• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

brunch uppskriftir

Fisléttar morgunverðar pönnukökur með bláberjasýrópi

apríl 23, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

1600986_696332540425140_710344210128346248_nNú koma frídagarnir á færibandi sem er nú ekki til að skemma fyrir stemmningunni sem fylgir björtum vorkvöldum og örlítið hækkandi hitastigi. Í gærkvöldi söng lóan fyrir utan gluggann hjá mér þegar ég dró niður gardínurnar og hún var mætt aftur í morgun þessi elska og söng eins og enginn væri morgundagurinn. Mikið kann ég vel að meta vorið, ég held að það sé uppáhalds árstíminn minn. Mér finnst allir vera í góðu skapi. Talandi um gott skap. Ég hefði sennilega ekki getað glatt son minn meira en þegar ég sagði honum í gærkvöldi að á morgun mætti hann fara á strigaskóm í leikskólann. Þvílík gleði og tilhlökkun! Sá litli valhoppaði svo í morgun inn á leiksólann á glansandi nýjum strigaskóm sem hafa beðið í forstofunni síðan fyrr í vetur. photo 2-3Um páskana gerði ég þessar yndislegu pönnukökur sem ég hef gert svo oft áður en einhverra hluta vegna aldrei sett hingað inn. Pönnukökurnar eru afar léttar og góðar, lausar við fitu og bras og þeyttar eggjahvíturnar gefa þeim þessa ótrúlega góðu áferð, svona eins og maður sé að borða ský.

photo 5-2Fisléttar morgunverðar pönnukökur (fyrir 3-4)

  • 130 gr fínmalað spelt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 4 egg
  • 1 1/2 dl mjólk
  • 1/2 tsk vanilluextract
  • (Ef þið viljið sætari pönnukökur er sjálfsagt að þeyta t.d 2 msk af sykri, hunangi eða öðru sætuefni saman við mjólkina og eggjarauðurnar, mér finnst það þó ekki þurfa þar sem bláberjasýrópið er svo sætt og gott)

Aðferð: Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti. Aðskiljið eggjarauðurnar frá hvítunum. Hrærið eggjarauðunum, vanillu og mjólkinni saman við þurrefnin. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim rólega saman við deigið. Steikið á pönnu, báðum megin þar til eldaðar í gegn. Ég setti nokkur frosin bláber á helminginn af pönnukökunum áður en ég sneri þeim við á pönnunni. Það væri líka hægt að setja niðurskorna banana til dæmis. Ég nota þunga pottjárnspönnu við steikinguna og nota enga fitu, finnst það ekki þurfa og þær festast ekkert við pönnuna.

Volgt bláberjasýróp:

  • 1 1/2 dl hlynsýróp
  • 4-5 msk frosin bláber

Aðferð: Sett í pott og hitað saman við vægan hita þar til bláberin hafa þiðnað og sýrópið heitt en ekki farið að sjóða. Berið fram með pönnukökunum, niðursneiddum bönunum, jarðarberjum, bláberjum og pínu íslensku smjöri.photo 4-3

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Amerískar pönnukökur, Bröns hugmyndir, brunch uppskriftir, Morgunmatur

Mjúkt bananabrauð með súkkulaðibitum

apríl 3, 2014 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_5388Á sunnudaginn helltist óskemmtileg flensa í son minn, sama dag fór maðurinn til útlanda og áform mín um vinnusama viku fóru út um þúfur. Í dag er stráksi þó allur að hressast, pabbinn kominn heim og rútínan sem átti að byrja á mánudaginn gat því byrjað í morgun, þremur dögum seinna. Það á ekkert sérstaklega vel við mig að vera heima í marga daga án þess að fara út, ég verð eiginlega að komast út allavega svona einu sinni á dag. Þegar það er ekki í boði verður kona að finna sér eitthvað til dundurs svona heima við sem felur líka í sér eitthvert skemmtanagildi fyrir lasið barn. Það voru því vel þroskuðu bananarnir á eldhúsborðinu sem fengu að finna til tevatnsins á sunnudaginn og úr þeim varð þetta dásamlega bananabrauð sem sonurinn bæði naut þess að baka og borða. Það er samt eiginlega rangnefni að kalla þetta brauð þar sem þetta er nú meira í líkingu við sæta köku, þetta er allavega sætabrauð það er eitt sem er víst og ó já, gott er það. Uppskriftin er stór og passaði rétt svo í stærsta brauðformið mitt, það væri því ekki úr vegi að skipta deiginu í tvö minni form.

min_IMG_5390Mjúkt bananabrauð með súkkulaðibitum:

  • 3 egg
  • 2 1/2 dl púðursykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1 1/2 dl bragðlítil olía
  • 3 stórir bananar stappaðir
  • 1/2 dl súrmjólk
  • 5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 3 dl saxað dökkt súkkulaði eða súkkulaðidropar

Aðferð: Þeytið saman egg, púðursykur og vanillu þar til ljóst og létt. Bætið olíunni út í í mjórri bunu og setjið stappaða bananana út í ásamt súrmjólkinni. Blandið þessu vel saman. Bætið þurrefnunum varlega út í ásamt súkkulaðinu og hrærið þessu saman með sleikju. Setjið í smurt form og bakið í u.þ.b 50 mínútur við 160 gráður með blæstri eða þar til að prjóni sem stungið er í miðja kökuna kemur tiltölulega þurr upp. Ef brauðið er bakað í tveimur minni formum er bökunartíminn u.þ.b 35 mínútur. Það er þó nauðsynlegt að fylgjast vel með því ofnar eru ansi misjafnir. min_IMG_5384

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bananabrauð, bananabrauð með súkkulaði, bananakaka, besta bananabrauðið, Bröns hugmyndir, brunch uppskriftir, kaka, mjúkt bananabrauð

Enskar spariskonsur

nóvember 29, 2012 by helenagunnarsd 9 Comments

Aðventuskreytingin tilbúin og þar sem fyrsta aðventuhelgin er nú framundan væri alveg upplagt að bjóða nokkrum vel völdum gestum í morgunmat eða bröns og baka þessar ljúffengu skonsur (sem eru einmitt stjarna síðunnar hérna fyrir ofan). Ég hafði ekki mikla trú á svona skonsum áður en ég prófaði þessar. Mundi bara eftir þessum sem maður getur keypt í bakaríi og finnst þær alltaf frekar þurrar og óspennandi. En þessar skonsur eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili,  einstaklega sparilegar, léttar í sér og bráðna í munni.

Það er upplagt að baka þær á ljúfum sunnudagsmorgni og bjóða nokkrum gestum í bröns, þær eru líka sérlega vel til þess fallnar að baka á hátíðisdögum og bera fram til dæmis á jóladagsmorgni með heitu súkkulaði. Mér finnst best að borða þær með smjöri og góðri sultu eða ekta ensku ,,Lemon Curd‘‘ sem ég fæ í Pipar og Salt á Klapparstígnum.

Það er mjög gott að nota þurrkuðu trönuberin, þau gera þær alveg einstaklega góðar og jólalegar. Þau eru nú farin að fást í flestum matvöruverslunum og ég hef keypt þau bæði í Bónus og Nettó.

Enskar spariskonsur með trönuberjum – Breytt uppskrift frá Ina Garten 

  • 5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 msk  vínsteinslyftiduft (það má alveg nota venjulegt en mér finnst vínsteins betra)
  • 1 msk hrásykur
  • ½ tsk salt
  • 150 gr kalt smjör skorið í litla teninga (ég nota alltaf venjulegt smjör, ekki ósaltað og aldrei smjörlíki)
  • 2 egg, hrærð létt saman
  • 1,5 dl rjómi
  • 2 dl þurrkuð trönuber og 1 msk hveiti – blandað saman (hér má líka nota rúsínur eða sleppa bara)
  • 1 egg pískað

Ofn hitaður í 200 gráður eða 180 gráður með blæstri.

Öllum þurrefnum blandað sama í hrærivélaskál, smjörinu síðan blandað saman við og hrært með K-hræraranum (ekki þeytaranum) þar til smjörið er komið gróflega saman við hveitið, smjörbitarnir í deiginu eiga að vera á stærð við baunir eða krónupeninga. Alls ekki að hrærast alveg saman við hveitið eins og þið væruð að fara að gera hnoðað deig. Það eru einmitt smjörbitarnir sem gera skonsurnar léttar og góðar!

Þá er eggjunum og rjómanum bætt við ásamt trönuberjunum með hveitinu. Þessu er létt blandað saman, ekki hæra lengi heldur bara þar til maður hættir að sjá hveitið í deiginu. Þá er þessu sturtað á hveitistráð borð, athugið að deigið er frekar blautt. Þetta er létt hnoðað og deigið flatt út um það bil 2,5 cm þykkt. Ég nota ekki kökukefli, vel hægt að nota bara hendurnar og ýta deiginu til og frá. Svo sting ég út hringi sem eru um 6-7 cm í þvermál. Það má líka skera deigið í ferninga eða þríhyrninga með hníf. Skonsurnar eru svo penslaðar með eggi og bakaðar frekar neðarlega í ofni í um það bil 18 mínútur.

Athugið að ef ekki er notuð hrærivél má einfaldlega mylja smjörið samanvið þurrefnin með fingrunum og blanda eggjunum og rjómanum samanvið með sleif. Það er ekkert mál.

Prófið þær.. í alvöru, þær eru æði!

Filed Under: Uncategorized Tagged With: breskar skonsur, brunch uppskriftir, góðar skonsur, Skonsur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme