• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Fljótleg kjúklingauppskrift

Sweet chili kjúklinga enchiladas

maí 22, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5748Enn einu sinni fær kaldur afgangs kjúklingur yfirhalningu í eldhúsinu. Að þessu sinni umbreyttist kjúllinn í þessar dásamlegu enchiladas með mildri, sætri kókos chili sósu. Þetta er svona ekta föstudags- matarboðsréttur sem allir elska. Einfaldur og sérstaklega bragðgóður. Ég ætla ekkert að hafa fleiri orð um þetta, nema bara hvetja ykkur til að prófa, þessi er allavega á uppáhaldslistanum á mínu heimili!min_IMG_5741

Sweet chili kjúklinga enchiladas:

  • 1 pakki heilveiti tortilla kökur, 8 stk
  • 1 eldaður kjúklingur úrbeinaður og rifinn niður (líka hægt að nota 3 eldaðar kjúklingabringur)
  • 1 dós kókosmjólk
  • 4 – 5 msk sweet chili sósa + meira eftir smekk
  • 1/2 kjúklingateningur eða 1 tsk kjúklingakraftur
  • 1 dós philadelphia light rjómaostur
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 5 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Góð handfylli ferskt kóríander, saxað smátt
  • Rifinn ostur eftir smekk
  • 2 avocado, skorin í teninga

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Rífið kjúklingakjötið af beinunum og skerið það frekar smátt. Setjið kókosmjólkina, sweet chilli sósu og kjúklingatening í pott og hitið þar til suðan kemur upp. Leyfið að malla við hægan hita í 1-2 mínútur. Slökkvið undir og setjið til hliðar. Hrærið saman rjómaostinum og sýrða rjómanum (líka gott að skipta rjómaostinum út fyrir Kotasælu). Takið tortillaköku, smyrjið ca. 2 msk af rjómaostablöndunni á kökuna, dreifið 2-3 msk af kjúkling yfir, smá vorlauk og kóríander. Setjið um 1 msk af rifnum osti yfir og smá sweet chilli sósu. min_IMG_5723Rúllið tortillakökunni upp og endurtakið þar til kjúklingurinn og heilhveititortillurnar eru búnar. min_IMG_5729Skiljið smá vorlauk og kóríander eftir til að strá yfir þegar rétturinn er tilbúinn. Leggið rúllurnar í eldfast mót og hellið þá sweet chilli kókosmjólkinni úr pottinum yfir. min_IMG_5731Stráið rifnum osti yfir og bakið í 15 mínútur.min_IMG_5733 Dreifið kóríander, vorlauk, avocado teningum og smá sweet chilli sósu yfir og berið fram.min_IMG_5740

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: bestu kjúklingaréttirnir, chicken enchiladas, Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótleg kjúklingauppskrift, Góður kjúklingaréttur, kjúklinga enchiladas, mexíkóskur kjúklingur, sweet chili kjúklingur

Kjúklingalæri með hunangs- sítrónu- og sinneps gljáa

mars 3, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

IMG_1160Ég hef verið áskrifandi að tímaritinu Good Food í nokkur ár og haft mikið gaman að. Þetta tímarit er gefið út af BBC og hefur sannarlega afsannað þá kenningu að bretar séu lélegir kokkar. Ég ákvað þó núna um áramótin að hætta áskrift að blaðinu þar sem mér fannst uppskriftirnar orðnar heldur einsleitar og ég var bara eiginlega komin með leið á þessu blaði. Ég leita því núna logandi ljósum að nýju tímariti til að gerast áskrifandi að, því þó það sé gaman að fara út í bókabúð og velja sér matar tímarit jafnast ekkert á við að fá eitt brakandi nýtt sent í pósti einu sinni í mánuði. Það er auk þess ódýrara en að kaupa sér blað mánaðarlega. Ég er að hugsa um að gerast áskrifandi að einu uppáhalds tímaritinu mínu Bon Appetit, ætli ég láti ekki bara slag standa..

Ég var sumsé að fletta í gegnum gömul Good Food tímarit um helgina og rakst oftar en einu sinni á einhverskonar hunangs- sinneps- sítrónu ofnbakaða kjúklingabita. Það varð því úr að ég varð að elda eitthvað slíkt í kvöldmat á þessu bjarta og fallega sunnudagskvöldi. Rétturinn var alveg frábær og bragðið unaðslegt. Virkilega góður og fljótlegur réttur sem ég bar fram með grófri kartöflumús og góðu grænu salati.

Uppskrift:

  • 8 kjúklingalæri
  • 2 msk ólífuolía
  • 3 msk grófkorna sinnep
  • 2 msk hunang
  • 1 sítróna
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt (ca. 1 tsk gróft sjávarsalt) og piparIMG_1138

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri. Byrjið á að snyrta kjúklingalærin og skera frá umfram fitu. Setjið lærin í rennilása plastpoka. Setjið olíu, sinnep og hunang í skál. Rífið börkinn af 1/2 sítrónunni og kreistið allann safann úr henni út í skálina. Rífið hvítlauksrifið eða smátt saxið það saman við. Kryddið með salti og pipar. Hellið helmingnum af marineringunni yfir lærin í pokanum og veltið þeim vel upp úr vökvanum. Leyfið að standa við stofuhita í um 15 mínútur.

IMG_1140Hellið kjúklingalærunum í eldfast mót og látið skinn hliðina snúa niður. Setjið inn í ofn í 10 mínútur. Takið þá úr ofninum og snúið lærunum við. Hellið restinni af marineringunni yfir kjúklinginn og bakið í 20 mínútur til viðbótar. Ef til vill má auka hitann í 220 gráður undir lokin til að fá stökka húð á kjúklinginn. IMG_1166Berið fram með kartöflumús, salati og umfram sósunni sem kemur af kjúklingnum og marineringunni.. Þetta var alveg ofboðslega gott !

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Fljótleg kjúklingauppskrift, Góður kjúklingaréttur, Hunangs kjúklingur, Kjúklingalæri uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme