chiafræ
  • 4-5 dropar stevia, ef þið vijið sætara bragð. Má líka sleppa.

Aðferð: Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Stundum set ég eina matskeið af hreinu mysu- eða hemp próteini út í drykkinn ef ég á það til. Þá verður drykkurinn matarmeiri og maður er lengur saddur.

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bláberjadrykkir, Bláberjadrykkur, Boost, Boozt, LKL morgunmatur, LKL uppskriftir, Möndlumjólk uppskriftir, Morgundrykkir

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme