• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Einföld súpa

Tælensk fiskisúpa

maí 16, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_2491Ég er ný búin að flokka allar uppskriftirnar hérna inni niður í smærri og þægilegri flokka svo auðveldara sé að fletta þeim upp. Sjá hér. Þetta eru kannski engin ósköp enda síðan mín ennþá tiltölulega ung. Engu að síður fór þetta skipulagsleysi eilítið í taugarnar á mér. Allavega, þegar ég var að fara í gegnum uppskriftirnar mínar tók ég eftir að fiskmeti er þar í miklum minnihluta sem er ekki nógu gott. Fiskur er jú bæði hollur og góður og synd að nota ekki meira af þessu góða hráefni sem svo auðvelt er að nálgast og það glænýtt og nánast spriklandi. Mér finnst alltaf gaman að prófa að gera eitthvað nýtt við fisk og mér finnst algjör óþarfi að vera feimin við að nota krydd eða setja þetta fína hráefni í einhvern nýjan búning svo út verði eitthvað sem vekur bragðlaukana aðeins meira en soðnar kartöflur, tómatsósa og ýsa (þó það eigi alveg rétt á sér inni á milli). Það skal alveg viðurkennt hér með að meiri fiskaðdáenda en mig er auðvelt að finna. Þá er það bara komið á hreint. min_IMG_2494

Ég gróf upp hjá mér uppskrift úr gömlum Gestgjafa, breytti aðeins og bætti hér og þar og úr varð þessi fína tælenska og bragðmikla fiskisúpa sem var snædd yfir Eurovision í kvöld. Ég er alltaf að komast að því betur og betur hvað ég á yndislega ómatvant barn því þegar hann fékk að velja á milli fiskisúpu eða grillaðra hamborgara hrópaði hann hástöfum: ”’Ég vil hafa súpuna!!!” Þetta er semsagt súpa sem hentar öllum, líka börnum. Hann drakk allavega súpuna úr skálinni sinni..

min_IMG_2486Tælensk fiskisúpa (fyrir ca. 6):

  • 1 búnt ferskt kóríander (ca. 50 grömm)
  • 1 lítill skallottlaukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 3 cm bútur af engifer
  • 1 tsk kóríanderfræ
  • 1 tsk chilli mauk t.d sambal oelek (eða 1 ferskur chilli)
  • 1 tsk turmerik
  • 4 litlar fernur kókosmjólk eða tvær 400 ml dósir
  • 1.5 – 2 l vatn
  • Fisk- og grænmetiskraftur  (ég notaði 2 teninga af fisk og 1 af grænmetis)
  • 3 msk fiskisósa (má sleppa, fæst í matvöruverslunum hjá austurlensku vörunum)
  • 1 lítið fennel, skorið í tvennt og svo þunnar sneiðar. (Fennel lítur svona út)
  • 400 grömm þorskur (eða annar hvítur fiskur sem er frekar þéttur í sér)
  • 400 grömm ósoðnar risarækjur
  • 4 vorlaukar
  • Safi úr einni límónu, eða eftir smekk

min_IMG_2462Aðferð: Skerið kóríanderstilkana ásamt dálitlu af laufinu gróft niður. Skiljið smá lauf eftir til að strá yfir súpuna í lokin. min_IMG_2466Setjið kóríander, skallottlauk, hvítlaukinn, engifer, chillimauk, turmerik og kóríanderfræ í matvinnsluvél eða mortel og maukið vel saman. min_IMG_2468Hitið 1 msk af kókosolíu í stórum potti. Steikið kryddmaukið í olíunni í ca. 1-2 mínútur. min_IMG_2469Hellið vatninu og kókosmjólkinni yfir ásamt kraftinum, fiskisósunni og fennel og leyfið að sjóða í 10 mínútur. Smakkið til með fiskisósu, lime safa og salt og pipar ef ykkur finnst þurfa. min_IMG_2480Skerið fiskinn í bita og hreinsið rækjurnar.min_IMG_2477Þegar súpan hefur náð því bragði sem þið eruð sátt við hleypið suðunni upp og setjið fiskinn og rækjurnar út í og sjóðið í um 2 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn. min_IMG_2483Ég notaði þorsk og rækjur, það má þó auðvitað nota hvaða fisk sem er. Stráið söxuðum vorlauk og kóríander yfir í lokin.min_IMG_2496

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Austurlensk súpa, Bragðmikil súpa, Einföld súpa, Fiskisúpa, Góð fiskisúpa, Súpa, Tælensk fiskisúpa, Tælensk súpa

Blómkálssúpa með sýrðum rjóma og lauk

apríl 28, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_2187Syni mínum þykir blómkálssúpa hinn mesti hátíðarmatur og hoppar hæð sína af gleði í hvert sinn sem ég verð að ósk hans og elda þann góða rétt. Það sem mér þykir þó sennilega mesta syndin varðandi alla þessa blómkálsaðdáun barnsins er að honum þóttu hefðbundnar hveitiuppbakaðar saltstappaðar blómakálspakkasúpur alveg dásamlegar. En það þótti móður hans ekki, verandi þó talsverður blómkálssúpuaðdáandi sjálf. Það er nefnilega svo einfalt, gott og ódýrt að útbúa sjálfur dáfínar súpur frá grunni. Ég þarf svo varla að sannfæra ykkur um hvað útkoman verður margfalt betri. Sá stutti drakk allavega , já drakk, súpuna úr skálinni þar til hann gat ekki meira og var eitt stórt alsælt blómkálsbros á eftir.

Með því að rista blómkálið í pottinum áður en vökvanum er bætt út í kemur smá hnetukeimur af því og súpan fer á aðeins hærra plan en gamla pakkasúpan. Sýrði rjóminn og laukurinn gefa svo þessari súpu alveg einstaklega gott bragð sem smellpassar við blómkálið og gerir súpuna svolítið sparilega.

min_IMG_2182Ristuð blómkálssúpa með sýrðum rjóma og lauk (fyrir 4-5):

  • 1 stór eða 2 litlir skallottulaukar, smátt saxaðir
  • 2 msk smjör
  • 1 stórt blómkálshöfuð, gróft skorið
  • 1 l vatn (má vera aðeins meira, þá verður súpan örlítið þynnri)
  • 2-3 tsk góður grænmetiskraftur (eða 2 góðir teningar)
  • 1 peli rjómi
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 3 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Salt og pipar

Page_1Bræðið smjörið í potti við meðalhita og steikið laukinn þar til hann mýkist. Bætið blómkálinu þá út í og hækkið hitann. Steikið þar til blómkálið hefur aðeins brúnast. Bætið þá vatni, rjóma og grænmetiskraftinum út í. Látið suðuna koma upp og leyfið að malla í um 10 mínútur eða þar til blómkálið hefur mýkst. Bætið þá vorlauknum út í og maukið súpuna með töfrasprota. Smakkið til með salt og pipar.Page_2Ef ykkur finnst hún of þykk má þynna hana með smá vatni ef of þunn þá má þykkja hana  með smá maizena mjöli. Þetta fer nú allt eftir smekk. Hrærið sýrða rjómanum út í súpuna í pottinum með písk og berið hana fram með söxuðum vorlauk og góðu nýbökuðu brauði, til dæmis þessum ljúffengu ostabollum, uppskriftina má finna hér.min_IMG_2178

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Blómkálssúpa, Einföld súpa, Fljótlegur matur, Góð súpa, Grænmetissúpa, LKL súpa, LKL uppskrift, Ódýr matur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme